Guðjón Herjólfsson (Einlandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðjón Herjólfsson, frá Einlandi, trésmíðameistari fæddist 23. mars 1941.
Foreldrar hans Herjólfur Guðjónsson, frá Oddsstöðum, verkstjóri, f. 25. desember 1904, d. 31. janúar 1951, og kona hans Guðbjört Guðbjartsdóttir, frá Grindavík, húsfreyja, f. 11. október 1906, d. 20. september 1997.

Börn Guðbjartar og Herjólfs:
1. Bjarni Herjólfsson flugumferðarstjóri, f. 19. júlí 1932 á Brekku, d. 3. júní 2004.
2. Guðbjartur Jóhann Herjólfsson verslunarmaður, f. 30. desember 1938 á Einlandi.
3. Guðjón Herjólfsson, f. 23. mars 1941 á Einlandi.

Þau Jóhanna Sigríður giftu sig 1977, eignuðust þrjú börn.
Jóhanna lést 1990.
Þau Valborg giftu sig, eiga ekki börn saman, en hún á fjögur börn frá fyrra hjónabandi. Þau búa í Kópavogi.

I. Kona Guðjóns, (16. júlí 1977), var Jóhanna Sigríður Jónsdóttir, húsfreyja, einkaritari, f. 23. apríl 1943, d. 20. desember 1990. Foreldrar hennar Jón Jónsson Stefánsson, framkvæmdastjóri, f. 23. október 1907, d. 25. september 1989, og kona hans Ásta J. Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 7. júlí 1915, d. 18. janúar 2007.
Börn þeirra:
1. Ásta Júlía Guðjónsdóttir, f. 30. júní 1978.
2. Guðbjört Guðjónsdóttir, f. 9. október 1979.
3. Margrét Sigríður Guðjónsdóttir, f. 9. október 1979.

II. Kona Guðjóns er Valborg Ísleifsdóttir, f. 28. febrúar 1945. Foreldrar hennar Ísleifur Pálsson, f. 17. mars 1906, d. 26. desember 1992, og kona hans Guðrún Valmundsdóttir, f. 2. mars 1921, d. 19. febrúar 2015.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.