Tómas Jónsson (Árbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Tómas Kristján Jónsson)
Fara í flakk Fara í leit

Tómas Kristján Jónsson frá Árbæ, sjómaður, beitningamaður fæddist 10. janúar 1952 á Gunnarshólma.
Foreldrar hans voru Jón Tómas Markússon sjómaður, vélstjóri, f. 30. nóvember 1915 á Sæbóli í Aðalvík, N-Ís, d. 13. júní 1989, og kona hans Kjartanía Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1922 á Bergstöðum, d. 16. september 2015.

Börn Kjartaníu og Jóns:
1. Vilhjálmur Már Jónsson kennari, skólastjóri, f. 16. apríl 1943 á Sæbergi. Kona hans var Jóna Ólafsdóttir.
2. Herborg Jónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, sjúkrahússstarfsmaður, f. 4. desember 1944 á Sæbergi. Maður hennar, skildu, var Jóhannes Haraldsson.
3. Elínborg Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, fiskimatsmaður, f. 9. nóvember 1950 á Hásteinsvegi 7, d. 28. maí 2016. Maður hennar var Bragi Jónsson frá Ísafirði, f. 15. desember 1947, d. 28. maí 2003.
4. Tómas Kristján Jónsson sjómaður og beitningamaður í Grundarfirði, f. 10. janúar 1952 á Gunnarshólma. Ókv.
5. Hörður Jónsson útgerðarmaður í Grundarfirði, býr í Þýskalandi, f. 28. nóvember 1958. Kona hans er Arnhildur Þórhallsdóttir.
6. Viðar Jónsson sjómaður, starfsmaður ABC-barnahjálparinnar, f. 15. apríl 1960, d. 13. nóvember 2014. Kona hans Kristín Sóley Kristinsdóttir.

Tómas var með foreldrum sínum í æsku, á Gunnarshólma og í Árbæ.
Hann vann í Álverinu í Straumsvík frá 1972, en sneri til Eyja 1974 og vann m.a. í Steypustöðinni og á sjó til 1982. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og vann hjá Gluggasmiðjunni og einnig við beitningu í Sandgerði.
Tómas flutti til Grundarfjarðar 1989 og hefur búið þar síðan, stundaði sjómennsku og hefur unnið við beitningu.
Hann er ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.