„Herfylkingin“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(11 millibreytingar ekki sýndar frá 4 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Herstofn.jpg|thumb|Fylking með Kohl í fararbroddi.]] | [[Mynd:Herstofn.jpg|thumb|Fylking með Kohl í fararbroddi.]] | ||
Sjá einnig: [[Saga Vestmannaeyja]].<br> | |||
Árið 1853, kom hingað til Vestmannaeyja nýr sýslumaður, danskur að ætt og uppruna. Hét maðurinn [[Andreas August von Kohl]], venjulega nefndur kapteinn Kohl meðal eyjaskeggja, því hann hafði kapteinsnafnbót úr danska hernum. Kapteinn Kohl varð snemma ljóst, að í Vestmannaeyjum væri grundvöllur fyrir því að stofna varnarsveit hers heimamanna, þar sem hér eimdi ennþá eftir af ótta fólks við sjóræningja, einkum Tyrki. Þá stóð Eyjamönnum stuggur af áhöfnum erlendra fiskiskipa sem oft gengu á land í Eyjum með yfirgangi og látum, enda engin lögregla eða yfirvald á staðnum sem hægt var að treysta á. Eyjamenn urðu því að treysta á sig sjálfa, og fékk hugmynd um stofnun herfylkingar hinar bestu undirtektir. | |||
Allir karlmenn frá 18 ára aldri til fertugs skyldu kallaðir í þennan nýja her Eyjamanna. Hvorki vopn né einkennisbúningur voru til staðar í Vestmannaeyjum, þannig að Kohl fór þess á leit við dönsku ríkisstjórnina árið 1855 að stjórnin samþykkti stofnun hersveitar í Eyjum ásamt því að dönsk yfirvöld sendu hingað vopn og aðrar nauðsynjar til að stofna hersveitina. Danska stjórnin tók erindinu vel og með konungsúrskurði 17. júní 1856 var ákveðið að veita 180[[Ríkisdalir| | Allir karlmenn frá 18 ára aldri til fertugs skyldu kallaðir í þennan nýja her Eyjamanna. Hvorki vopn né einkennisbúningur voru til staðar í Vestmannaeyjum, þannig að Kohl fór þess á leit við dönsku ríkisstjórnina árið 1855 að stjórnin samþykkti stofnun hersveitar í Eyjum ásamt því að dönsk yfirvöld sendu hingað vopn og aðrar nauðsynjar til að stofna hersveitina. Danska stjórnin tók erindinu vel og með konungsúrskurði 17. júní 1856 var ákveðið að veita 180 [[Ríkisdalir|ríkisdali]] fyrir árið 1856 til 1857 til vopnakaupa fyrir Vestmannaeyinga. Vopnin komu síðan með póstskipi um mitt sumar 1856. Um var að ræða 30 byssur ásamt skotfærum. Taldi Kapteinninn sendinguna ekki nægja, þannig að hann fór þess á leit við dönsku stjórnina að veittir yrðu 200 ríkisdalir árið eftir til frekari vopnakaupa. Kom viðbótarsendingin til Eyja sumarið 1857 og voru þá til byssur fyrir 60 fótgönguliða. Um var að ræða byssur sams konar þeim sem danski herinn notaði, rifflar með stingjum, og sverð í slíðrum fyrir alla yfirmenn, nægjanleg skotfæri og annar útbúnaður, eins og t.d. 60 leðurtöskur fyrir skotfærin. | ||
Þegar hér var komið sögu var Herfylking Vestmannaeyja formlega stofnuð og henni settar starfsreglur. Aðaltilgangur herfylkingarinnar var að veita árásum útlendinga | Þegar hér var komið sögu var Herfylking Vestmannaeyja formlega stofnuð og henni settar starfsreglur. Aðaltilgangur herfylkingarinnar var að veita árásum útlendinga viðnám ásamt því að halda uppi lögum og reglu í byggðarlaginu. Fljótlega hófust skipulegar heræfingar og var mannskapnum skipt upp í fjórar fimmtán manna fylkingar og hersveitinni sett yfirstjórn eða eins konar herráð. Þá voru einnig skipaðar tvær drengjadeildir fyrir drengi á aldrinum 8 - 16 ára. | ||
