„Blik 1965/Söfnin í Eyjum, II. hluti“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Blik 1965/Söfnin í Eyjum, II. hluti“ [edit=sysop:move=sysop]) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 5: | Lína 5: | ||
<center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center> | |||
< | |||
< | <big><big><big><big><big><center>Söfnin í Eyjum</center></big></big></big></big></big> | ||
<big>< | <center>(2. hluti)</center> | ||
<big><big><center>''E. Fiskasafnið''</center></big> | |||
Á árunum 1960—1962 hafði ég látið setja upp 3 eða 4 fiska. Síðan stillti ég þeim út almenningi til sýnis hér í bænum. Þeir vöktu þegar áhuga Eyjafólks og kveiktu með því þá hugsjón, að koma hér á stofn sem allra fjölþættustu fiskasafni í stærstu verstöð landsins. Árangurinn af þessu samstarfi mínu við almenning í bænum finnst mér svo undraverður og Eyjafólki til svo mikils sóma í nútíð og framtíð, að ég tel það sjálfsagt að verja nokkru rúmi í ritinu til greinargerðar um allt þetta starf, fjárfórnir bæjarbúa og ómetanlegan þátt sjómannastéttarinnar í bænum til eflingar safninu okkar og viðgangs. <br> | Á árunum 1960—1962 hafði ég látið setja upp 3 eða 4 fiska. Síðan stillti ég þeim út almenningi til sýnis hér í bænum. Þeir vöktu þegar áhuga Eyjafólks og kveiktu með því þá hugsjón, að koma hér á stofn sem allra fjölþættustu fiskasafni í stærstu verstöð landsins. Árangurinn af þessu samstarfi mínu við almenning í bænum finnst mér svo undraverður og Eyjafólki til svo mikils sóma í nútíð og framtíð, að ég tel það sjálfsagt að verja nokkru rúmi í ritinu til greinargerðar um allt þetta starf, fjárfórnir bæjarbúa og ómetanlegan þátt sjómannastéttarinnar í bænum til eflingar safninu okkar og viðgangs. <br> | ||
Lína 42: | Lína 46: | ||
26. Kolmunni. <br> | 26. Kolmunni. <br> | ||
: | <center>[[Mynd: 1965 b 230 AA.jpg|ctr|400px]]</center> | ||
<center>''Kólguflekkur (Pagellus Centrodontus).</center> | |||
27. Kólguflekkur (Pagellus Centrodontus). „Kólguflekkur er ekki við Ísland“, stendur í merkri fiskafræði. Og víst var þetta svo til ársins 1961, en þá veiddist fyrsti kólguflekkurinn hér við Eyjar. Hann kom í dragnót á 80 m dýpi, austur af [[Stakkar|Stökkum]]. [[Guðmundur Tómasson]], skipstjóri, gaf safninu. Í fyrra veiddist síðan annar kólguflekkurinn austur af [[Stakkabót]], í [[Þríhamradjúp|Þríhamradjúpi]], á 120—140 m dýpi. Þá veiddist hann í humarnót. [[Þórarinn Eiríksson]], skipstjóri frá [[Dvergasteinn|Dvergasteini]] hér, gaf safninu. Báða þessa kólguflekki höfum við látið setja upp og höfum til sýnis almenningi. Heimkynni: Miðjarðarhafið, strendur Spánar, Frakklands og Englands. <br> | 27. Kólguflekkur (Pagellus Centrodontus). „Kólguflekkur er ekki við Ísland“, stendur í merkri fiskafræði. Og víst var þetta svo til ársins 1961, en þá veiddist fyrsti kólguflekkurinn hér við Eyjar. Hann kom í dragnót á 80 m dýpi, austur af [[Stakkar|Stökkum]]. [[Guðmundur Tómasson]], skipstjóri, gaf safninu. Í fyrra veiddist síðan annar kólguflekkurinn austur af [[Stakkabót]], í [[Þríhamradjúp|Þríhamradjúpi]], á 120—140 m dýpi. Þá veiddist hann í humarnót. [[Þórarinn Eiríksson]], skipstjóri frá [[Dvergasteinn|Dvergasteini]] hér, gaf safninu. Báða þessa kólguflekki höfum við látið setja upp og höfum til sýnis almenningi. Heimkynni: Miðjarðarhafið, strendur Spánar, Frakklands og Englands. <br> | ||
Lína 52: | Lína 59: | ||
31. Litlabromsa. (Hreisturkeila). Gefandi: [[Árni Guðmunsson vélstjóri|Árni Guðmundsson]] frá [[Hlíð]]. <br> | 31. Litlabromsa. (Hreisturkeila). Gefandi: [[Árni Guðmunsson vélstjóri|Árni Guðmundsson]] frá [[Hlíð]]. <br> | ||
: | <center>[[Mynd: 1965 b 230 BB.jpg|ctr|400px]]</center> | ||
<center>''Litli-loðháfur.''</center> | |||
<center>[[Mynd: 1965 b 231 A.jpg|ctr|400px]]</center> | |||
<center>''Lúsiferar þrír á Náttúrugripasafni Eyjabúa.''</center> | |||
32. Litli-loðháfur. <br> | 32. Litli-loðháfur. <br> | ||
33. Litli-mjóri. <br> | 33. Litli-mjóri. <br> | ||
34. Litli-sogfiskur. <br> | 34. Litli-sogfiskur. <br> | ||
35. Lúsifer. Þessi sérkennilegi fiskur hefur alltaf verið mjög sjaldgæfur og hans helzt orðið vart áður hér við Eyjar, eftir því sem Bj. Sæmundsson segir. Við eigum á safninu okkar 4 lúsifera, sem veiðzt hafa hér við Eyjar á undanförnum 4 árum. Gefendur eru skipstjórarnir [[Sveinn Matthíasson]], [[Sigurður Sigurjónsson]] og [[Grétar Þorgilsson]] og skipshöfnin á [[Ingþór VE-|v/b Ingþór]]. Þeir hafa allir veiðzt í dragnót eða humarnót djúpt við suðurströndina. <br> | 35. Lúsifer. Þessi sérkennilegi fiskur hefur alltaf verið mjög sjaldgæfur og hans helzt orðið vart áður hér við Eyjar, eftir því sem Bj. Sæmundsson segir. Við eigum á safninu okkar 4 lúsifera, sem veiðzt hafa hér við Eyjar á undanförnum 4 árum. Gefendur eru skipstjórarnir [[Sveinn Matthíasson]], [[Sigurður Sigurjónsson]] og [[Grétar Þorgilsson]] og skipshöfnin á [[Ingþór VE-|v/b Ingþór]]. Þeir hafa allir veiðzt í dragnót eða humarnót djúpt við suðurströndina. <br> | ||
