„Sigríður Guðjónsdóttir (Pétursborg)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Lína 9: Lína 9:
Þau Hallvarður giftu sig 1934, eignuðust sex börn, en eitt þeirra fæddist andvana.<br>Þau bjuggu í Pétursborg á giftingarári sínu, á [[Laugaland]]i við fæðingu Guðbjargar 1935 og Ingibjargar 1936, voru komin á [[Vesturvegur|Vesturveg 29]] við fæðingu Sigurðar 1937, bjuggu á [[Bakkastígur|Bakkastíg 3]] 1939.<br>
Þau Hallvarður giftu sig 1934, eignuðust sex börn, en eitt þeirra fæddist andvana.<br>Þau bjuggu í Pétursborg á giftingarári sínu, á [[Laugaland]]i við fæðingu Guðbjargar 1935 og Ingibjargar 1936, voru komin á [[Vesturvegur|Vesturveg 29]] við fæðingu Sigurðar 1937, bjuggu á [[Bakkastígur|Bakkastíg 3]] 1939.<br>
Þau voru komin  í Pétursborg 1945 og þar bjuggu þau síðan meðan báðum entist líf.<br>
Þau voru komin  í Pétursborg 1945 og þar bjuggu þau síðan meðan báðum entist líf.<br>
Hallvarður lést 1967. Sigríður fluttist síðar til Svalbarðseyrar og lést þar 1995.
Hallvarður lést 1967. Sigríður bjó hjá Ástu dóttur sinni á [[Höfðavegur|Höfðavegi 19]] 1972,  fluttist síðar til Svalbarðseyrar og lést þar 1995.


I. Maður Sigríðar, (16. júní 1934), var [[Hallvarður Sigurðsson (Pétursborg)|Hallvarður Sigurðsson]] verkamaður, f. 14. maí 1902 á Seyðisfirði, d. 5. ágúst 1967.<br>
I. Maður Sigríðar, (16. júní 1934), var [[Hallvarður Sigurðsson (Pétursborg)|Hallvarður Sigurðsson]] verkamaður, f. 14. maí 1902 á Seyðisfirði, d. 5. ágúst 1967.<br>

Útgáfa síðunnar 3. febrúar 2019 kl. 15:49

Sigríður Guðjónsdóttir í Pétursborg, húsfreyja fæddist 26. júlí 1910 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum og lést 7. febrúar 1995.
Foreldrar hennar voru Guðjón Vigfússon ráðsmaður á Rauðafelli, síðar bóndi, f. 17. júní 1887, d. 29. mars 1932, og kona hans Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1884, d. 27. janúar 1968.

Bróðir Guðjóns Vigfússonar var
1. Ólafur Gísli Vigfússon útgerðarmaður, skipstjóri í Gíslholti, f. 21. ágúst 1891, d. 15. maí 1974.

Sigríður var með foreldrum sínum á Rauðafelli 1910, með fjölskyldunni á Raufarfelli 1920.
Hún fluttist til Eyja 1930 og var þá vinnukona hjá Kristjáni Magnúsi Kristjánssyni og Jónínu Þórðardóttur í Mörk.
Þau Hallvarður giftu sig 1934, eignuðust sex börn, en eitt þeirra fæddist andvana.
Þau bjuggu í Pétursborg á giftingarári sínu, á Laugalandi við fæðingu Guðbjargar 1935 og Ingibjargar 1936, voru komin á Vesturveg 29 við fæðingu Sigurðar 1937, bjuggu á Bakkastíg 3 1939.
Þau voru komin í Pétursborg 1945 og þar bjuggu þau síðan meðan báðum entist líf.
Hallvarður lést 1967. Sigríður bjó hjá Ástu dóttur sinni á Höfðavegi 19 1972, fluttist síðar til Svalbarðseyrar og lést þar 1995.

I. Maður Sigríðar, (16. júní 1934), var Hallvarður Sigurðsson verkamaður, f. 14. maí 1902 á Seyðisfirði, d. 5. ágúst 1967.
.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Hallvarðsdóttir hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði, f. 4. maí 1935 á Laugalandi, d. 11. nóvember 2014.
2. Ingibjörg Hallvarðsdóttir, f. 15. apríl 1936 á Laugalandi.
3. Sigurður Hallvarðsson rafvirkjameistari, f. 9. maí 1937 á Vesturvegi 29, d. 5. nóvember 2006.
4. Ásta Hallvarðsdóttir, f. 25. júní 1939 á Bakkastíg 3.
5. Andvana drengur, f. 5. febrúar 1948 í Pétursborg.
6. Hrefna Hallvarðsdóttir, f. 2. júní 1952 á Sjúkrahúsinu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.