Liðsmenn voru allir skyldir til að lúta heraga og hlýða kalli, hvenær sem boðið var. Þá var þeim og skylt að sýna yfirmanni sínum tregðulausa hlýðni og hugsa vel um vopn sín og verjur. | Liðsmenn voru allir skyldir til að lúta heraga og hlýða kalli, hvenær sem boðið var. Þá var þeim og skylt að sýna yfirmanni sínum tregðulausa hlýðni og hugsa vel um vopn sín og verjur. | ||
Lína 14: | Lína 16: | ||
* ''Höfuðsmaður'' - [[Andreas August von Kohl]], sýslumaður. | * ''Höfuðsmaður'' - [[Andreas August von Kohl]], sýslumaður. | ||
* ''Yfirliðsforingi'' - [[J. P. T. Bryde|Johan P.T. Bryde]], kaupmaður. | * ''Yfirliðsforingi'' - [[J. P. T. Bryde|Johan P.T. Bryde]], kaupmaður. | ||
* ''Undirliðsforingi'' - [[Pétur Bjarnasen]], verslunarstjóri. | * ''Undirliðsforingi'' - [[Jóhann Pétur Benedikt Bjarnasen|Pétur Bjarnasen]], verslunarstjóri. | ||
* ''Yfirflokksforingi'' - [[Kristján Magnússon]], verslunarstjóri. | * ''Yfirflokksforingi'' - [[Kristján Magnússon]], verslunarstjóri. | ||
* ''Fánaberi'' - [[Magnús Austmann]], hreppstjóri að Nýjabæ. | * ''Fánaberi'' - [[Magnús Jónsson Austmann|Magnús Austmann]], hreppstjóri að [[Nýibær|Nýjabæ]]. | ||
Einnig voru skipaðir flokksforingjar fyrir hverja deild. Var [[Jón Salomonsson]] flokksforingi fyrstu deildar, [[Árni Diðriksson]], bóndi í [[Stakkagerði]], var yfir | Einnig voru skipaðir flokksforingjar fyrir hverja deild. Var [[Jón Jónsson Salomonsen (hafnsögumaður)|Jón Salomonsson]] flokksforingi fyrstu deildar, [[Árni Diðriksson]], bóndi í [[Stakkagerði]], var yfir annarri deild, [[Sigurður Gísli Gunnar Bjarnasen|Gísli Bjarnason]], verslunarmaður var flokksforingi yfir þriðju deild og [[Árni Einarsson (Vilborgarstöðum)|Árni Einarsson]], bóndi á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] og alþingismaður, stjórnaði fjórðu deild. [[Carl Wilhelm Roed|Carl Roed]], veitingamaður, og [[Lars Tranberg]], skipstjóri og hafnsögumaður, voru bumbuslagarar herfylkingarinnar. Til að halda vopnunum í góðu standi voru þeir [[Ólafur Guðmundsson (Kirkjubæ)|Ólafur Guðmundsson]] frá [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] og [[Matthías Markússon]], trésmíðameistari í [[Landlyst]], ráðnir sem vopnasmiðir. | ||
== Markmið herfylkingarinnar == | == Markmið herfylkingarinnar == | ||
Lína 24: | Lína 26: | ||
Kapteinn Kohl hafði ekki lítil né smá áform fyrir herfylkingu sína, sem hann hafði eytt öllum sínum tómstundum við að koma á fót í nokkur ár. | Kapteinn Kohl hafði ekki lítil né smá áform fyrir herfylkingu sína, sem hann hafði eytt öllum sínum tómstundum við að koma á fót í nokkur ár. | ||