36. Lýr. Þessi fiskur hafði sjaldan veiðzt hér fyrir 40 árum eða svo. Nú á seinni árum höfum við átt kost á örfáum fiskum. <br> | 36. Lýr. Þessi fiskur hafði sjaldan veiðzt hér fyrir 40 árum eða svo. Nú á seinni árum höfum við átt kost á örfáum fiskum. <br> | ||
Lína 78: | Lína 89: | ||
46. Sexstrendingur. <br> | 46. Sexstrendingur. <br> | ||
: | <center>[[Mynd: 1965 b 232 A.jpg|ctr|300px]]</center> | ||
<center>''Silfurbrami.''</center> | |||
47. Silfurbrami. Þennan óvenjulega fisk veiddu þeir „Holtsbræður“ á [[Von VE-113|v/b Von]] sumarið 1960. Þetta er fyrsti fiskurinn, sem settur var upp fyrir Náttúrugripasafn Eyjabúa. Fiskifræðingar fjölluðu um þennan óvenjulega fund. Þeir þekktu hann ekki og virtust hafa nokkuð fyrir því að finna fiskifræðibækur, þar sem hans er getið. Loks datt einn þeirra ofan á þýzka fiskabók, að mér skildist, þar sem var mynd af fiskinum. Hann er þar talinn bramaættar og fullyrt, að einungis 13 fiskar af þessari tegund hafi veiðzt í Norður-Atlantshafinu, svo að vitað sé. Á latínu heitir fiskurinn Pterycombus brama. Hans hefur orðið vart við Noregsstrendur, sérstaklega norðarlega. Einnig við vesturströnd Svíþjóðar. Silfurbraminn (eins og nafn I.Ó. er á honum, því að hann bar ekkert íslenzkt nafn áður) getur orðið um 50 sm á lengd. Okkar er 46 sm langur. Þessi fiskur á heima á heitustu svæðum Atlantshafsins. Fiskurinn veiddist í þorskanet. Hafði festst á sporðinum, sem ekki er alveg óskaddaður síðan. <br> | 47. Silfurbrami. Þennan óvenjulega fisk veiddu þeir „Holtsbræður“ á [[Von VE-113|v/b Von]] sumarið 1960. Þetta er fyrsti fiskurinn, sem settur var upp fyrir Náttúrugripasafn Eyjabúa. Fiskifræðingar fjölluðu um þennan óvenjulega fund. Þeir þekktu hann ekki og virtust hafa nokkuð fyrir því að finna fiskifræðibækur, þar sem hans er getið. Loks datt einn þeirra ofan á þýzka fiskabók, að mér skildist, þar sem var mynd af fiskinum. Hann er þar talinn bramaættar og fullyrt, að einungis 13 fiskar af þessari tegund hafi veiðzt í Norður-Atlantshafinu, svo að vitað sé. Á latínu heitir fiskurinn Pterycombus brama. Hans hefur orðið vart við Noregsstrendur, sérstaklega norðarlega. Einnig við vesturströnd Svíþjóðar. Silfurbraminn (eins og nafn I.Ó. er á honum, því að hann bar ekkert íslenzkt nafn áður) getur orðið um 50 sm á lengd. Okkar er 46 sm langur. Þessi fiskur á heima á heitustu svæðum Atlantshafsins. Fiskurinn veiddist í þorskanet. Hafði festst á sporðinum, sem ekki er alveg óskaddaður síðan. <br> | ||
Lína 111: | Lína 125: | ||
''Yfirlit yfir tekjur og gjöld Náttúrugripasafns Eyjabúa frá | |||
''októberlokum 1962—31. desember 1964.'' | |||
''októberlokum 1962—31. desember 1964.'' | |||
{|{{Prettytable}} | {|{{Prettytable}} | ||
|- | |- | ||
Lína 161: | Lína 174: | ||
|Tekjur alls|| kr. 159.091,57 | |Tekjur alls|| kr. 159.091,57 | ||
|} | |} | ||
Þessir einstaklingar og fyrirtæki hafa gefið til Náttúrugripasafns Eyjabúa kr. 200,00 eða meira á árunum 1962—1964. | |||
{|{{Prettytable}} | {|{{Prettytable}} | ||
|- | |- | ||
Lína 274: | Lína 284: | ||
Ef Bliki verður lengra lífs auðið í mínum höndum, kem ég að ýmsu fleiru í Náttúrugripasafninu. Viðgangur þess og gengi er undir áhuga Eyjafólks komið, og þessi greinargerð mín er m.a. ætluð því marki að halda honum við, svo að ekki leggist doði eða deyfð yfir starfið. Við Eyjamenn eigum að ala með okkur metnað fyrir sóma byggðarlagsins. | Ef Bliki verður lengra lífs auðið í mínum höndum, kem ég að ýmsu fleiru í Náttúrugripasafninu. Viðgangur þess og gengi er undir áhuga Eyjafólks komið, og þessi greinargerð mín er m.a. ætluð því marki að halda honum við, svo að ekki leggist doði eða deyfð yfir starfið. Við Eyjamenn eigum að ala með okkur metnað fyrir sóma byggðarlagsins. | ||
<big>''A. Skanzinn — fáir drœttir úr sögu virkisins''</big> | <big><big><center>II</center></big></big> | ||
<big><big><big><center>BYGGÐARSAFN VESTMANNAEYJA</center></big></big></big> | |||
<big><center>''A. Skanzinn — fáir drœttir úr sögu virkisins''</center></big> | |||
Byggðasafn Vestmannaeyja hefur eignazt líkan af Danska-Garði, „Kornholmschantze på Westpansö“ eins og stundum sést í skrifuðum bókum frá dönskum valdatímum. Við höfum eignazt líkan af Skanzinum og verzlunarhúsum þeim, er þar stóðu fyrir 122 árum. <br> | Byggðasafn Vestmannaeyja hefur eignazt líkan af Danska-Garði, „Kornholmschantze på Westpansö“ eins og stundum sést í skrifuðum bókum frá dönskum valdatímum. Við höfum eignazt líkan af Skanzinum og verzlunarhúsum þeim, er þar stóðu fyrir 122 árum. <br> | ||
Lína 283: | Lína 298: | ||
