Sveinn Sigurhansson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sveinn Sigurhansson.

Sveinn Sigurhansson frá Stóru-Mörk u. V-Eyjafjöllum, véstjóri, múrari fæddist 21. júní 1892 í Stóru-Mörk og lést 6. desember 1963.
Foreldrar hans voru Sigurhans Ólafsson bóndi í Gerðakoti, síðar verkamaður í Eyjum, f. 12. september 1861 í Stóru-Mörk, d. 26. september 1931, og kona hans Dóróthea Sveinsdóttir húsfreyja, f. 30. október 1864 á Ytri-Sólheimum í Mýrdal, d. 5. mars 1941.

Börn Sigurhans og Dórótheu í Eyjum:
1. Ólafur Ágúst Sigurhansson sjómaður, f. 27. ágúst 1888, drukknaði 14. janúar 1915.
2. Sveinn Sigurhansson vélstjóri, múrari, f. 21. júní 1902, d. 6. desember 1963.
3. Þorbjörg Sigurhansdóttir ráðskona, f. 21. mars 1894, d. 4. mars 1964.
4. Þorbjörn Sigurhansson sjómaður, f. 7. febrúar 1896, d. 13. ágúst 1981.
5. Tómas Karl Sigurhansson skósmiður, f. 21. janúar 1898, d. 24. janúar 1987.
5. Berent Sigurhansson smiður, f. 24. mars 1900, d. 24. desember 1922.
6. Óskar Sigurhansson vélsmiður, f. 29. apríl 1902, d. 1. apríl 1979.
7. Aðalsteinn Sigurhansson sjómaður, f. 27. nóvember 1903, drukknaði 23. janúar 1927.

Sveinn var með foreldrum sínum í æsku. Hann fluttist með þeim að Bræðraborg 1911, var þar til ársins 1917, með þeim í Steinum 1918.
Sveinn tók vélstjórapróf í Eyjum 1915, fékk iðnbréf í múrverki 1936.
Þau Sólrún giftu sig 1919 og bjuggu á Túnsbergi. Þar fæddist Ágústa 1920. Þau voru í Sætúni við fæðingu Berents 1926 og Garðars 1933, á Sunnuhvoli 1934 við fæðingu Tryggva.
Sólrún og Sveinn bjuggu í Eystra-Stakkagerði 1940, í Garðinum um skeið, en byggðu húsið við Bakkastíg 11 á árunum 1953-1958 og bjuggu þar síðast.


Kona Sveins, (23. desember 1919), var Sólrún Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 9. október 1891, d. 21. ágúst 1974.
Börn þeirra voru:
1. Ágústa Sveinsdóttir verkstjóri, f. 24. febrúar 1920 á Túnsbergi, d. 13. september 2012.
2. Andvana stúlka, f. 20. mars 1925.
3. Berent Theodór Sveinsson loftskeytamaður, f. 21. ágúst 1926 í Sætúni, d. 29. júlí 2018.
4. Garðar Aðalsteinn Sveinsson rafvirkjameistari, f. 15. janúar 1933 í Sætúni, d. 9. janúar 2012.
5. Tryggvi Sveinsson stýrimaður, f. 20. júní 1934.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.