„Herjólfur Guðjónsson (Oddsstöðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Herjólfur Guðjónsson (Oddsstöðum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd: 1951 b 1 AA.jpg|thumb|350px| ''Herjólfur Guðjónsson'']]
'''Herjólfur Guðjónsson''' frá [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]], verkstjóri fæddist 25. desember 1904 og fórst 31. janúar 1951.<br>
'''Herjólfur Guðjónsson''' frá [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]], verkstjóri fæddist 25. desember 1904 og fórst 31. janúar 1951.<br>
Foreldrar hans voru [[Guðjón Jónsson (Oddsstöðum)|Guðjón Jónsson]] bóndi og líkkistusmiður, f. 27. desember 1874, d. 25. október 1959, og fyrri kona hans [[Martea Guðlaug Pétursdóttir (Oddsstöðum)|Martea ''Guðlaug'' Pétursdóttir]] frá [[Þorlaugargerði]], f. 1. mars 1876, d. 24. júní 1921.<br>
Foreldrar hans voru [[Guðjón Jónsson (Oddsstöðum)|Guðjón Jónsson]] bóndi og líkkistusmiður, f. 27. desember 1874, d. 25. október 1959, og fyrri kona hans [[Martea Guðlaug Pétursdóttir (Oddsstöðum)|Martea ''Guðlaug'' Pétursdóttir]] frá [[Þorlaugargerði]], f. 1. mars 1876, d. 24. júní 1921.<br>

Útgáfa síðunnar 19. nóvember 2016 kl. 18:19

Herjólfur Guðjónsson

Herjólfur Guðjónsson frá Oddsstöðum, verkstjóri fæddist 25. desember 1904 og fórst 31. janúar 1951.
Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson bóndi og líkkistusmiður, f. 27. desember 1874, d. 25. október 1959, og fyrri kona hans Martea Guðlaug Pétursdóttir frá Þorlaugargerði, f. 1. mars 1876, d. 24. júní 1921.

Börn Guðjóns á Oddsstöðum og fyrri konu hans Marteu Guðlaugar Pétursdóttur voru.
1. Kristófer, f. 27. maí 1900, d. 11. apríl 1981.
2. Pétur, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982.
3. Jón, f. 2. ágúst 1903, d. 12 febrúar 1967.
4. Herjólfur, f. 25. desember 1904, d. 31. janúar 1951.
5. Fanný, f. 4. mars 1906, d. 26. nóvember 1994.
6. Njáll Guðjónsson, f. 31. mars 1907, d. 16. janúar 1909 samkv. dánarskrá, en skráður tveggja mánaða gamall þar.
7. Njála, f. 22. desember 1909, d. 16. apríl 1997.
8. Guðmundur, f. 28. janúar 1911, d. 18. desember 1969.
9. Árni Guðjónsson, f. 21. júní 1912, d. 2. júní 1923.
10. Ósk, f. 15. júlí 1914, d. 1. febrúar 2006.
11. Guðrún Guðjónsdóttir, f. 12. september 1915, d. 22. nóvember 1918.

Börn Guðjóns og síðari konu hans Guðrúnar Grímsdóttur húsfreyja, f. 10. júní 1888, d. 4. maí 1981.
12. Ingólfur, f. 7. febrúar 1917, d. 16. nóvember 1998.
13. Guðlaugur, f. 2. júní 1919, d. 2. júní 2008.
14. Árni, f. 12. mars 1923, d. 16. nóvember 2002.
15. Vilborg, f. 22. ágúst 1924, d. 8. maí 2015.
Fósturbörn Guðrúnar og Guðjóns voru:
16. Hjörleifur Guðnason, f. 5. júní 1925, d. 13. júní 2007, systursonur Guðrúnar.
17. Jóna Halldóra Pétursdóttir sonardóttir Guðjóns, f. 18. ágúst 1933.

Herjólfur var með foreldrum sínum í æsku. Hann stundaði sjómennsku, en varð síðan verkstjóri á ýmsum sviðum, var t.d. fyrsti verkstjóri við Þurrkhúsið, yfirverkstjóri í hraðfrystistöðinni Fiskur og ís, var yfir verki við byggingu Friðarhafnar, byggingu Vinnslustöðvarinnar og að síðustu við byggingu og viðhald flugvallarins í Eyjum og annarsstaðar á landinu. Hann var á leið með uppgjör ársins 1950 til Flugmálastjórnar, er hann fórst með Glitfaxa á Faxaflóa 31. janúar 1951.
Úr Bliki 1951: ,,Herjólfur Guðjónsson var traustur maður í hvívetna, verkséður með afbrigðum og skyldurækinn. Hann mátti í engu vamm sitt vita. Hann naut líka mikils trausts, og voru honum falin vandasöm verkefni til úrlausnar, sem hann leysti af hendi með sæmd.‟
Þau Guðbjört bjuggu á Oddsstöðum við giftingu sína í júlí 1932, en bjuggu á Brekku við skírn Bjarna á því ári.
Þau höfðu byggt Einland um 1934 og þar bjuggu þau síðan.
Herjólfur fórst 31. janúar 1951.

Kona Herjólfs, (1. júlí 1932), var Guðbjört Guðbjartsdóttir frá Grindavík, húsfreyja, f. 11. október 1906, d. 20. september 1997.
Börn þeirra:
1. Bjarni Herjólfsson flugumferðarstjóri, f. 19. júlí 1932 á Brekku, d. 3. júní 2004.
2. Guðbjartur Jóhann Herjólfsson verslunarmaður, f. 30. desember 1938 á Einlandi.
3. Guðjón Herjólfsson húsasmíðameistari, f. 23. mars 1941 á Einlandi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.