„Ingólfur Guðmundsson (úrsmiður)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 51: Lína 51:
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Iðnaðarmenn]]
[[Flokkur: Iðnaðarmenn]]
[[Flokkur: Úrsmiðir]]
[[Flokkur: Kaupmenn]]
[[Flokkur: Kaupmenn]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]

Núverandi breyting frá og með 2. mars 2023 kl. 13:37

Ingólfur Arnarson Guðmundsson úrsmiður fæddist 27. júlí 1909 og lést 28. febrúar 1968.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson ökumaður, múrari, skipasmiður, verkamaður, bóndi, f. 11. apríl 1876, d. 2. október 1958, og fyrri kona hans Kristjana Rósa Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. febrúar 1880, d. 13. nóvember 1913.
Stjúpmóðir Ingólfs var Guðríður Þórunn Ásgrímsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1880, d. 11. maí 1954.

I. Barnsmóðir Guðmundar var Vilborg Kristjánsdóttir, þá í Ólafsvík, en sama ár vinnukona á Akri í Staðarsveit á Snæfellsnesi, en síðar á Mið-Hvammi í Dýrafirði, f. 11. júlí 1868, d. 22. febrúar 1941. Foreldrar hennar voru Kristján Steindórsson bóndi í Eyrarbúð í Laugarbrekkusókn á Snæf., f. 1815, d. 25. janúar 1892, og Vilborg Bjarnadóttir vinnukona, f. 1829, d. 28. mars 1883.
Barn þeirra:
1. Kristjana Guðlaug Guðmundsdóttir húsfreyja á Þingeyri við Dýrafjörð, f. 25. júní 1901, d. 14. júlí 1978. Menn hennar voru Óskar Gunnar Jóhannsson og Bjarni Guðbjartur Jóhannsson.

II. Fyrri kona Guðmundar var Kristjana Rósa Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. febrúar 1880 í Hvammi í Sandasókn í Dýrafirði, d. 13. nóvember 1913. Foreldrar hennar voru Sigurður Greipsson, þá kvæntur vinnumaður í Lægsta-Hvammi í Sandasókn í Dýrafirði, f. 14. nóvember 1841, d. 21. júlí 1890, og kona hans Kristjana Jónsdóttir vinnukona þar, f. 20. desember 1849, d. 24. júní 1943.
Börn þeirra:
2. Sigurður Guðmundsson, f. 27. maí 1904 á Þingeyri í Sandasókn, Ís., drukknaði 17. mars 1928.
3. Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja á Boðaslóð 3, f. 29. ágúst 1905 í Kasthúsum í Reykjavík, d. 10. febrúar 1960.
4. Guðni Tómas Guðmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 20. september 1906 í Reykjavík, d. 2. apríl 1995.
5. Ingólfur Guðmundsson úrsmiður í Eyjum, f. 27. júlí 1909 í Reykjavík, d. 28. febrúar 1968.

III. Barnsmóðir Guðmundar var Ólína Sigríður Ólafsdóttir í Reykjavík, f. 11. maí 1876, d. 22. júlí 1928. Foreldrar hennar voru Ólafur Jón Sigurðsson prentsmiður, lausamaður, húsmaður í Borgarfirði, f. 4. desember 1844, d. 1. ágúst 1879 og kona hans Helga Magnúsdóttir húsfreyja, f. 5. janúar 1850, d. 9. október 1911.
Barn þeirra:
6. Margrét Guðlaug Guðmundsdóttir húsfreyja á Siglufirði, f. 11. desember 1917, d. 2. september 1992. Maður hennar var Jósafat Sigurðsson.

IV. Síðari kona Guðmundar, (1920), var Guðríður Þórunn Ásgrímsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1880 á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, d. 11. maí 1954.
Börn þeirra:
7. Ásþór Guðmundsson rafsuðumaður, síðar á Vatnsleysuströnd, f. 20. mars 1918 í Reykjavík, d. 17. nóvember 1985.
8. Kristján Rósberg Guðmundsson pípulagningamaður, f. 17. september 1919, síðar á Vatnsleysuströnd, d. 24. júlí 1975.
9. Matthías Gunnlaugur Guðmundsson húsasmiður, síðar í Keflavík, f. 19. nóvember 1920, d. 25. október 1997.

Ingólfur var með foreldrum sínum í frumbernsku, en hann missti móður sína 1913.
Hann var með foreldrum sínum í Bjarnaborg í Reykjavík 1910, með föður sínum og Guðríði Þórunni Ásgrímsdóttur síðari konu hans á Rauðarárstíg 5b 1920.
Hann fluttist til Eyja með föður sínum, stjúpmóður og fimm systkinum 1921. Hann var með þeim á Eiðinu 1921 og 1922, á Ofanleiti 1923 og í Stórhöfðavita 1924.
Ingólfur nam úrsmíði hjá Guðlaugi Gíslasyni úrsmið. Hann var úrsmíðanemi og leigjandi á Hásteinsvegi 8 í Eyjum 1930, skósmíðanemi og leigjandi þar 1934.
Ingólfur rak eigið fyrirtæki í úrsmiðaþjónustu.
Þau Kristjana eignuðust Guðmund 1939, giftu sig 1940, eignuðust sjö börn, en misstu eitt þeirra þriggja vikna gamalt 1953.
Þau bjuggu í Björk, Vestmannabraut 47 1940, voru komin á Hásteinsveg 48 1945 og bjuggu þar síðan.

I. Kona Ingólfs, (25. apríl 1940), var Kristjana Sigurðardóttir húsfreyja, f. 5. september 1915 á Seyðisfirði, d. 11. apríl 2016 í Hraunbúðum.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Ingólfsson trésmiður í Keflavík, f. 8. október 1939. Kona hans er Karólína Ólafsdóttir.
2. Arnar Valur Ingólfsson járnsmíðameistari, verkstjóri, Hrauntúni 14, f. 14. janúar 1942 á Vestmannabraut 47. Kona hans er Margrét Steinunn Jónsdóttir.
3. Sigurbjörn Ingólfsson, Hólagötu 6, sjómaður, starfsmaður Áhaldahússins, f. 8. maí 1946 á Hásteinsvegi 48. Sambýliskona hans var Ragnhildur Sigurjónsdóttir.
4. Guðbjörg Eygló Ingólfsdóttir, Faxastíg 27, húsfreyja, f. 28. apríl 1949 á Hásteinsvegi 48. Maður hennar er Ólafur M. Aðalsteinsson.
5. Sigurrós Ingólfsdóttir, Búastaðabraut 12, f. 25. nóvember 1950 á Hásteinsvegi 48. Maður hennar er Tómas Njáll Pálsson.
6. Drengur, f. 12. nóvember 1953 á Hásteinsvegi 48, d. 5. desember 1953.
7. Einir Ingólfsson, Brimhólabraut 1, nú í Hafnarfirði, sjómaður, f. 22. desember 1954 á Sjúkrahúsinu. Kona hans var Sigríður Þórhallsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gullsmiðatal 1991. Félag íslenskra gullsmiða. Ritstjóri Stefán B. Stefánsson o.fl.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 20. apríl 2016. Minning Kristjönu.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.