Nokkur fyrirtæki hér í Eyjum og einstaklingar hafa lagt fram fé til kaupa á því. <br> | Nokkur fyrirtæki hér í Eyjum og einstaklingar hafa lagt fram fé til kaupa á því. <br> | ||
[[Mynd: 1965 b 236.jpg|ctr|600px]] | |||
<center>[[Mynd: 1965 b 236 A.jpg|ctr|600px]]</center> | |||
''Þessi mynd er af líkaninu, er um getur í eftirfarandi grein, líkanið af Skanzinum. Séð er til norðurs að höfninni. Húsin tvö til hægri standa í sjálfu virkinu, þar sem eygist fallbyssa í hvoru austurhorni. Húsið fjær á myndinni er sjálft verzlunarhúsið með „krambúðardyrnar“ á miðri hlið, þ.e. skúrinn með hallandi þaki.<br> | ''Þessi mynd er af líkaninu, er um getur í eftirfarandi grein, líkanið af Skanzinum. Séð er til norðurs að höfninni. Húsin tvö til hægri standa í sjálfu virkinu, þar sem eygist fallbyssa í hvoru austurhorni. Húsið fjær á myndinni er sjálft verzlunarhúsið með „krambúðardyrnar“ á miðri hlið, þ.e. skúrinn með hallandi þaki.<br> | ||
Lína 293: | Lína 310: | ||
''Konur bera þungavöru (kol, fisk, korn, salt) á börum. Sjón er annars sögu ríkari. | ''Konur bera þungavöru (kol, fisk, korn, salt) á börum. Sjón er annars sögu ríkari. | ||
<center>----</center> | |||
Segja má með sanni, að tímarnir breytist og með þeim tök og tækni ekki síður en mannskepnan sjálf. <br> | Segja má með sanni, að tímarnir breytist og með þeim tök og tækni ekki síður en mannskepnan sjálf. <br> | ||
Ef rekja skal fyrir sögurætur virkisbyggingar í Vestmannaeyjum á fyrri hluta 17. aldar, verðum við að skyggnast um lönd og strönd á meginlandi Evrópu á 15. öld, og svo um Miðjarðar- og Atlantshafið. <br> | Ef rekja skal fyrir sögurætur virkisbyggingar í Vestmannaeyjum á fyrri hluta 17. aldar, verðum við að skyggnast um lönd og strönd á meginlandi Evrópu á 15. öld, og svo um Miðjarðar- og Atlantshafið. <br> | ||
Þýzkir kaupmenn höfðu um langa hríð á miðöldum eflt mjög verzlun sína á meginlandi Evrópu og myndað með sér öflugt verzlunarsamband, Hansasambandið. Það var um skeið, já, langt skeið, „ríki í ríkinu“ þar sem það á annað borð hafði fest rætur. Miðstöð þess í Norður-Evrópu vestanverðri var Björgvin í Noregi. Þangað fengu þýzku kaupmennirnir alla skreiðina frá Norður-Noregi tvisvar á ári og þaðan dreifðu þeir henni suður um alla Evrópu og græddu á henni drjúgan skilding. Þá vissu þeir einnig af fiskveiðiþjóð vestur og norður í Atlantshafi. Það voru Íslendingar. Þar einnig námu þeir land um sinn og byggðu sér þar verzlunarskála. <br> | Þýzkir kaupmenn höfðu um langa hríð á miðöldum eflt mjög verzlun sína á meginlandi Evrópu og myndað með sér öflugt verzlunarsamband, Hansasambandið. Það var um skeið, já, langt skeið, „ríki í ríkinu“ þar sem það á annað borð hafði fest rætur. Miðstöð þess í Norður-Evrópu vestanverðri var Björgvin í Noregi. Þangað fengu þýzku kaupmennirnir alla skreiðina frá Norður-Noregi tvisvar á ári og þaðan dreifðu þeir henni suður um alla Evrópu og græddu á henni drjúgan skilding. Þá vissu þeir einnig af fiskveiðiþjóð vestur og norður í Atlantshafi. Það voru Íslendingar. Þar einnig námu þeir land um sinn og byggðu sér þar verzlunarskála. <br> | ||
Englendingar voru líka mikil verzlunarþjóð á þessu tímaskeiði. En ekki stóðu þeir Hansa kaupmannasambandinu á sporði, þegar það var öflugast. Þá urðu þeir að þoka til útjaðranna og suður og norðvestur á veraldarhjarann. Þegar Hansakaupmönnunum fannst verzlunin við Íslendinga ekki skila þeim nægum arði, dvínaði áhuginn á Íslandsverzluninni. Þá komust Englendingar þar að. Þeir höfðu síðan mikil viðskipti við Íslendinga og ekki minnst Vestmannaeyinga. Þar reyndust þeim fengsæl fiskimið og skreiðin þeirra Eyjaskeggja, sem þurrkuð var í byrgjunum í [[Fiskhellar|Fiskhellum]] eða á fiskigörðunum með torf - eða grjótgerðunum í kring, seldist vel á enska markaðnum. Á árunum 1420—'25 telja gamlar heimildir, að Englendingar hafi reist sér einhvers konar verzlunarhús í Vestmannaeyjum. Þau stóðu á svæðinu frá [[Fagurhóll|Fagurhól]] austur á hæðarsporðinn við [[Litlibær|Litlabæ]]. Þarna höfðu Englendingarnir einhvers konar virki og kölluðu [[Kastali|Kastala]] (Castle). Þarna var að ýmsu leyti gott til varnar. Útfiri mikið var í höfninni norður af [[Bratti|Bratta]] og í kringum [[ | Englendingar voru líka mikil verzlunarþjóð á þessu tímaskeiði. En ekki stóðu þeir Hansa kaupmannasambandinu á sporði, þegar það var öflugast. Þá urðu þeir að þoka til útjaðranna og suður og norðvestur á veraldarhjarann. Þegar Hansakaupmönnunum fannst verzlunin við Íslendinga ekki skila þeim nægum arði, dvínaði áhuginn á Íslandsverzluninni. Þá komust Englendingar þar að. Þeir höfðu síðan mikil viðskipti við Íslendinga og ekki minnst Vestmannaeyinga. Þar reyndust þeim fengsæl fiskimið og skreiðin þeirra Eyjaskeggja, sem þurrkuð var í byrgjunum í [[Fiskhellar|Fiskhellum]] eða á fiskigörðunum með torf - eða grjótgerðunum í kring, seldist vel á enska markaðnum. Á árunum 