Í fyrsta lagi var herfylkingunni ætlað að vera varnarsveit gegn árásum útlendinga svo sem erlendra fiskimanna, sem oft voru nærgöngulir hér á fiskimiðunum í kring og eyðilögðu veiðarfæri sjómanna. Reyndar kom aldrei til þess, að herfylkingin þyrfti að eiga í höggi við útlenda sjómenn, og var henni þakkað að erlendir sjómenn héldu sér meira í skefjum en áður. Í öðru lagi var herfylkingin hugsuð sem lögreglusveit til að halda uppi aga og reglu á eyjunni. Var einkum þörf á þessu á vertíðum og kauptíðum, þegar fjöldi manns safnaðist til eyjanna. Þessi voru sem sé tvö aðalmarkmið herfylkingarinnar. Þá var herfylkingin bindindishreyfing, þar sem menn urðu að gangast undir bindindisheit við inngöngu. Eggjaði Kohl liðsmenn herfylkingarinnar ljóst og leynt til þess að forðast drykkjuskap og óreglu, en | Í fyrsta lagi var herfylkingunni ætlað að vera varnarsveit gegn árásum útlendinga svo sem erlendra fiskimanna, sem oft voru nærgöngulir hér á fiskimiðunum í kring og eyðilögðu veiðarfæri sjómanna. Reyndar kom aldrei til þess, að herfylkingin þyrfti að eiga í höggi við útlenda sjómenn, og var henni þakkað að erlendir sjómenn héldu sér meira í skefjum en áður. Í öðru lagi var herfylkingin hugsuð sem lögreglusveit til að halda uppi aga og reglu á eyjunni. Var einkum þörf á þessu á vertíðum og kauptíðum, þegar fjöldi manns safnaðist til eyjanna. Þessi voru sem sé tvö aðalmarkmið herfylkingarinnar. Þá var herfylkingin bindindishreyfing, þar sem menn urðu að gangast undir bindindisheit við inngöngu. Eggjaði Kohl liðsmenn herfylkingarinnar ljóst og leynt til þess að forðast drykkjuskap og óreglu, en mikið orð fór af slíku hér, einkum á vertíðum. | ||
Var hver sá brottrækur úr herfylkingunni, sem gerðist sekur um ítrekaðan drykkjuskap, og breyttust fljótlega drykkjusiðir Eyjamanna mjög til bóta, enda flestir vopnfærir menn í þorpinu á aldrinum 18 - 40 ára meðlimir í fylkingunni. Beitti Kohl sér m.a. fyrir opnun veitingahúss hér, þar sem í stað vínveitinga voru aðallega kaffi- og matarveitingar á vægu verði. | Var hver sá brottrækur úr herfylkingunni, sem gerðist sekur um ítrekaðan drykkjuskap, og breyttust fljótlega drykkjusiðir Eyjamanna mjög til bóta, enda flestir vopnfærir menn í þorpinu á aldrinum 18 - 40 ára meðlimir í fylkingunni. Beitti Kohl sér m.a. fyrir opnun veitingahúss hér, þar sem í stað vínveitinga voru aðallega kaffi- og matarveitingar á vægu verði. | ||
Lína 38: | Lína 40: | ||
Til hergöngu og æfinga var boðað með því að draga fána að hún á þinghúsinu, og söfnuðust liðsmenn herfylkingarinnar saman fyrir framan það. Voru æfingar í hverri viku, einu sinni eða tvisvar, en besti tími til æfinga var seinni hluti sumars eftir að heyskap og öðrum aðalönnum var lokið, og fyrri hluta vetrar, áður en vertíð og vertíðarundirbúningur hófst. | Til hergöngu og æfinga var boðað með því að draga fána að hún á þinghúsinu, og söfnuðust liðsmenn herfylkingarinnar saman fyrir framan það. Voru æfingar í hverri viku, einu sinni eða tvisvar, en besti tími til æfinga var seinni hluti sumars eftir að heyskap og öðrum aðalönnum var lokið, og fyrri hluta vetrar, áður en vertíð og vertíðarundirbúningur hófst. | ||
