Ágúst Sigurður Ingvarsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ágúst Sigurður Ingvarsson formaður, útgerðarmaður, verkstjóri fæddist 27. júní 1890 og lést 25. nóvember 1963.
Foreldrar hans voru Ingvar Einarsson bóndi á Hellnahóli u. Eyjafjöllum, síðar í Eyjum, f. 12. október 1864, d. 14. maí 1910 og Ástríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1859, d. 10. júlí 1937.

Börn Ingvars og Ástríðar í Eyjum voru:
1. Ágúst Sigurður Ingvarsson verkstjóri, f. 27. júní 1890, d. 25. nóvember 1963.
2. Sólrún Ingvarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 9. okt. 1891, d. 21. ágúst 1974, gift Sveini Sigurhanssyni vélstjóra og múrara, f. 21. júní 1892, d. 6. desember 1963.
3. Einar Ingvarsson sjómaður í Eyjum, f. 9. okt. 1891, tvíburi við Sólrúnu, d. 18. maí 1968, kvæntur Guðrúnu Eyjólfsdóttur húsfreyju, f. 4. febr. 1898, d. 29. nóvember 1980.
4. Guðbjörg Ingvarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 28. júní 1897, d. 2. september 1987, gift Sveinbirni Einarssyni trésmið, f. 12. júní 1890, d. 13. ágúst 1984.
5. Dýrfinna Ingvarsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 7. júlí 1900, d. 1. desember 1986, gift Sigurði Gottskálkssyni frá Hraungerði í Eyjum, verkamanni og bónda á Kirkjubæ, f. 23. ágúst 1894, d. 5. apríl 1955.
6. Jóhanna Júlíana Ingvarsdóttir húsfreyja í Neskaupstað 1930, f. 13. okt. 1901, d. 2. nóvember 1937, gift Guðna Sveinssyni sjómanni á Norðfirði, f. 6. maí 1894, d. 15. nóvember 1975.
Sonur Ingvars var
7. Guðni Ingvarsson bryti, matsveinn, f. 17. júlí 1901, d. 5. október 1975.

Ágúst var kaupamaður á Hlíðarenda í Seyðisfirði 1910, en með heimili í Lambhaga.
Hann var vélstjóri og síðan formaður og útgerðarmaður.
Ágúst var leigjandi á Ekru 1915, búandi þar með Guðrúnu og Aldiníu 1920, með henni og Aldiníu í Hólmgarði 1924 og með þeim og Kristínu 1925. Hann fluttist til Reykjavíkur 1930 og vann við fyrirtæki Ragnars í Smára, fluttist aftur til Eyja 1954 og vann við smíðar.
Ágúst lést 1963.

I. Sambýliskona Ágústs Sigurðar var Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, áður gift Guðmundi Helgasyni, síðar í Heiðardal.
Börn þeirra voru:
1. Aldinía Sólbjört Ágústsdóttir húsfreyja (nefnd Alda og Sólbjört), f. 13. mars 1919 á Ekru, d. 1985. Hún fluttist til Noregs.
2. Kristín Ágústsdóttir, f. 23. janúar 1925 í Hólmgarði, d. 1987. Hún fluttist til Svíþjóðar.

ctr


Sex af börnum hjónanna á Hellnahóli, Ingvars og Ástríðar.
Aftari röð frá vinstri: Sólrún, Guðbjörg, Dýrfinna, Jóhanna.
Fremri röð frá vinstri: Einar, Ágúst Sigurður.

Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjórnarmenn - Æviskrár og sögulegt efni um íslenska skipstjórnarmenn. Þorsteinn Jónsson tók saman. Kátir voru karlar ehf. 2006.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.