1420—'25 telja gamlar heimildir, að Englendingar hafi reist sér einhvers konar verzlunarhús í Vestmannaeyjum. Þau stóðu á svæðinu frá [[Fagurhóll|Fagurhól]] austur á hæðarsporðinn við [[Litlibær|Litlabæ]]. Þarna höfðu Englendingarnir einhvers konar virki og kölluðu [[Kastali|Kastala]] (Castle). Þarna var að ýmsu leyti gott til varnar. Útfiri mikið var í höfninni norður af [[Bratti|Bratta]] og í kringum [[Tanginn|Tangann]]. Af hæðinni sáu þeir austur á hafið og norður á álinn milli lands og Eyja, og þeir sáu vel yfir lendingarstaðinn við [[Nausthamar]] og út undir [[Hafnareyri]]na. En hvers vegna virki í kringum verzlunarhúsin? Sjóræningjar áttu víða hreiður sín við Miðjarðarhaf og rændu þar. Og svo fóru þeir langleiðina norður í Atlantshaf og gerðu þar strandhögg víða. Þetta vissu Englendingarnir. Það þurfti því vopnaðan varnargarð um eignir sínar, hvar sem var. Enska herveldið á höfunum höfðu þeir ekki skapað út í hött, Englendingarnir. <br> | ||
En fleira höfðu þeir í huga, er þeir bjuggu sér virki um bækistöðvar sínar í Vestmannaeyjum. Þeir voru þar í trássi við danska konungsvaldið og hugsuðu sér að bjóða því birginn, ef það kynni að frétta af verzlun þeirra við Eyjaskeggja og bækistöð þeirra þar og áreita þá. Eignir sínar og gróðaaðstöðu skyldu þeir verja í lengstu lög. <br> | En fleira höfðu þeir í huga, er þeir bjuggu sér virki um bækistöðvar sínar í Vestmannaeyjum. Þeir voru þar í trássi við danska konungsvaldið og hugsuðu sér að bjóða því birginn, ef það kynni að frétta af verzlun þeirra við Eyjaskeggja og bækistöð þeirra þar og áreita þá. Eignir sínar og gróðaaðstöðu skyldu þeir verja í lengstu lög. <br> | ||
Segja má með nokkrum sanni, að fréttaflutningur milli Íslands og Danmerkur hafi á þessum tímum verið í seinfærasta lagi. En þá loksins, er danska konungsvaldið fékk sannar fréttir af öllu þessu verzlunarbrölti Englendinganna, t.d. hér í Vestmannaeyjum, fór þetta óskaplega í taugarnar á danska kónginum, sem vitanlega sá ofsjónum yfir ímynduðum gróða annarra þjóða en Dana á verzlun við þessa Eyjaskeggja, þar sem fiskurinn næstum hljóp á land af sjálfsdáðum! Hefjast skyldi nú handa og meina Englendingunum alla gróðaaðstöðu á Íslandi, ekki sízt í Vestmannaeyjum. En hvaða háttur og hvaða leið var nú skynsamlegust gagnvart ensku ofbeldisseggjunum til þess að beygja þá og fjarlægja? Vald og mátt þurfti til. Loks tók danski kóngurinn það ráð að leigja borgarstjórninni í Kaupmannahöfn Vestmannaeyjar „með húð og hári“. Borgarstjórnin hafði fjárráð og hermátt, ef á reyndi, og henni skyldi att á foræðið. Árið 1552 tók hún svo Vestmannaeyjar á leigu til valds og nytja af danska konungsvaldinu. Þá var þegar hafizt handa um að stugga við Englendingunum, og þá hófu þeir smáskæruhernað sinn gegn danska konungsvaldinu hér. Þær skærur bitnuðu oft sárast á landsmönnum sjálfum og leiddu stundum til blóðsúthellinga eins og t.d. hér í Vestmannaeyjum. <br> | Segja má með nokkrum sanni, að fréttaflutningur milli Íslands og Danmerkur hafi á þessum tímum verið í seinfærasta lagi. En þá loksins, er danska konungsvaldið fékk sannar fréttir af öllu þessu verzlunarbrölti Englendinganna, t.d. hér í Vestmannaeyjum, fór þetta óskaplega í taugarnar á danska kónginum, sem vitanlega sá ofsjónum yfir ímynduðum gróða annarra þjóða en Dana á verzlun við þessa Eyjaskeggja, þar sem fiskurinn næstum hljóp á land af sjálfsdáðum! Hefjast skyldi nú handa og meina Englendingunum alla gróðaaðstöðu á Íslandi, ekki sízt í Vestmannaeyjum. En hvaða háttur og hvaða leið var nú skynsamlegust gagnvart ensku ofbeldisseggjunum til þess að beygja þá og fjarlægja? Vald og mátt þurfti til. Loks tók danski kóngurinn það ráð að leigja borgarstjórninni í Kaupmannahöfn Vestmannaeyjar „með húð og hári“. Borgarstjórnin hafði fjárráð og hermátt, ef á reyndi, og henni skyldi att á foræðið. Árið 1552 tók hún svo Vestmannaeyjar á leigu til valds og nytja af danska konungsvaldinu. Þá var þegar hafizt handa um að stugga við Englendingunum, og þá hófu þeir smáskæruhernað sinn gegn danska konungsvaldinu hér. Þær skærur bitnuðu oft sárast á landsmönnum sjálfum og leiddu stundum til blóðsúthellinga eins og t.d. hér í Vestmannaeyjum. <br> | ||
Lína 351: | Lína 369: | ||
|Ársæll Sveinsson|| — 1.000,00 | |Ársæll Sveinsson|| — 1.000,00 | ||
|- | |- | ||
|Samtals ||kr 35.500 | |Samtals ||kr 35.500,00 | ||
|} | |} | ||