Fylkt var liði í fjórar raðir, eins og flokkarnir voru margir, en síðan hófst herganga inn á æfingasvæðið, flatirnar við Brimhóla, þar sem nú er Íþróttamiðstöðin, | Fylkt var liði í fjórar raðir, eins og flokkarnir voru margir, en síðan hófst herganga inn á æfingasvæðið, flatirnar við [[Brimhólar|Brimhóla]], þar sem nú er [[Íþróttamiðstöðin]], [[Illugagata]]n og umhverfið þar í kring. Fór hergangan skipulega fram með lúðrablæstri, bumbuslætti, og allra handa merkjamáli, þar sem táknað var, hvað gera skyldi. Við Brimhóla hófust svo alls kyns æfingar í vopnaburði, vopnfimi og skotfimi, og stóðu þær yfir í 2 - 4 klukkustundir í senn. Komst fljótlega hið ágætasta skipulag á hersveitina, og þóttu Eyjamenn vaskir og dugmiklir hermenn. | ||
Stundum lét Kohl skipta liðinu og sveitirnar leggja til | Stundum lét Kohl skipta liðinu og sveitirnar leggja til orustu, hverja við aðra, við klettaborgir og hóla. Bjó varnarliðið sér þar vígi og víggirti með tunnum og sandpokum, en sóknarliðið sótti að af miklum krafti. Hófst þá áköf skothríð, högl að vísu ekki höfð í byssunum, heldur aðeins púður. Reyndi sóknarliðið að hrekja hina úr víginu, og kom þá oft til handalögmála. Þá gat verið ráðlegt fyrir varnarliðið að kveikja í tjörutunnum, sem hlaðið var fyrir framan til þess að bægja hinum frá um stund. Þegar lítill flokkur var umkringdur af stærri flokki, skyldi sá minni þegar gefast upp, en ekki etja kappi við hinn, þegar fyrirsjáanlegt var, að ekki kæmi að gagni. | ||
=== Skemmtun fyrir alla === | === Skemmtun fyrir alla === | ||
Slys urðu aldrei við æfingar, þótt oft gengi mikið á, enda liðsmenn vel æfðir og ýmsu vanir. Fjöldi áhorfenda, einkum konur og eldri menn, | Slys urðu aldrei við æfingar, þótt oft gengi mikið á, enda liðsmenn vel æfðir og ýmsu vanir. Fjöldi áhorfenda, einkum konur og eldri menn, naut þess að horfa á og fylgjast með æfingunum, sem þóttu hin mesta skemmtun. Þá voru oft sérstakar skemmtigöngur á sunnudögum hjá herfylkingunni, og jafnvel útiskemmtanir í Herjólfsdal, sem Eyjabúar tóku almennt þátt í. | ||
== Endalok herfylkingarinnar == | == Endalok herfylkingarinnar == | ||
Lína 49: | Lína 51: | ||
=== Sígur á ógæfuhliðina === | === Sígur á ógæfuhliðina === | ||
Við fráfall kapteinsins mæta fór fljótlega að síga á ógæfuhliðina hjá herfylkingunni, þrátt fyrir áhuga og dugnað hins nýja stjórnanda hennar. Varð ýmislegt til þess að flýta fyrir endalokum fylkingarinnar, svo sem stöðugur fjárskortur, svo að hægt væri að sjá um hirðingu vopna og endurnýjun þeirra. Mikill tími fór í æfingar, og kann það einnig hafa valdið því, að liðsmönnum fór stöðugt fækkandi vegna | Við fráfall kapteinsins mæta fór fljótlega að síga á ógæfuhliðina hjá herfylkingunni, þrátt fyrir áhuga og dugnað hins nýja stjórnanda hennar. Varð ýmislegt til þess að flýta fyrir endalokum fylkingarinnar, svo sem stöðugur fjárskortur, svo að hægt væri að sjá um hirðingu vopna og endurnýjun þeirra. Mikill tími fór í æfingar, og kann það einnig hafa valdið því, að liðsmönnum fór stöðugt fækkandi vegna anna til sjós og lands. Þá urðu hér sjóslys mikil milli 1860 og 1870 og áttu sinn þátt í því, að liðsmenn herfylkingarinnar týndu smám saman tölunni. Sýndu foringjar sveitarinnar samt sem áður mikinn áhuga á þessum árum og reyndu að fylla í skörðin með nýjum mönnum. En allt kom fyrir ekki, endalok herfylkingarinnar voru skammt undan. | ||
