Kristján Rósberg Guðmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristján Rósberg Guðmundsson frá Heiðarbæ, pípulagningameistari, tækniteiknari fæddist 17. september 1919 í Reykjavík og lést 24. júlí 1975.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson ökumaður, múrari, skipasmiður, verkamaður, bóndi, f. 11. apríl 1876 í Ártúni við Reykjavík, d. 2. október 1958, og síðari kona hans Guðríður Þórunn Ásgrímsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1880 á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, d. 11. maí 1954.

I. Barnsmóðir Guðmundar var Vilborg Kristjánsdóttir, þá í Ólafsvík, en sama ár vinnukona á Akri í Staðarsveit á Snæfellsnesi, en síðar á Mið-Hvammi í Dýrafirði, f. 11. júlí 1868, d. 22. febrúar 1941. Foreldrar hennar voru Kristján Steindórsson bóndi í Eyrarbúð í Laugarbrekkusókn á Snæf., f. 1815, d. 25. janúar 1892, og Vilborg Bjarnadóttir vinnukona, f. 1829, d. 28. mars 1883.
Barn þeirra:
1. Kristjana Guðlaug Guðmundsdóttir húsfreyja á Þingeyri við Dýrafjörð, f. 25. júní 1901, d. 14. júlí 1978. Menn hennar voru Óskar Gunnar Jóhannsson og Bjarni Guðbjartur Jóhannsson.

II. Fyrri kona Guðmundar var Kristjana Rósa Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. febrúar 1880 í Hvammi í Sandasókn í Dýrafirði, d. 13. nóvember 1913. Foreldrar hennar voru Sigurður Greipsson, þá kvæntur vinnumaður í Lægsta-Hvammi í Sandasókn í Dýrafirði, f. 14. nóvember 1841, d. 21. júlí 1890, og kona hans Kristjana Jónsdóttir vinnukona þar, f. 20. desember 1849, d. 24. júní 1943.
Börn þeirra:
2. Sigurður Guðmundsson, f. 27. maí 1904 á Þingeyri í Sandasókn, Ís., drukknaði 17. mars 1928.
3. Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja á Boðaslóð 3, f. 29. ágúst 1905 í Kasthúsum í Reykjavík, d. 10. febrúar 1960.
4. Guðni Tómas Guðmundsson sjómaður, vélstjóri, f. 20. september 1906 í Reykjavík, d. 2. apríl 1995.
5. Ingólfur Guðmundsson úrsmiður í Eyjum, f. 27. júlí 1909 í Reykjavík, d. 28. febrúar 1968.

III. Barnsmóðir Guðmundar var Ólína Sigríður Ólafsdóttir í Reykjavík, f. 11. maí 1876, d. 22. júlí 1928. Foreldrar hennar voru Ólafur Jón Sigurðsson prentsmiður, lausamaður, húsmaður í Borgarfirði, f. 4. desember 1844, d. 1. ágúst 1879 og kona hans Helga Magnúsdóttir húsfreyja, f. 5. janúar 1850, d. 9. október 1911.
Barn þeirra:
6. Margrét Guðlaug Guðmundsdóttir húsfreyja á Siglufirði, f. 11. desember 1917, d. 2. september 1992. Maður hennar var Jósafat Sigurðsson.

IV. Síðari kona Guðmundar, (1920), var Guðríður Þórunn Ásgrímsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1880 á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, d. 11. maí 1954.
Börn þeirra:
7. Ásþór Guðmundsson rafsuðumaður, síðar á Vatnsleysuströnd, f. 20. mars 1918 í Reykjavík, d. 17. nóvember 1985.
8. Kristján Rósberg Guðmundsson pípulagningamaður, f. 17. september 1919, síðar á Vatnsleysuströnd, d. 24. júlí 1975.
9. Matthías Gunnlaugur Guðmundsson húsasmiður, síðar í Keflavík, f. 19. nóvember 1920, d. 25. október 1997.

Kristján var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1921, bjó með þeim á Eiðinu, að Ofanleiti, í Stórhöfðavita, á Brimhólum og í Heiðarbæ.
Þau fluttust að Hnausum á Snæfellsnesi 1936 og nokkru síðar að Skjaldartröð í Breiðavík þar og voru bændur þar.
Kristján fluttist í Voga á Vatnsleysuströnd 1947.
Kristján lærði pípulagnir og fékk meistararéttindi. Hann vann við iðnina um skeið, en lærði tækniteiknun og vann síðan við hana á vegum bandaríska hersins.
Kristján kvæntist þýskri konu, Susanne, bjuggu á Sólbergi í Vogum. Þau eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra þrettán ára.
Kristján Rósberg lést 1975 og Susanne 1982.

Kona Kristjáns Rósbergs var Susanne Guðmundsson húsfreyja, f. 17. apríl 1930 í Þýskalandi, d. 24. desember 1982.
Börn þeirra:
1. Björgvin Wilhelm Kristjánsson, f. 23. september 1950, d. 12. ágúst 1963 af slysförum, hrapaði í Stapa.
2. Kristján Gústaf Kristjánsson flugnemi, f. 7. júlí 1952, d. 30. júlí 1971 í flugslysi.
3. Guðmundur Þór Kristjánsson bifreiðastjóri í Ytri-Njarðvík, f. 5. febrúar 1957. Fyrri kona hans var Harpa Hauksdóttir. Síðari kona Guðmundar Þórs var Hanna Kristjánsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.