„Jóhanna Júlíana Ingvarsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Jóhanna Júlíana Ingvarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 24: Lína 24:
''1. [[Einar Ingvarsson (Hellnahóli)|Einar]] sjómaður í Eyjum, f. 9. okt. 1891, tvíburi við Sólrúnu, d. 18. maí 1968, kvæntur [[Guðrún Eyjólfsdóttir (Mið-Grund)|Guðrúnu Eyjólfsdóttur]] húsfreyju, f. 4. febr. 1898, d. 29. nóvember 1980. <br>
''1. [[Einar Ingvarsson (Hellnahóli)|Einar]] sjómaður í Eyjum, f. 9. okt. 1891, tvíburi við Sólrúnu, d. 18. maí 1968, kvæntur [[Guðrún Eyjólfsdóttir (Mið-Grund)|Guðrúnu Eyjólfsdóttur]] húsfreyju, f. 4. febr. 1898, d. 29. nóvember 1980. <br>
''2.  [[Ágúst Sigurður Ingvarsson]] verkamaður, f. 27. júní 1890, d. 25. nóvember 1963.'' <br>
''2.  [[Ágúst Sigurður Ingvarsson]] verkamaður, f. 27. júní 1890, d. 25. nóvember 1963.'' <br>
Sjá nokkra afkomendur í [[Blik 1960|Bliki 1960]]: [[Blik 1960|Hjónin frá Hellnahóli]].
Sjá nokkra afkomendur í [[Blik 1960|Bliki 1960]]: [[Blik 1960|Hjónin frá Hellnahóli]].<br>
Barn Ingvars Einarssonar og [[Ragnhildur Þórðardóttir (Hvanneyri)|Ragnhildar Þórðardóttur]]:<br>
7. [[Guðni Ingvarsson (bryti)|Guðni Ingvarsson]] matsveinn, bryti, f. 17. júlí 1901, d. 5. október 1975.


Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1909. Faðir hennar lést í [[Bræðraborg]] 1910.<br>
Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1909. Faðir hennar lést í [[Bræðraborg]] 1910.<br>

Útgáfa síðunnar 11. mars 2020 kl. 21:01

Jóhanna Júlíana Ingvarsdóttir frá Hellnahóli u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Neskaupstað fæddist 1. október 1901 á Hellnahóli og lést 2. nóvember 1937 í Neskaupstað.
Faðir hennar var Ingvar bóndi á Hellnahóli undir Eyjafjöllum, f. 12. október 1864, d. 14. maí 1910 í Bræðraborg, skömmu eftir flutning til Eyja, jarðsettur í Eyjum, Einarsson vinnumanns í Snotru í Landeyjum 1860, vinnumanns í Kirkjuvogi í Höfnum, Gull. 1870, f. 1843, d. 7. ágúst 1877, Sigurðssonar bónda í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A-Landeyjum 1817-1838, f. 20. mars 1792 í Efrihól undir Eyjafjöllum, d. 14. júní 1864 á Núpi þar, Sighvatssonar, og síðari konu Sigurðar, (30. október 1828, skildu), Guðrúnar húsfreyju, f. 1807, d. 18. janúar 1874, Guðmundsdóttur.
Sigurður og Guðrún voru einnig foreldrar Sighhvats á Vilborgarstöðum.
Móðir Ingvars á Hellnahóli og barnsmóðir Einars var Sólrún, síðar húsfreyja á Hellnahóli, f. 7. september 1839, d. 5. maí 1921, Þorvaldsdóttir (Sólrún varð síðari kona Þórðar bónda á Hellnahóli, bróður Einars barnsföður síns); Þorvaldur var bóndi á Krossi II (Krosshjáleigu) í A-Landeyjum 1834-1861, f. 1801 í Skíðbakkahjáleigu, d. 30. maí 1871 í Tjarnarkoti þar, Magnússon, en kona Þorvaldar (15. október 1833) og móðir Sólrúnar var Ingibjörg húsfreyja, f. 11. maí 1812, d. 17. maí 1870, Bjarnadóttir.

Móðir Jóhönnu og kona (1890) Ingvars á Hellnahóli var Ástríður húsfreyja, bjó í Víðidal 1930, f. 25. júlí 1859, d. 10. júlí 1937, Sigurðardóttir bónda á Borgareyrum og Hvammi undir Eyjafjöllum, f. 9. mars 1825, d. 12. júlí 1887, Sigurðssonar bónda í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu 1817-1838, f. 1792, d. 1864 (sami og faðir Einars föður Ingvars), Sighvatssonar, og fyrri konu Sigurðar (1. október 1814), Ragnhildar húsfreyju, f. 21. júlí 1794, d. 23. janúar 1828, Árnadóttur.
Móðir Ástríðar og fyrri kona Sigurðar á Borgareyrum var Dýrfinna húsfreyja á Borgareyrum og í Hvammi, f. 13. ágúst 1830 í Krýsuvíkursókn, d. 2. maí 1878, Kolbeinsdóttir frá Litlakoti í Hvalsnessókn, bónda í Suðurkoti við Krýsuvík, en vinnumaður í Ólafshúsum 1855, f. 20. júlí 1795, d. 8. janúar 1860, Jónssonar, og konu Kolbeins, Vigdísar húsfreyju í Suðurkoti 1835, f. 16. júlí 1788, d. 29. ágúst 1839, Sigurðardóttur.