=== Pétur Bjarnasen fylkingarstjóri deyr === | === Pétur Bjarnasen fylkingarstjóri deyr === | ||
Með fráfalli Péturs Bjarnasen fylkingarstjóra mátti segja, að herfylkingin væri því sem næst úr sögunni. Kom herfylkingin seinast saman undir vopnum við jarðarför Péturs, 7.maí 1869 til að sýna foringja | Með fráfalli Péturs Bjarnasen, fylkingarstjóra, mátti segja, að herfylkingin væri því sem næst úr sögunni. Kom herfylkingin seinast saman undir vopnum við jarðarför Péturs, 7. maí 1869 til að sýna foringja sínum hinsta sóma. Eftirmenn Péturs náðu ekki að stöðva þá hnignun, sem þegar var hafin í starfi herfylkingarinnar. Eitthvað héldu æfingar áfram um tíma, en smám saman var þeim hætt og saga herfylkingarinnar öll. | ||
== Eftirmæli == | == Eftirmæli == | ||
Eyjamenn minntust lengi með stolti og söknuði herfylkingar sinnar og þess svips, sem setti á héraðið og þjóðlíf Eyjabúa. Herfylkingin var fyrsti skipulagði félagsskapurinn í Vestmannaeyjum, þar sem félagssamtök hvers konar, eins og nú tíðkast, voru óþekkt fyrirbrigði. Eyjaskeggjum varð e.t.v. ljósara en áður, hverju þeir gætu áorkað með því að vinna saman að sameiginlegum hagsmunamálum. Með sameiginlegu átaki, góðu skipulagi og reglu, væri hægt að koma ýmsum málum byggðarlagsins í betra horf. | Eyjamenn minntust lengi með stolti og söknuði herfylkingar sinnar og þess svips, sem hún setti á héraðið og þjóðlíf Eyjabúa. Herfylkingin var fyrsti skipulagði félagsskapurinn í Vestmannaeyjum, þar sem félagssamtök hvers konar, eins og nú tíðkast, voru óþekkt fyrirbrigði. Eyjaskeggjum varð e.t.v. ljósara en áður, hverju þeir gætu áorkað með því að vinna saman að sameiginlegum hagsmunamálum. Með sameiginlegu átaki, góðu skipulagi og reglu, væri hægt að koma ýmsum málum byggðarlagsins í betra horf. | ||
Lögum og reglum var nú framfylgt með meiri árangri en áður, og Eyjamenn vöknuðu nú til meðvitundar um ýmislegt, sem þeim hafði verið hulið áður. | Lögum og reglum var nú framfylgt með meiri árangri en áður, og Eyjamenn vöknuðu nú til meðvitundar um ýmislegt, sem þeim hafði verið hulið áður. | ||
Lína 67: | Lína 69: | ||
:(Lokaerindi úr baráttusöng Herfylkingarinnar, höfundur ókunnur) | :(Lokaerindi úr baráttusöng Herfylkingarinnar, höfundur ókunnur) | ||
</div> | </div> | ||
[[Flokkur:Saga]] |
Núverandi breyting frá og með 19. febrúar 2017 kl. 16:02
Sjá einnig: Saga Vestmannaeyja.
Árið 1853, kom hingað til Vestmannaeyja nýr sýslumaður, danskur að ætt og uppruna. Hét maðurinn Andreas August von Kohl, venjulega nefndur kapteinn Kohl meðal eyjaskeggja, því hann hafði kapteinsnafnbót úr danska hernum. Kapteinn Kohl varð snemma ljóst, að í Vestmannaeyjum væri grundvöllur fyrir því að stofna varnarsveit hers heimamanna, þar sem hér eimdi ennþá eftir af ótta fólks við sjóræningja, einkum Tyrki. Þá stóð Eyjamönnum stuggur af áhöfnum erlendra fiskiskipa sem oft gengu á land í Eyjum með yfirgangi og látum, enda engin lögregla eða yfirvald á staðnum sem hægt var að treysta á. Eyjamenn urðu því að treysta á sig sjálfa, og fékk hugmynd um stofnun herfylkingar hinar bestu undirtektir.
