Már Jónsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vilhjálmur Már Jónsson frá Árbæ, kennari fæddist 16. apríl 1943 á Sæbergi.
Foreldrar hans voru Jón Tómas Markússon sjómaður, vélstjóri, f. 30. nóvember 1915 á Sæbóli í Aðalvík, N-Ís, d. 13. júní 1989, og kona hans Kjartanía Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1922 á Bergstöðum, d. 16. september 2015.

Börn Kjartaníu og Jóns:
1. Vilhjálmur Már Jónsson kennari, skólastjóri, f. 16. apríl 1943 á Sæbergi. Kona hans var Jóna Ólafsdóttir.
2. Herborg Jónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 4. desember 1944 á Sæbergi. Maður hennar, skildu, var Jóhannes Haraldsson.
3. Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, fiskimatsmaður, f. 9. nóvember 1950 á Hásteinsvegi 7, d. 28. maí 2016. Maður hennar var Bragi Jónsson frá Ísafirði, f. 15. desember 1947, d. 28. maí 2003.
4. Tómas Kristján Jónsson sjómaður og beitningamaður í Grundarfirði, f. 10. janúar 1952 á Gunnarshólma. Ókv.
5. Hörður Jónsson útgerðarmaður í Grundarfirði, býr í Þýskalandi, f. 28. nóvember 1958. Kona hans er Arnhildur Þórhallsdóttir.
6. Viðar Jónsson sjómaður, starfsmaður ABC-barnahjálparinnar, f. 15. apríl 1960, d. 13. nóvember 2014. Kona hans Kristín Sóley Kristinsdóttir.

Már var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Sæbergi, í Þorlaugargerði vestra 1946-1947, á Hásteinsvegi 7 1949, á Gunnarshólma 1952, síðan í Árbæ, Brekastíg 7 A.
Hann tók landspróf í Gagnfæðaskólanum 1959, varð stúdent í Menntaskólanum á Laugarvatni 1963, var við fiskveiðar og í fraktsiglingum 1963-1966, tók kennarapróf 1967, einnig setið nokkur námskeið.
Már var kennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum, (síðar Grunnskólinn í Vestmannaeyjum) frá 1967, var skólastjóri 1984-1992.
Hann hefur verið trillukarl og stundað sauðfjárrækt og lundaveiði.
Þau Jóna giftu sig 1969, eignuðust tvö börn, bjuggu á Brekastíg 4 við Gos. Í maí 1973 leystu þau vitavörðin í Stórhöfða af í nokkra mánuði, bjuggu í Suðurgarði í júlí-ágúst, síðan á Brimhólabraut 4, en keyptu svo Stafnes við Heiðarvegi 31 og bjuggu þar síðan. Þar býr Már nú.

I. Kona Vilhjálms Más, (30. nóvember 1969), var Jóna Ólafsdóttir frá Suðurgarði, kennari, f. 31. desember 1946, d. 29. nóvember 2008.
Börn þeirra:
1. Dröfn Ólöf Másdóttir húsfreyja, f. 5. janúar 1970. Maður hennar er Gunnlaugur Grettisson.
2. Markús Orri Másson verkamaður, f. 9. janúar 1976, ókv.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 6. desember 2008. Minning Jónu
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.