Jónína Ágústa Þórðardóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jónína Ágústa Þórðardóttir húsfreyja í Árdal, Brekastíg 7a og víðar fæddist 13. ágúst 1902 á Stokkseyri og lést 2. janúar 1992 á Sjúkrahúsi Keflavíkur.
Faðir hennar voru Þórður sjómaður í Pálsbæ á Stokkseyri, f. 21. september 1869 í Ártúnum á Rangárvöllum, d. 9. desember 1908, Magnússon bónda í Ártúnum, f. 10. september 1828, d. 12. apríl 1875, Hermannssonar og konu Magnúsar Sigríðar húsfreyju, f. 9. apríl 1834, d. 6. desember 1875, Þórðardóttur bónda í Fíflholtshjáleigu í Landeyjum, f. 2. september 1812, d. 28. febrúar 1843, Guðmundssonar.
Móðir Jónínu Ágústu var Ingibjörg sambýliskona Þórðar, f. 3. desember 1866 í Lindarbæ, d. 6. maí 1938, Jónsdóttir bónda í Vetleifsholti, f. 28. apríl 1842, d. 26. apríl 1898, Jónssonar og sambýliskonu Jóns í Vetleifsholti, Vilborgar Einarsdóttur húsfreyju og yfirsetukonu, f. 26. september 1832, d. 13. ágúst 1890.

Börn Þórðar og Ingibjargar:
1. Vilborg Þórðardóttir verkakona, ráðskona, f. 26. ágúst 1897, d. 5. janúar 1959.
2. Sigríður Þórðardóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1899, d. 19. júní 1935.
3. Jónína Ágústa Þórðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1902, d. 2. janúar 1992.
Móðursystir Jónínu var
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1874 í Vetleifsholti, d. 7. september 1911.

Jónína Ágústa fór í fóstur 7 ára að Lindarbæ á Rangárvöllum, var hjú þar 1920.
Hún fluttist til Eyja 1923. Þau Magnús giftu sig 1928, voru á Svalbarði við fæðingu tvíburanna Kristínar og Þórunnar 1930, en komin í Mörk við Hásteinsvegi 13 í lok ársins. Þau bjuggu á Lundi 1934, í Árbæ, Brekastíg 7a 1940 og enn 1949. Þau fluttust til Keflavíkur um 1952 og bjuggu þar síðan, lengst á Hringbraut 61.
Magnús lést 1962. Jónína Ágústa dvaldi síðustu árin í þjónustuíbúðum aldraðra, en lést á Sjúkrahúsinu í Keflavík 1992.

Maður Jónínu Ágústu, (3. nóvember 1928), var Kristinn Magnús Kristjánsson verkamaður, sjómaður, f. 7. ágúst 1904 á Bergstöðum, síðast í Keflavík, d. 25. nóvember 1962.
Börn þeirra:
1. Kristín Magnúsdóttir, tvíburi, f. 25. mars 1930 á Svalbarði, d. 24. október 1994.
2. Þórunn Magnúsdóttir, tvíburi, húsfreyja, verkakona í Neskaupstað, f. 25. mars 1930 á Svalbarði, d. 15. febrúar 2013.
3. Margrét Ólafía Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 8. janúar 1932 í Eyjum, d. 1. mars 2007.
4. Guðni Reykdal Magnússon verkstjóri, umsjónarmaður, f. 28. mars 1935 í Eyjum.
Kjörbarn þeirra, sonur Þórunnar dóttur þeirra, er
5. Magnús Þór Magnússon, f. 15. janúar 1947.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.