Allir karlmenn frá 18 ára aldri til fertugs skyldu kallaðir í þennan nýja her Eyjamanna. Hvorki vopn né einkennisbúningur voru til staðar í Vestmannaeyjum, þannig að Kohl fór þess á leit við dönsku ríkisstjórnina árið 1855 að stjórnin samþykkti stofnun hersveitar í Eyjum ásamt því að dönsk yfirvöld sendu hingað vopn og aðrar nauðsynjar til að stofna hersveitina. Danska stjórnin tók erindinu vel og með konungsúrskurði 17. júní 1856 var ákveðið að veita 180 ríkisdali fyrir árið 1856 til 1857 til vopnakaupa fyrir Vestmannaeyinga. Vopnin komu síðan með póstskipi um mitt sumar 1856. Um var að ræða 30 byssur ásamt skotfærum. Taldi Kapteinninn sendinguna ekki nægja, þannig að hann fór þess á leit við dönsku stjórnina að veittir yrðu 200 ríkisdalir árið eftir til frekari vopnakaupa. Kom viðbótarsendingin til Eyja sumarið 1857 og voru þá til byssur fyrir 60 fótgönguliða. Um var að ræða byssur sams konar þeim sem danski herinn notaði, rifflar með stingjum, og sverð í slíðrum fyrir alla yfirmenn, nægjanleg skotfæri og annar útbúnaður, eins og t.d. 60 leðurtöskur fyrir skotfærin.
Þegar hér var komið sögu var Herfylking Vestmannaeyja formlega stofnuð og henni settar starfsreglur. Aðaltilgangur herfylkingarinnar var að veita árásum útlendinga viðnám ásamt því að halda uppi lögum og reglu í byggðarlaginu. Fljótlega hófust skipulegar heræfingar og var mannskapnum skipt upp í fjórar fimmtán manna fylkingar og hersveitinni sett yfirstjórn eða eins konar herráð. Þá voru einnig skipaðar tvær drengjadeildir fyrir drengi á aldrinum 8 - 16 ára.
Liðsmenn voru allir skyldir til að lúta heraga og hlýða kalli, hvenær sem boðið var. Þá var þeim og skylt að sýna yfirmanni sínum tregðulausa hlýðni og hugsa vel um vopn sín og verjur.
Engir sérstakir einkennisbúningar voru í eigu óbreyttra liðsmanna, en allir báru þeir einkennishúfu með rauðri doppu fyrir ofan skyggnið.
Herráðið var þannig skipað:
- Höfuðsmaður - Andreas August von Kohl, sýslumaður.
- Yfirliðsforingi - Johan P.T. Bryde, kaupmaður.
- Undirliðsforingi - Pétur Bjarnasen, verslunarstjóri.
- Yfirflokksforingi - Kristján Magnússon, verslunarstjóri.
- Fánaberi - Magnús Austmann, hreppstjóri að Nýjabæ.
Einnig voru skipaðir flokksforingjar fyrir hverja deild. Var Jón Salomonsson flokksforingi fyrstu deildar, Árni Diðriksson, bóndi í Stakkagerði, var yfir annarri deild, Gísli Bjarnason, verslunarmaður var flokksforingi yfir þriðju deild og Árni Einarsson, bóndi á Vilborgarstöðum og alþingismaður, stjórnaði fjórðu deild. Carl Roed, veitingamaður, og Lars Tranberg, skipstjóri og hafnsögumaður, voru bumbuslagarar herfylkingarinnar. Til að halda vopnunum í góðu standi voru þeir Ólafur Guðmundsson frá Kirkjubæ og Matthías Markússon, trésmíðameistari í Landlyst, ráðnir sem vopnasmiðir.
Markmið herfylkingarinnar
Kapteinn Kohl hafði ekki lítil né smá áform fyrir herfylkingu sína, sem hann hafði eytt öllum sínum tómstundum við að koma á fót í nokkur ár.
Í fyrsta lagi var herfylkingunni ætlað að vera varnarsveit gegn árásum útlendinga svo sem erlendra fiskimanna, sem oft voru nærgöngulir hér á fiskimiðunum í kring og eyðilögðu veiðarfæri sjómanna. Reyndar kom aldrei til þess, að herfylkingin þyrfti að eiga í höggi við útlenda sjómenn, og var henni þakkað að erlendir sjómenn héldu sér meira í skefjum en áður. Í öðru lagi var herfylkingin hugsuð sem lögreglusveit til að halda uppi aga og reglu á eyjunni. Var einkum þörf á þessu á vertíðum og kauptíðum, þegar fjöldi manns safnaðist til eyjanna. Þessi voru sem sé tvö aðalmarkmið herfylkingarinnar. Þá var herfylkingin bindindishreyfing, þar sem menn urðu að gangast undir bindindisheit við inngöngu. Eggjaði Kohl liðsmenn herfylkingarinnar ljóst og leynt til þess að forðast drykkjuskap og óreglu, en mikið orð fór af slíku hér, einkum á vertíðum.