Þá skorti um kr. 7.000,00 til þess að ná öllu andvirðinu. Við héldum sýningu á listaverkinu dagana 21. og 22. nóvember. Frjáls framlög á sýningu þeirri námu kr. 6.580,00. Þar með höfum við allt andvirðið og á því Byggðarsafnið listaverkið skuldlaust. Ég birti þessa skrá yfir gjafir Eyjabúa til kaupa á þessum hlut af því, að gjafir þessar eru til róma ekki aðeins þeim, sem féð lögðu fram, heldur einnig öllu byggðarlaginu í heild. Auðvitað erum við innilega þakklátir öllum, sem lögðu hönd á plóginn með okkur. Peningar eru vissulega afl þeirra hluta, sem gera skal. „Vilji er allt, sem þarf,“ segir skáldið og honum mættum við hjá Eyjabúum. Með þessum samstillta vilja höfum við eignazt söfn, sem munu verða byggðarlaginu til menningar og vekja athygli á þessum menningarvilja Eyjabúa, þar sem þau eru fyrst og fremst byggð upp fyrir atbeina þeirra og fjárframlög. <br> | Þá skorti um kr. 7.000,00 til þess að ná öllu andvirðinu. Við héldum sýningu á listaverkinu dagana 21. og 22. nóvember. Frjáls framlög á sýningu þeirri námu kr. 6.580,00. Þar með höfum við allt andvirðið og á því Byggðarsafnið listaverkið skuldlaust. Ég birti þessa skrá yfir gjafir Eyjabúa til kaupa á þessum hlut af því, að gjafir þessar eru til róma ekki aðeins þeim, sem féð lögðu fram, heldur einnig öllu byggðarlaginu í heild. Auðvitað erum við innilega þakklátir öllum, sem lögðu hönd á plóginn með okkur. Peningar eru vissulega afl þeirra hluta, sem gera skal. „Vilji er allt, sem þarf,“ segir skáldið og honum mættum við hjá Eyjabúum. Með þessum samstillta vilja höfum við eignazt söfn, sem munu verða byggðarlaginu til menningar og vekja athygli á þessum menningarvilja Eyjabúa, þar sem þau eru fyrst og fremst byggð upp fyrir atbeina þeirra og fjárframlög. <br> |
Núverandi breyting frá og með 14. september 2010 kl. 12:17
Á árunum 1960—1962 hafði ég látið setja upp 3 eða 4 fiska. Síðan stillti ég þeim út almenningi til sýnis hér í bænum. Þeir vöktu þegar áhuga Eyjafólks og kveiktu með því þá hugsjón, að koma hér á stofn sem allra fjölþættustu fiskasafni í stærstu verstöð landsins. Árangurinn af þessu samstarfi mínu við almenning í bænum finnst mér svo undraverður og Eyjafólki til svo mikils sóma í nútíð og framtíð, að ég tel það sjálfsagt að verja nokkru rúmi í ritinu til greinargerðar um allt þetta starf, fjárfórnir bæjarbúa og ómetanlegan þátt sjómannastéttarinnar í bænum til eflingar safninu okkar og viðgangs.
Fyrst tel ég upp fiskategundir þær, sem við áttum í Náttúrugriparafni Eyjabúa við síðustu áramót og geri nánari grein fyrir sjaldgæfustu fiskunum.
1. Áll, (aðfenginn).
2. Blágóma.
3. Blákjafta.
4. Blálanga.
5. Bleikja (Fjallableikja). Þennan óvenjulega stóra silung veiddi Hannes Ingibergsson, kennari frá Hjálmholti hér, í Reykjarvatni á Arnarvatnsheiði sumarið 1962 og sendi Náttúrugripasafninu okkar.
6. Brandháfur. Þennan háf gaf okkur Sigurgeir Ólafsson skipstjóri hér í bæ. Fiskur þessi er fremur sjaldgæfur hér við land.
7. Bretahveðnir. Fiskur þessi er fenginn í síldarnót fyrir Austfjörðum. Skipshöfnin á V/s Gjafari fékk fiskinn og gaf okkur hann.
8. Brynstirtla.
9. Flekkjaglitnir. Fiskurinn er fenginn hér við Eyjar. Kom úr þorskmaga.
10. Flatnefur. Þessi háfstegund er ekki sjaldgæf í Háfadjúpinu. Við eigum hæng og „hrygnu“.
11. Flyðra. (Lúða).
12. Geirnefur.
13. Geirnyt. (Rottufiskur). Við eigum aðeins hrygnuna.
14. Gljáháfur. Aðeins einn fiskur þessarar háfstegundar hafði veiðzt hér við land árið 1926, svo að Bjarni Sæmundsson vissi til. Hann er sjaldgæfur. Gljáháfinn okkar gaf Friðrik Ásmundsson, skipstjóri, safninu. Í fyrra áttum við kost á öðrum gljáháf.
15. Grásleppa (aðfengin).
16. Hafáll.
17. Hafsíld. (Norðurlandssíld. Austfjarðarsíld. Suðurlandssíld).
18. Háfsseiði með fósturpoka.
19. Háfur.
20. Hámerarseiði með fósturpoka. Sjaldgæfur kjörgripur í safninu,
Árni heitinn Johnsen gaf því.
21. Hlýri.
22. Hornsíli.
23. Kambhrislingur.
24. Keila.
25. Keilubróðir.
26. Kolmunni.
27. Kólguflekkur (Pagellus Centrodontus). „Kólguflekkur er ekki við Ísland“, stendur í merkri fiskafræði. Og víst var þetta svo til ársins 1961, en þá veiddist fyrsti kólguflekkurinn hér við Eyjar. Hann kom í dragnót á 80 m dýpi, austur af Stökkum. Guðmundur Tómasson, skipstjóri, gaf safninu. Í fyrra veiddist síðan annar kólguflekkurinn austur af Stakkabót, í Þríhamradjúpi, á 120—140 m dýpi. Þá veiddist hann í humarnót. Þórarinn Eiríksson, skipstjóri frá Dvergasteini hér, gaf safninu. Báða þessa kólguflekki höfum við látið setja upp og höfum til sýnis almenningi. Heimkynni: Miðjarðarhafið, strendur Spánar, Frakklands og Englands.
28. Langa.
29. Langlúra.
30. Laxhrygna. (Fölumst hér með eftir hængnum).
31. Litlabromsa. (Hreisturkeila). Gefandi: Árni Guðmundsson frá Hlíð.
32. Litli-loðháfur.
33. Litli-mjóri.
34. Litli-sogfiskur.
35. Lúsifer. Þessi sérkennilegi fiskur hefur alltaf verið mjög sjaldgæfur og hans helzt orðið vart áður hér við Eyjar, eftir því sem Bj. Sæmundsson segir. Við eigum á safninu okkar 4 lúsifera, sem veiðzt hafa hér við Eyjar á undanförnum 4 árum. Gefendur eru skipstjórarnir Sveinn Matthíasson, Sigurður Sigurjónsson og Grétar Þorgilsson og skipshöfnin á v/b Ingþór. Þeir hafa allir veiðzt í dragnót eða humarnót djúpt við suðurströndina.