ctr


Foreldrar Jóhönnu Júlíönu Ingvarsdóttur, hjónin Ingvar Einarsson og Ástríður Sigurðardóttir.


ctr


Sex af börnum hjónanna á Hellnahóli, Ingvars og Ástríðar.

Aftari röð frá vinstri:
1. Sólrún húsfreyja í Eyjum, f. 9. okt. 1891, d. 21. ágúst 1974, gift Sveini Sigurhanssyni vélstjóra og múrara, f. 21. júní 1892, d. 6. desember 1963.
2. Guðbjörg húsfreyja í Eyjum, f. 28. júní 1897, d. 2. september 1987, gift Sveinbirni Einarssyni trésmið, f. 12. júní 1890, d. 13. ágúst 1984.
3. Dýrfinna húsfreyja á Kirkjubæ, f. 7. júlí 1900, d. 1. desember 1986, gift Sigurði Gottskálkssyni frá Hraungerði í Eyjum, verkamanni og bónda á Kirkjubæ, f. 23. ágúst 1894, d. 5. apríl 1955.
4. Jóhanna húsfreyja í Neskaupstað 1930, f. 13. okt. 1901, d. 2. nóvember 1937. Gift Guðna Sveinssyni sjómanni á Norðfirði, f. 6. maí 1894, d. 15. nóvember 1975.
Fremri röð frá vinstri:
1. Einar sjómaður í Eyjum, f. 9. okt. 1891, tvíburi við Sólrúnu, d. 18. maí 1968, kvæntur Guðrúnu Eyjólfsdóttur húsfreyju, f. 4. febr. 1898, d. 29. nóvember 1980.
2. Ágúst Sigurður Ingvarsson verkamaður, f. 27. júní 1890, d. 25. nóvember 1963.
Sjá nokkra afkomendur í Bliki 1960: Hjónin frá Hellnahóli.
Barn Ingvars Einarssonar og Ragnhildar Þórðardóttur:
7. Guðni Ingvarsson matsveinn, bryti, f. 17. júlí 1901, d. 5. október 1975.

Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1909. Faðir hennar lést í Bræðraborg 1910.
Ástríður móðir hennar sneri til lands með börnin og var vinnukona í Hvammi með Jóhönnu og Dýrfinnu í lok árs 1910.
Jóhanna flutti til Eyja 1912, var vinnukona hjá Sólrúnu systur sinni á Túnsbergi 1920. Þá var Guðni Sveinsson ekkill, háseti í Sætúni.
Jóhanna fluttist ,,austur“ 1921.
Þau Guðni giftu sig 1922, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Strönd í Norðfirði, síðan Barðsnesi og Sólheimi.
Jóhanna Júlíana lést 1937 og Guðni 1975.

I. Maður Jóhönnu Júlíönu, (18. mars 1922), var Guðni Sveinsson frá bænum Barðsnesi, sjómaður, f. þar 6. maí 1894, d. 15. nóvember 1975. Foreldrar hans voru Sveinn Bjarnason frá Sandvíkurseli í Sandvík á Barðsnesi, vinnumaður, f. 1840, d. 20. ágúst 1908, og barnsmóðir hans Þuríður Magnúsdóttir frá Álftavík í Klyppstaðasókn í Loðmundarfirði, N.-Múl., vinnukona á Barðsnesi, f. 2. desember 1861, d. 8. ágúst 1915.
Börn þeirra:
1. Guðni Hjörtur Guðnason sjómaður, vélstjóri, f. 7. júlí 1922 á Barðsnesi, d. 24. janúar 2008. Kona hans Jóna Karólína Magnúsdóttir.
2. Ástþór Guðnason skipstjóri, f. 14. maí 1928, d. 2. febrúar 2012. Kona hans Þórunn Ingólfsdóttir.
3. Ríkey Guðrún Guðnadóttir, f. 14. júlí 1931 í Sólheimi í Norðfirði, d. 17. janúar 1936.
Börn Guðna af fyrra hjónabandi hans:
4. Guðrún Aðalbjörg Guðnadóttir, Ásbyrgi í Norðfirði, f. 11. apríl 1918, d. 2002.
5. Aðalbjörg Guðný Guðnadóttir Kúld, f. 11. apríl 1918, d. 12. maí 1979. Maður hennar Arinbjörn S.E. Kúld.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.