Var hver sá brottrækur úr herfylkingunni, sem gerðist sekur um ítrekaðan drykkjuskap, og breyttust fljótlega drykkjusiðir Eyjamanna mjög til bóta, enda flestir vopnfærir menn í þorpinu á aldrinum 18 - 40 ára meðlimir í fylkingunni. Beitti Kohl sér m.a. fyrir opnun veitingahúss hér, þar sem í stað vínveitinga voru aðallega kaffi- og matarveitingar á vægu verði.
Herfylkingin var einnig eins konar íþróttahreyfing, líklega einhver fyrsti félagsskapur hér á landi, sem skipulagður var sem slíkur. Var lögð áhersla á ýmsar íþróttir og líkamsiðkanir á reglulegum heræfingum fylkingarinnar til þess að auka og efla líkamshreysti liðsmanna hennar. Taldi Kohl kapteinn, að samfelldur agi og þjálfun kæmi Eyjamönnum og að gagni í störfum þeirra til sjós og lands.
Enn eitt markmið herfylkingarinnar var að stuðla að almennri uppfræðslu liðsmanna fylkingarinnar. Kohl útvegaði ýmsar bækur um hermennsku, en einnig almennar fræðibækur og sögur, sem hermenn hans áttu greiðan aðgang að. Eignaðist sveitin safn bóka, sem varð fyrsti vísir að almenningsbókasafni hér. Var Kohl ólatur við að hvetja menn sína til að nota safnið, lesa bækurnar og æfa sig í skrift og reikningi í frístundum sínum. Herfylkingin var því að þessu leyti lík nútíma skóla, þar sem lögð var áhersla á að menn gætu æft sig í lestri, skrift og reikningi.
Æfingar herfylkingarinnar
Aðalaðsetur herfylkingarinnar var í þinghúsi Vestmannaeyja, sem Kohl sýslumaður kom upp af miklum áhuga og dugnaði. Í þinghúsinu voru geymd ritföng og bækur, en einnig var húsið notað sem vopnabúr.
Til hergöngu og æfinga var boðað með því að draga fána að hún á þinghúsinu, og söfnuðust liðsmenn herfylkingarinnar saman fyrir framan það. Voru æfingar í hverri viku, einu sinni eða tvisvar, en besti tími til æfinga var seinni hluti sumars eftir að heyskap og öðrum aðalönnum var lokið, og fyrri hluta vetrar, áður en vertíð og vertíðarundirbúningur hófst.
Fylkt var liði í fjórar raðir, eins og flokkarnir voru margir, en síðan hófst herganga inn á æfingasvæðið, flatirnar við Brimhóla, þar sem nú er Íþróttamiðstöðin, Illugagatan og umhverfið þar í kring. Fór hergangan skipulega fram með lúðrablæstri, bumbuslætti, og allra handa merkjamáli, þar sem táknað var, hvað gera skyldi. Við Brimhóla hófust svo alls kyns æfingar í vopnaburði, vopnfimi og skotfimi, og stóðu þær yfir í 2 - 4 klukkustundir í senn. Komst fljótlega hið ágætasta skipulag á hersveitina, og þóttu Eyjamenn vaskir og dugmiklir hermenn.
Stundum lét Kohl skipta liðinu og sveitirnar leggja til orustu, hverja við aðra, við klettaborgir og hóla. Bjó varnarliðið sér þar vígi og víggirti með tunnum og sandpokum, en sóknarliðið sótti að af miklum krafti. Hófst þá áköf skothríð, högl að vísu ekki höfð í byssunum, heldur aðeins púður. Reyndi sóknarliðið að hrekja hina úr víginu, og kom þá oft til handalögmála. Þá gat verið ráðlegt fyrir varnarliðið að kveikja í tjörutunnum, sem hlaðið var fyrir framan til þess að bægja hinum frá um stund. Þegar lítill flokkur var umkringdur af stærri flokki, skyldi sá minni þegar gefast upp, en ekki etja kappi við hinn, þegar fyrirsjáanlegt var, að ekki kæmi að gagni.
