„Jón Markússon (vélstjóri)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Jón Markússon (vélstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 7: | Lína 7: | ||
Jón var sjómaður á [[Vesturhús-eystri|Eystri Vesturhúsum]] 1940, bifreiðastjóri við giftingu 1942, verkamaður við fæðingu Vilhjálms Más 1943 og vélstjóri 1949. Hann stundaði trilluútgerð um langt skeið.<br> | Jón var sjómaður á [[Vesturhús-eystri|Eystri Vesturhúsum]] 1940, bifreiðastjóri við giftingu 1942, verkamaður við fæðingu Vilhjálms Más 1943 og vélstjóri 1949. Hann stundaði trilluútgerð um langt skeið.<br> | ||
Þau Kjartanía bjuggu á [[Sæberg|Sæbergi, Urðavegi 9]] við giftingu 1942 og þar bjuggu þau 1945, á [[Hásteinsvegur| Hásteinsvegi 7]] 1949, á [[Gunnarshólmi|Gunnarshólma]] 1952, í [[Árbær|Árbæ, Brekastíg 7 A]] 1960 og til Goss 1973. <br> | Þau Kjartanía bjuggu á [[Sæberg|Sæbergi, Urðavegi 9]] við giftingu 1942 og þar bjuggu þau 1945, í [[Þorlaugargerði vestra]] 1946-1947, á [[Hásteinsvegur| Hásteinsvegi 7]] 1949, á [[Gunnarshólmi|Gunnarshólma]] 1952, í [[Árbær|Árbæ, Brekastíg 7 A]] 1960 og til Goss 1973. <br> | ||
Síðan var hann starfsmaður hjá Lýsi og Mjöli í Hafnarfirði, en stundaði trilluútgerð í frístundum.<br> | Síðan var hann starfsmaður hjá Lýsi og Mjöli í Hafnarfirði, en stundaði trilluútgerð í frístundum.<br> | ||
Þau Kjartanía bjuggu á Laufvangi 16 í Hafnarfirði við andlát Jóns 1989.<br> | Þau Kjartanía bjuggu á Laufvangi 16 í Hafnarfirði við andlát Jóns 1989.<br> |
Útgáfa síðunnar 22. september 2019 kl. 13:39
Jón Tómas Markússon frá Sæbóli í Aðalvík, vélstjóri fæddist 30. nóvember 1915 á Sæbóli í Aðalvík, N.-Ís. og lést 13. júní 1989
Foreldrar hans voru Markús Kristján Finnbjörnsson útgerðarmaður á Sæbóli í Aðalvík, síðar í Hnífsdal og á Ísafirði, f. 3. mars 1885, d. 11. mars 1972, og kona hans Herborg Árnadóttir húsfreyja, f. 30. apríl 1885, d. 15. janúar 1934.
Systir Jóns í Eyjum var
1. Sesselja Kristín Markúsdóttir húsfreyja á Hásteinsvegi 39, f. 10. desember 1912, d. 31. mars 1997. Maður hennar var Haraldur Gíslason skipstjóri, skipamiðlari, síðast í Hafnarfirði, f. 27. febrúar 1923, d. 29. mars 2002.
Jón var sjómaður á Eystri Vesturhúsum 1940, bifreiðastjóri við giftingu 1942, verkamaður við fæðingu Vilhjálms Más 1943 og vélstjóri 1949. Hann stundaði trilluútgerð um langt skeið.
Þau Kjartanía bjuggu á Sæbergi, Urðavegi 9 við giftingu 1942 og þar bjuggu þau 1945, í Þorlaugargerði vestra 1946-1947, á Hásteinsvegi 7 1949, á Gunnarshólma 1952, í Árbæ, Brekastíg 7 A 1960 og til Goss 1973.
Síðan var hann starfsmaður hjá Lýsi og Mjöli í Hafnarfirði, en stundaði trilluútgerð í frístundum.
Þau Kjartanía bjuggu á Laufvangi 16 í Hafnarfirði við andlát Jóns 1989.
Kjartanía bjó síðast á Staðarhrauni 28 í Grindavík. Hún lést
2015.
I. Kona Jóns, (20. október 1942), var Kjartanía Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1922 á Bergstöðum, d. 16. september 2015.
Börn þeirra:
1. Vilhjálmur Már Jónsson kennari, f. 16. apríl 1943 á Sæbergi. Kona hans var Jóna Ólafsdóttir.
2. Herborg Jónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 4. desember 1944 á Sæbergi. Maður hennar, skildu, var Jóhannes Haraldsson.
3. Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 9. nóvember 1950 á Hásteinsvegi 7, d. 28. maí 2016. Maður hennar var Bragi Jónsson frá Ísafirði, f. 15. desember 1947, d. 28. maí 2003.
4. Tómas Kristján Jónsson sjómaður og beitningamaður í Grundarfirði, f. 10. janúar 1952 á Gunnarshólma. Ókv.
5. Hörður Jónsson útgerðarmaður í Grundarfirði, býr í Þýskalandi, f. 28. nóvember 1958. Kona
hans er Arnhildur Þórhallsdóttir.
6. Viðar Jónsson sjómaður, starfsmaður ABC-barnahjálparinnar, f. 15. apríl 1960, d. 13. nóvember 2014. Kona hans Kristín Sóley Kristinsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 1989.
- Prestþjónustubækur.
- Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.