36. Lýr. Þessi fiskur hafði sjaldan veiðzt hér fyrir 40 árum eða svo. Nú á seinni árum höfum við átt kost á örfáum fiskum.
37. Lýsa.
38. Madeiru-laxsíld. Árið 1932 fundum við á skemmtigöngu Gagnfræðaskólans hér madeiru-laxsíld rekna suður í Brimurð. Við sendum hana þá Bj. heitnum Sæmundssyni, náttúrufræðingi. Hún er sögð geymd á Náttúrugripasafni þjóðarinnar í Reykjavík. Áður hafði þessi fisktegund fundizt hér 1885 og þá auðvitað send hinu konunglega dýrasafni í hinni háu Kaupmannahöfn.
Sumarið 1961 var einn af nemendum mínum í siglingum á fiskibáti, er sigldi á England. Um 300 sjómílur suðaustur í hafi sá hann eitt sinn gljáandi fiskkríli sprikla á þilfarinu, eftir að alda hafði riðið yfir öldustokkinn. Hann hirti dýrið og gaf mér. Þetta er madeiru-laxsíldin okkar. Þannig er hún fengin. Gefandi: Helgi Kristinsson.
39. Makríll.
40. Marhnútur.
41. Náskata.
42. Rauðháfur.
43. Regnbogasilungur (aðfenginn).
44. Sandhverfa.
45. Sandkoli.
46. Sexstrendingur.
47. Silfurbrami. Þennan óvenjulega fisk veiddu þeir „Holtsbræður“ á v/b Von sumarið 1960. Þetta er fyrsti fiskurinn, sem settur var upp fyrir Náttúrugripasafn Eyjabúa. Fiskifræðingar fjölluðu um þennan óvenjulega fund. Þeir þekktu hann ekki og virtust hafa nokkuð fyrir því að finna fiskifræðibækur, þar sem hans er getið. Loks datt einn þeirra ofan á þýzka fiskabók, að mér skildist, þar sem var mynd af fiskinum. Hann er þar talinn bramaættar og fullyrt, að einungis 13 fiskar af þessari tegund hafi veiðzt í Norður-Atlantshafinu, svo að vitað sé. Á latínu heitir fiskurinn Pterycombus brama. Hans hefur orðið vart við Noregsstrendur, sérstaklega norðarlega. Einnig við vesturströnd Svíþjóðar. Silfurbraminn (eins og nafn I.Ó. er á honum, því að hann bar ekkert íslenzkt nafn áður) getur orðið um 50 sm á lengd. Okkar er 46 sm langur. Þessi fiskur á heima á heitustu svæðum Atlantshafsins. Fiskurinn veiddist í þorskanet. Hafði festst á sporðinum, sem ekki er alveg óskaddaður síðan.
48. Sjóbirtingur (aðfenginn).
49. Skata.
50. Skarkoli. Safnið á tvö eintök, annað vanskapað.
51. Skötuseiði með fósturpoka.
52. Skötuselur.
53. Sprettfiskur.
54. Steinbítur.
55. Stórikarfi.
56. Stórimjóni.
57. Stórisogfiskur.
58. Stórkjafta. (Öfugkjafta).
59. Svartaspraka. Skötutegund þessi er helzt talin veiðast endur og eins við norður- og austurströnd landsins. Hér veiddist hún við Eyjar veturinn 1964. Friðrik Ásmundsson, skipstjóri, gaf safninu þennan fisk.
60. Svartháfur.
61. Svarthveðnir. Þennan óvenjulega fisk höfum við átt í formalíni í nokkur ár. Hann veiddist hér við Eyjar.
62. Sæsteinsuga.
63. Tindaskata (Tindabikkja).
64. Trönusíli.
65. Ufsi.
66. Urrari.
67. Vogmey (Vogmær).
68. Ýsa.
69. Þorskur. Af þorski á safnið tvö eintök, geysistóra hrygnu og svo vanskapaðan fisk, mjög sérkennilegan.
70. Þykkvalúra.
Ég hef ekki nefnt hér þá skipstjóra eða aðra sjómenn, sem gefið hafa Safninu hina algengari fiska. Þó eiga þeir vissulega þakkir skyldar engu síður en hinir.
Enn vil ég geta eins, sem ég tel unglingum hér fagurt fordæmi. Bræðurnir frá Bræðratungu, Hörður og Runólfur Runólfssynir, höfðu ánægju af söfnun ýmissa dýra, er þeir voru á æskuskeiði. Seinna gáfu þeir Safninu ýmislegt slíkt verðmætt úr fórum sínum. T.d. gáfu þeir Safninu fiskana nr. 22, 25, 33, 34, 56 og 57. Þeim bræðrum færi ég sérstakar þakkir. Þessi hugulsemi þeirra og góðvilji er vissulega öðrum æskumönnum hér til fyrirmyndar.
Yfirlit yfir tekjur og gjöld Náttúrugripasafns Eyjabúa frá
októberlokum 1962—31. desember 1964.
Gjöld | Kr. |
Uppsetning fiska (efni, vinna o.fl.) | 109.522,64 |
Greitt fyrir söfnun fjár | 2.501,00 |
Sýningarsalurinn, (efni, málning, fagvinna) | 26.951,25 |
Sýningarskápar og borð (efni og smíði) | 17.073,49 |
Ræsting | 1.677,70 |
Stimpill á leigusamningi | 600,00 |
Aðstoð við sýningu | 400,00 |
Auglýsingar | 220,49 |
Greitt fyrir erlendar skeljar | 145,00 |
Gjöld samtals | kr. 159.091,57 |
Tekjur kr. | |
Fjársöfnun hjá almenningi í bænum dag. 22.-27. okt. 1962 |
36.664,20 |
Tekjur af vorsýningu Gagnfræðaskólans 1963 | 11.025,00 |
Tekjur af sýningu á Fiskasafninu haustið 1963 | 23.272,49 |
Aðrar gjafir á árunum 1963 og 1964 | 19.594,52 |
Fjársöfnun hjá almenningi vorið 1964 | 30.015,00 |
Styrkur frá Fiskifélagi Íslands | 10.000,00 |
Tekjur Safnsins af heimsóknum gesta frá 12. júlí—31. des. '64 | 23.355,00 |
Vextir af innstæðum | 2.048,62 |
Lán til næsta árs | 3.116,74 |
Tekjur alls | kr. 159.091,57 |
Þessir einstaklingar og fyrirtæki hafa gefið til Náttúrugripasafns Eyjabúa kr. 200,00 eða meira á árunum 1962—1964.
