Hörður Jónsson (Árbæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Hörður Jónsson frá Árbæ, útgerðarmaður í Grundarfirði fæddist 28. nóvember 1958.
Foreldrar hennar voru Jón Tómas Markússon sjómaður, vélstjóri, f. 30. nóvember 1915 á Sæbóli í Aðalvík, N-Ís, d. 13. júní 1989, og kona hans Kjartanía Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1922 á Bergstöðum, d. 16. september 2015.

Börn þeirra:
1. Vilhjálmur Már Jónsson kennari, skólastjóri, f. 16. apríl 1943 á Sæbergi. Kona hans var Jóna Ólafsdóttir.
2. Herborg Jónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, sjúkrahússstarfsmaður, f. 4. desember 1944 á Sæbergi. Maður hennar, skildu, var Jóhannes Haraldsson.
3. Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, fiskimatsmaður, f. 9. nóvember 1950 á Hásteinsvegi 7, d. 28. maí 2016. Maður hennar var Bragi Jónsson frá Ísafirði, f. 15. desember 1947, d. 28. maí 2003.
4. Tómas Kristján Jónsson sjómaður og beitningamaður í Grundarfirði, f. 10. janúar 1952 á Gunnarshólma. Ókv.
5. Hörður Jónsson útgerðarmaður í Grundarfirði, býr í Þýskalandi, f. 28. nóvember 1958. Kona hans er Arnhildur Þórhallsdóttir.
6. Viðar Jónsson sjómaður, starfsmaður ABC-barnahjálparinnar, f. 15. apríl 1960, d. 13. nóvember 2014. Kona hans Kristín Sóley Kristinsdóttir.

Hörður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann gerðist útgerðarmaður í Grundarfirði, gerði út Myllu SH.
Þegar hann hætti í útgerð futtist hann á Selfoss og síðan til Þýskalands. Hann býr nú í Bayern. Þau Arnhildur eiga þrjú börn.

I. Kona Harðar er Arnhildur Þórhallsdóttir húsfreyja, f. 23. febrúar 1964. Foreldrar hennar Þórhallur H. Hermannsson frá Skútustöðum í S-Þing, f. 12. nóvember 1927, og Sigríður Pálsdóttir frá Fremstafelli í S-Þing., húsfreyja, starfsmaður á barnaheimili, f. 21. febrúar 1930, d. 24. maí 2007.
Börn þeirra:
1. Nanna Vilborg Harðardóttir námsmaður, f. 14. ágúst 1985.
2. Halla Fanney Harðardóttir vinnur við þjónustu, f. 7. mars 1990. Óg.
3. Markús Harðarson matreiðslumaður á Selfossi, f. 20. október 1995.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.