Ragnhildur Þórðardóttir (Hvanneyri)
Ragnhildur Þórðardóttir húsfreyja á Hvanneyri, síðar á Vesturvegi 21, fæddist 12. apríl 1877 í Gerðakoti u. Eyjafjöllum og lést 21. nóvember 1969.
Foreldrar hennar voru Þórður Sigurðsson, þá bóndi í Gerðakoti, síðar á Hellnahóli þar, f. 1845, d. 18. desember 1903, og kona hans Anna Guðmundsdóttir f. 12. mars 1846, d. 22. maí 1878.
Systir Ragnhildar var Guðrún Þórðardóttir húsfreyja á Felli, f. 30. september 1873, d. 27. janúar 1948.
Ragnhildur var með foreldrum sínum í fyrstu, en missti móður sína eins árs gömul. Hún var með föður sínum á Hellnahóli 1880, með honum og
Sólrúnu Þorvaldsdóttur stjúpmóður sinni þar 1890. Þar var þá Ingvar Einarsson sonur Sólrúnar vinnumaður.
Hún var vinnukona í Skarðshlíð 1901, eignaðist Guðna með Ingvari bónda á árinu, kom þaðan til Eyja 1908.
Þar bjó hún hjá Guðrúnu systur sinni á Felli.
Þau Bjarni giftu sig 22. desember 1912, voru leigjendur á Hvanneyri 1913, en það hús var þá nýreist, og þar voru þau enn 1921.
Þau bjuggu á Vesturvegi 21 1930 og þar átti Ragnhildur síðast heimili. Hún lést 1969.
I. Barnsfaðir Ragnhildar var Ingvar Einarsson bóndi á Hellnahóli, f. 12. október 1864, d. 14. maí 1910.
Barn þeirra var
1. Guðni Ingvarsson matsveinn, f. 17. júlí 1901, d. 5. október 1975.
II. Maður Ragnhildar, (22. desember 1912), var Bjarni Sveinsson, þá á Felli, sjómaður, járnsmiður, f. 14. nóvember 1887, d. 28. júní 1966.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.