Kolbeinn Jónsson (Ólafshúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kolbeinn Jónsson frá Litla-Koti í Hvalnessókn, fyrrum bóndi í Suðurkoti við Krýsuvík, síðar vinnumaður í Grímshjalli og Ólafshúsum fæddist 20. júlí 1795 og lést 8. janúar 1860.
Foreldrar hans voru Jón Kolbeinsson bóndi, sjómaður í Litla-Koti 1801, f. 1751, d. 20. júli 1818, og kona hans Dýrfinna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 1761.

Kolbeinn var með foreldrum sínum 1801, var uppeldispiltur í Götu í Selvogskirkjusókn 1816.
Hann var kvæntur, búandi, grashúsmaður í Suðurkoti í Krýsuvíkursókn 1835, þar hjá tengdaforeldrum sínum, vinnumaður í Húsatóftum í Grindavík 1841 og 1845.
Kolbeinn var vinnumaður, ekkill í Grímshjalli 1850, vinnumaður í Ólafshúsum 1855, fór til Dýrfinnu dóttur sinnar að Borgareyrum u. Eyjafjöllum 1857.
Kolbeinn lést 1860.

I. Kona Kolbeins, (8. júlí 1827), var Vigdís Sigurðardóttir húsfreyja í Suðurkoti, f. 16. júlí 1788 í Nýjabæ í Krýsuvíkursókn, d. 29. ágúst 1839. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson, þá í Nýjabæ, bóndi í Norðurkoti í Krýsuvíkursókn 1801, f. 1764, d. eftir 1839, og kona hans Katrín Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1765, d. 17. september 1837.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Kolbeinsdóttir, f. 27. júlí 1827 í Suðurkoti, d. 31. ágúst 1834 á berjamó.
2. Dýrfinna Kolbeinsdóttir húsfreyja í Hvammi u. Eyjafjöllum, f. 13. ágúst 1830 í Suðurkoti, d. 2. maí 1878. Hún var formóðir barna Ingvars Einarssonar og Ástríðar Sigurðardóttur.
3. Jón Kolbeinsson bóndi á Æsustöðum í Mosfellssveit, f. 5. september 1832, d. 2. janúar 1884.

II. Barnsmóðir Kolbeins var Guðrún Árnadóttir vinnukona, f. í apríl 1810 á Þórkötlustöðum í Grindavík, d. 8. apríl 1896 á Buðlunga í Grindavík.
Barn þeirra:
4. Gróa Kolbeinsdóttir, f. 23. febrúar 1847 á Húsatóftum í Grindavík, d. 19. október 1851 á Sperðli í V—Landeyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.