Jóna Ólafsdóttir (Suðurgarði)
Jóna Ólafsdóttir frá Suðurgarði, húsfreyja, kennari, aðstoðarskólastjóri, forstöðumaður fæddist 31. desember 1946 á Hásteinsvegi 41 og lést 29. nóvember 2008.
Foreldrar hennar voru Ólafur Þórðarson rafvirkjameistari, f. 30. janúar 1911, d. 1. janúar 1996, og kona hans Anna Svala Árnadóttir Johnsen húsfreyja, f. 19. október 1917, d. 16. janúar 1995.
Börn Svölu og Ólafs:
1. Árni Óli Ólafsson, f. 24. mars 1945, d. 29. maí 2021. Kona hans Hanna Birna Jóhannsdóttir.
2. Jóna Ólafsdóttir húsfreyja, kennari, f. 31. desember 1946, d. 29. nóvember 2008. Maður hennar Vilhjálmur Már Jónsson.
3. Margrét Marta Ólafsdóttir, f. 9. nóvember 1960. Sambýlismaður hennar Sævar Þór Magnússon.
Börn Ólafs Þórðarsonar:
4. Þuríður Ólafsdóttir, f. 1933, d. 1934.
5. Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1935.
6. Ásta Ólafsdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1936.
Jóna var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk landsprófi í Gagnfæðaskólanum 1962, varð stúdent í Menntaskólanum á Akueyri 1966, lauk kennaraprófi 1968, var gangastúlka á Sjúkrahúsinu og vann fiskvinnslu- og verslunarstörf í skólahléum.
Jóna var kennari við Barnaskólann frá 1968 með hléum. Hún var aðstoðarskólastjóri við skólann í 14 ár og síðan tók hún við starfi forstöðukonu Athvarfsins í Eyjum, ætlað til stuðnings grunnskólanemendum.
Þau Már áttu fegursta garðinn í Eyjum 2002.
Þau Vilhjálmur Már giftu sig 1969, eignuðust tvö börn, bjuggu á Brekastíg 4 til Goss. Í maí 1973 leystu þau vitavörðinn í Stórhöfða af í nokkra mánuði, bjuggu í Suðurgarði í júlí-ágúst, síðan á Brimhólabraut 4, en keyptu svo Stafnes við Heiðarvegi 31 og bjuggu þar síðan.
Jóna lést 2008.
I. Maður Jónu, (30. nóvember 1969), er Vilhjálmur Már Jónsson kennari, skólastjóri, f. 16. apríl 1943 á Sæbergi.
Börn þeirra:
1. Dröfn Ólöf Másdóttir húsfreyja, f. 5. janúar 1970. Maður hennar er Gunnlaugur Grettisson.
2. Markús Orri Másson verkamaður, f. 9. janúar 1976, ókv.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 6. desember 2008. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.