1. | Emil Andersen | kr. 2.000,00 |
2. | Metuútgerðin | — 1.000,00 |
3. | Vinnslustöðin | — 10.000,00 |
4. | Gísli Gíslason, stórkaupmaður | — 4.000,00 |
5. | Hallberg Halldórsson | — 900,00 |
6. | Heiðmundur Sigurmundsson | — 1.544,00 |
7. | Ingólfur Sigurmundsson | — 1.150,00 |
8. | Sparisjóður Vestmannaeyja | — 5.000,00 |
9. | Ísfélag Vestmannaeyja | — 1.000,00 |
10. | Eiríkur Ásbjörnsson | — 1.500,00 |
11. | Vélsmiðjan Völundur | — 500,00 |
12. | Freymóður Þorsteinsson | — 600,00 |
13. | Sveinn Guðmundsson | — 200,00 |
14. | Oddgeir Kristjánsson | — 200,00 |
15. | Daníel Traustason | — 200,00 |
16. | Guðjón Jónsson, Magna | — 800,00 |
17. | Ágúst Matthíasson | — 2.000,00 |
18. | Sigurgeir Sigurðsson | — 250.00 |
19. | Sigurgeir Kristjánsson | — 300,00 |
20. | Séra Þorsteinn L. Jónsson | — 200,00 |
21. | Friðfinnur Finnsson | — 600,00 |
22. | Tómas Geirsson | — 400,00 |
23. | Sigfús J. Johnsen | — 500,00 |
24. | Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi | — 5.000,00 |
25. | Kaupfélag Vestmannaeyja | — 3.000,00 |
26. | Víglundur Þór Þorsteinsson | — 1.000,00 |
27. | Páll Helgason | — 500,00 |
28. | Jón Kristinsson | — 200,00 |
29. | Benedikt Ragnarsson | — 200,00 |
30. | Guðmundur Jónsson, verkamaður | — 200,00 |
31. | Jóhann Friðfinnsson | — 500,00 |
32. | Fiskifélagsdeild Vestmannaeyja | — 10.000,00 |
33. | Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri | — 900,00 |
34. | Sverrir Einarsson | — 500,00 |
35. | Páll Ingibergsson | — 500,00 |
36. | N.N. | — 200,00 |
37. | Halldór Halldórsson, Helgafellsbr. | — 300,00 |
38. | Kristinn Jónsson, Mosfelli | — 200,00 |
39. | Eggert Gunnarsson | — 200,00 |
40. | Gísli Jónasson | — 200,00 |
41. | Jóel Guðmundsson | — 200,00 |
42. | Frú Sólrún Ingvarsdóttir | — 200,00 |
43. | N.N. | — 500,00 |
44. | Frú Aase Sigfússon | — 500,00 |
45. | Markús Jónsson | — 200,00 |
46. | Sigurður Ólason | — 200,00 |
47. | Guðjón Jónsson, Hlíðardal | — 1.000,00 |
48. | Gunnar Zöega | — 200,00 |
49. | Skipshöfnin á v/b Metu | — 1.000,00 |
50. | Ágúst Bjarnason | — 500,00 |
51. | Kristinn Hjartarson | — 200,00 |
Samtals | kr. 63.144,00 |
Um 700 aðrir Eyjarbúar hafa gefið samtals um kr. 70.000,00 til Náttúrugripasafnsins. Auðvitað eiga konurnar sinn þátt í fjárframlögum manna sinna. Ég vona, að ég hafi engum gleymt, sem látið hefur af mörkum kr. 200,00 eða meira. Það er a.m.k. ekki með vilja gert. Verkið lofar meistarana í þessum efnum sem svo mörgum öðrum. Án hins rétta skilnings fólks hér og fórnarvilja hefði aldrei tekizt að stofna Náttúrugripasafn Eyjabúa.
Ef Bliki verður lengra lífs auðið í mínum höndum, kem ég að ýmsu fleiru í Náttúrugripasafninu. Viðgangur þess og gengi er undir áhuga Eyjafólks komið, og þessi greinargerð mín er m.a. ætluð því marki að halda honum við, svo að ekki leggist doði eða deyfð yfir starfið. Við Eyjamenn eigum að ala með okkur metnað fyrir sóma byggðarlagsins.
Byggðasafn Vestmannaeyja hefur eignazt líkan af Danska-Garði, „Kornholmschantze på Westpansö“ eins og stundum sést í skrifuðum bókum frá dönskum valdatímum. Við höfum eignazt líkan af Skanzinum og verzlunarhúsum þeim, er þar stóðu fyrir 122 árum.
Eggert Guðmundsson, listmálari, og danskur listamaður, Aage Nilsen Edwen að nafni, hafa gert líkanið.
Nokkur fyrirtæki hér í Eyjum og einstaklingar hafa lagt fram fé til kaupa á því.
Þessi mynd er af líkaninu, er um getur í eftirfarandi grein, líkanið af Skanzinum. Séð er til norðurs að höfninni. Húsin tvö til hægri standa í sjálfu virkinu, þar sem eygist fallbyssa í hvoru austurhorni. Húsið fjær á myndinni er sjálft verzlunarhúsið með „krambúðardyrnar“ á miðri hlið, þ.e. skúrinn með hallandi þaki.
Í vesturenda er íbúð vezlunarstjórans eða „factorsins“.
Gegnt verzlunarhúsinu stendur vörugeymsluhúsið með íbúð í vesturenda.
Lengst til vinstri á myndinni sést Austurbúðarbryggja; suður af henni hið næsta er salthúsið, þá kaðalhúsið og saltfiskhúsið. Yfir þessi hús var Kumbaldi byggður. Sjá grein um hann á öðrum stað hér í ritinu.
Á miðri mynd næst höfninni er bræðsluhúsið; nær er kolahúsið, og næst er kornloftið með vörugeymslu niðri.
Húsið, sem vindmyllan rís upp af, er brauðgerðarhúsið með íbúð bakarameistarans í öðrum enda en bakarofni og brauðbúð í hinum endanum.
Konur bera þungavöru (kol, fisk, korn, salt) á börum. Sjón er annars sögu ríkari.
Segja má með sanni, að tímarnir breytist og með þeim tök og tækni ekki síður en mannskepnan sjálf.
Ef rekja skal fyrir sögurætur virkisbyggingar í Vestmannaeyjum á fyrri hluta 17. aldar, verðum við að skyggnast um lönd og strönd á meginlandi Evrópu á 15. öld, og svo um Miðjarðar- og Atlantshafið.