Skemmtun fyrir alla
Slys urðu aldrei við æfingar, þótt oft gengi mikið á, enda liðsmenn vel æfðir og ýmsu vanir. Fjöldi áhorfenda, einkum konur og eldri menn, naut þess að horfa á og fylgjast með æfingunum, sem þóttu hin mesta skemmtun. Þá voru oft sérstakar skemmtigöngur á sunnudögum hjá herfylkingunni, og jafnvel útiskemmtanir í Herjólfsdal, sem Eyjabúar tóku almennt þátt í.
Endalok herfylkingarinnar
Um árslokin 1859 hafði Kohl sýslumaður fengið loforð hjá stjórninni um embætti í Danmörku, og valdi hann nú eftirmann sinn sem æðsta yfirmann herfylkingarinnar, Pétur nokkurn Bjarnasen verslunarstjóra. Ekkert varð hins vegar úr flutningum sýslumannsins til Danmerkur, því hann andaðist skyndilega hér úr slagi 22. janúar 1860. Var Kohl grafinn hér í kirkjugarðinum með mikilli viðhöfn og reistu Eyjamenn minnisvarða á leiði hans í þakklætis- og virðingarskyni.
Sígur á ógæfuhliðina
Við fráfall kapteinsins mæta fór fljótlega að síga á ógæfuhliðina hjá herfylkingunni, þrátt fyrir áhuga og dugnað hins nýja stjórnanda hennar. Varð ýmislegt til þess að flýta fyrir endalokum fylkingarinnar, svo sem stöðugur fjárskortur, svo að hægt væri að sjá um hirðingu vopna og endurnýjun þeirra. Mikill tími fór í æfingar, og kann það einnig hafa valdið því, að liðsmönnum fór stöðugt fækkandi vegna anna til sjós og lands. Þá urðu hér sjóslys mikil milli 1860 og 1870 og áttu sinn þátt í því, að liðsmenn herfylkingarinnar týndu smám saman tölunni. Sýndu foringjar sveitarinnar samt sem áður mikinn áhuga á þessum árum og reyndu að fylla í skörðin með nýjum mönnum. En allt kom fyrir ekki, endalok herfylkingarinnar voru skammt undan.
Pétur Bjarnasen fylkingarstjóri deyr
Með fráfalli Péturs Bjarnasen, fylkingarstjóra, mátti segja, að herfylkingin væri því sem næst úr sögunni. Kom herfylkingin seinast saman undir vopnum við jarðarför Péturs, 7. maí 1869 til að sýna foringja sínum hinsta sóma. Eftirmenn Péturs náðu ekki að stöðva þá hnignun, sem þegar var hafin í starfi herfylkingarinnar. Eitthvað héldu æfingar áfram um tíma, en smám saman var þeim hætt og saga herfylkingarinnar öll.
Eftirmæli
Eyjamenn minntust lengi með stolti og söknuði herfylkingar sinnar og þess svips, sem hún setti á héraðið og þjóðlíf Eyjabúa. Herfylkingin var fyrsti skipulagði félagsskapurinn í Vestmannaeyjum, þar sem félagssamtök hvers konar, eins og nú tíðkast, voru óþekkt fyrirbrigði. Eyjaskeggjum varð e.t.v. ljósara en áður, hverju þeir gætu áorkað með því að vinna saman að sameiginlegum hagsmunamálum. Með sameiginlegu átaki, góðu skipulagi og reglu, væri hægt að koma ýmsum málum byggðarlagsins í betra horf.
Lögum og reglum var nú framfylgt með meiri árangri en áður, og Eyjamenn vöknuðu nú til meðvitundar um ýmislegt, sem þeim hafði verið hulið áður.
- Við skulum sýna að ljúft oss er að láta líf og blóð.
- Hina aðra vesla menn, sem voga ekki með,
- Við skulum vernda voða frá og varna við ófrið,
- Sjötíu saman við er sérlegt hjálparlið.
- Húrra! Húrra! Húrra!
- (Lokaerindi úr baráttusöng Herfylkingarinnar, höfundur ókunnur)