Guðrún Eyjólfsdóttir (Mið-Grund)
Guðrún Eyjólfsdóttir frá Mið-Grund u. Eyjafjöllum, húsfreyja á Faxastíg 31 fæddist 4. febrúar 1898 og lést 29. nóvember 1980.
Faðir hennar var Eyjólfur bóndi á Mið-Grund u. Eyjafjöllum, f. 12. ágúst 1861, d. 28. febrúar 1938, Jónsson, þá vinnumaður í Vallnatúni þar, f. 1833, d. 1876, Stefánssonar bónda í Berjanesi þar, f. 1805, d. 23. apríl 1868, Þorvaldssonar og konu Stefáns, Evlalíu húsfreyju, f. 1794, d. 1843, Benediktsdóttur.
Móðir Eyjólfs á Mið-Grund og kona Jóns vinnumanns í Vallnatúni var Rannveig húsfreyja, f. 11. nóvember 1837, Eyjólfsdóttir bónda í Vallnatúni, f. 1800, Andréssonar, og konu hans Oddnýjar húsfreyju, f. 1795, Þórarinsdóttur.
Móðir Guðrúnar Eyjólfsdóttur og kona Eyjólfs bónda á Mið-Grund var Jóhanna húsfreyja, f. 20. maí 1858, d. 7. október 1914, Jónsdóttir bónda í Vesturholtum, f. 31. ágúst 1824, d. 29. maí 1869, Gunnsteinssonar bónda í Kerlingardal í Mýrdal, f. 22. október 1800 í Hörgsdal á Síðu, d. 8. nóvember 1881 í Hvammi í Skaftártungu, Runólfssonar, og konu Gunnsteins, Ragnhildar húsfreyju, f. 6. maí 1802, d. 24. ágúst 1886, Jónsdóttur.
Móðir Jóhönnu Jónsdóttur og kona Jóns Gunnsteinssonar var Sigríður húsfreyja, f. 1823, d. 13. maí 1865, Jónsdóttir, bónda í Vesturholtum, f. 1792, Jónssonar, og konu Jóns Jónssonar, Ragnhildar húsfreyju, f. 1788 á Höfðabrekku í Mýrdal, d. 25. maí 1866, Gísladóttur.
Börn Eyjólfs og Jóhönnu í Eyjum:
1. Nikólína Eyjólfsdóttir húsfreyja í Laugardal, kona Eyjólfs Sigurðssonar; hún f. 25. mars 1887, d. 29. júní 1973.
2. Gunnsteinn Eyjólfsson verkamaður, sjómaður í Stafholti f. 14. mars 1893, d. 27. mars 1972. Kona hans var
Gróa Þorleifsdóttir í Stafholti, húsfreyja, verkakona, f. 20. október 1896, d. 10. júlí 1991.
3. Rannveig Eyjólfsdóttir húsfreyja í Hlíðardal, kona Guðjóns Jónssonar skipstjóra; hún f. 9. september 1896, d. 15. september 1982.
3. Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja á Faxastíg 31, kona Einars Ingvarssonar frá Hellnahóli; hún f. 4. febrúar 1898, d. 29. nóvember 1980.
Guðrún var með fjölskyldu sinni á Mið-Grund 1901 og 1910. Hún var vinnukona hjá Jóni bróður sínum 1920, en hann var þá tekinn við búinu.
Þau Einar fluttust til Eyja 1924, bjuggu hjá Nikólínu í Laugardal, systur Guðrúnar, og giftu sig í lok ársins.
Þau bjuggu enn í Laugardal 1927, í Skálholti eldra 1930 með tveim börnum sínum, voru komin á Faxastíg 31 1940 og bjuggu þar.
Einar lést 1968. Guðrún bjó enn á Faxastíg 31 1979. Hún lést 1980.
I. Maður Guðrúnar, (26. desember 1924), var Einar Ingvarsson frá Hellnahóli u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, starfsmaður Vestmannaeyjabæjar, f. 10. október 1891, d. 18. maí 1968.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Eygló Einarsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1927 í Laugardal, d. 12. júní 1983.
2. Ástþór Ingvi Einarsson bifreiðastjóri, f. 18. júní 1930 í Skálholti, d. 9. júní 2018.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.