Þýzkir kaupmenn höfðu um langa hríð á miðöldum eflt mjög verzlun sína á meginlandi Evrópu og myndað með sér öflugt verzlunarsamband, Hansasambandið. Það var um skeið, já, langt skeið, „ríki í ríkinu“ þar sem það á annað borð hafði fest rætur. Miðstöð þess í Norður-Evrópu vestanverðri var Björgvin í Noregi. Þangað fengu þýzku kaupmennirnir alla skreiðina frá Norður-Noregi tvisvar á ári og þaðan dreifðu þeir henni suður um alla Evrópu og græddu á henni drjúgan skilding. Þá vissu þeir einnig af fiskveiðiþjóð vestur og norður í Atlantshafi. Það voru Íslendingar. Þar einnig námu þeir land um sinn og byggðu sér þar verzlunarskála.
Englendingar voru líka mikil verzlunarþjóð á þessu tímaskeiði. En ekki stóðu þeir Hansa kaupmannasambandinu á sporði, þegar það var öflugast. Þá urðu þeir að þoka til útjaðranna og suður og norðvestur á veraldarhjarann. Þegar Hansakaupmönnunum fannst verzlunin við Íslendinga ekki skila þeim nægum arði, dvínaði áhuginn á Íslandsverzluninni. Þá komust Englendingar þar að. Þeir höfðu síðan mikil viðskipti við Íslendinga og ekki minnst Vestmannaeyinga. Þar reyndust þeim fengsæl fiskimið og skreiðin þeirra Eyjaskeggja, sem þurrkuð var í byrgjunum í Fiskhellum eða á fiskigörðunum með torf - eða grjótgerðunum í kring, seldist vel á enska markaðnum. Á árunum 1420—'25 telja gamlar heimildir, að Englendingar hafi reist sér einhvers konar verzlunarhús í Vestmannaeyjum. Þau stóðu á svæðinu frá Fagurhól austur á hæðarsporðinn við Litlabæ. Þarna höfðu Englendingarnir einhvers konar virki og kölluðu Kastala (Castle). Þarna var að ýmsu leyti gott til varnar. Útfiri mikið var í höfninni norður af Bratta og í kringum Tangann. Af hæðinni sáu þeir austur á hafið og norður á álinn milli lands og Eyja, og þeir sáu vel yfir lendingarstaðinn við Nausthamar og út undir Hafnareyrina. En hvers vegna virki í kringum verzlunarhúsin? Sjóræningjar áttu víða hreiður sín við Miðjarðarhaf og rændu þar. Og svo fóru þeir langleiðina norður í Atlantshaf og gerðu þar strandhögg víða. Þetta vissu Englendingarnir. Það þurfti því vopnaðan varnargarð um eignir sínar, hvar sem var. Enska herveldið á höfunum höfðu þeir ekki skapað út í hött, Englendingarnir.
En fleira höfðu þeir í huga, er þeir bjuggu sér virki um bækistöðvar sínar í Vestmannaeyjum. Þeir voru þar í trássi við danska konungsvaldið og hugsuðu sér að bjóða því birginn, ef það kynni að frétta af verzlun þeirra við Eyjaskeggja og bækistöð þeirra þar og áreita þá. Eignir sínar og gróðaaðstöðu skyldu þeir verja í lengstu lög.
Segja má með nokkrum sanni, að fréttaflutningur milli Íslands og Danmerkur hafi á þessum tímum verið í seinfærasta lagi. En þá loksins, er danska konungsvaldið fékk sannar fréttir af öllu þessu verzlunarbrölti Englendinganna, t.d. hér í Vestmannaeyjum, fór þetta óskaplega í taugarnar á danska kónginum, sem vitanlega sá ofsjónum yfir ímynduðum gróða annarra þjóða en Dana á verzlun við þessa Eyjaskeggja, þar sem fiskurinn næstum hljóp á land af sjálfsdáðum! Hefjast skyldi nú handa og meina Englendingunum alla gróðaaðstöðu á Íslandi, ekki sízt í Vestmannaeyjum. En hvaða háttur og hvaða leið var nú skynsamlegust gagnvart ensku ofbeldisseggjunum til þess að beygja þá og fjarlægja? Vald og mátt þurfti til. Loks tók danski kóngurinn það ráð að leigja borgarstjórninni í Kaupmannahöfn Vestmannaeyjar „með húð og hári“. Borgarstjórnin hafði fjárráð og hermátt, ef á reyndi, og henni skyldi att á foræðið. Árið 1552 tók hún svo Vestmannaeyjar á leigu til valds og nytja af danska konungsvaldinu. Þá var þegar hafizt handa um að stugga við Englendingunum, og þá hófu þeir smáskæruhernað sinn gegn danska konungsvaldinu hér. Þær skærur bitnuðu oft sárast á landsmönnum sjálfum og leiddu stundum til blóðsúthellinga eins og t.d. hér í Vestmannaeyjum.
Í árslok 1557 hætti borgarstjórn Kaupmannahafnar að reka Vestmannaeyjaverzlunina. Þá tók konungurinn sjálfur við henni og rak þar síðan verzlun og útgerð og skattpíning næstu 42 árin. Hann hafði þar ágenga umboðsmenn hvern eftir annan en lengst Símon Surbeck eða til ársins 1582.
Hann gekk sí og æ á hlut Vestmannaeyjabænda og síðast á hlut kóngsins sjálfs og var þá settur af.
Alltaf áreittu Englendingar öðru hvoru umboðsmenn konungs og sóttu eftir verzlun við Vestmannaeyinga. Öll viðskipti við þá var Eyjafólki mun hagstæðari en við einokunarverzlunarvaldið danska. Ekki dró það úr gagnkvæmum viðskiptum milli Eyjafólks og þeirra.
Árið 1586 lagði danski konungurinn ríka áherzlu á það í erindi til umboðsmanns síns í Vestmannaeyjum, hr. Oluf Madsens, verzlunarstjóra og fógeta, að hann skyldi harðbanna Englendingum að hafa nokkra fiskibáta í Vestmannaeyjum eða taka sér þar bólfestu á nokkurn hátt og reka þar atvinnu í nokkurri mynd. Kóngur sagði, að hr. Madsen bæri að láta ýta bátum Englendinga á flot, ef þeir dirfðust að lenda þar, og Eyjaskeggjum skyldi refsað harðlega, ef þeir voguðu sér að hafa nokkur mök við Englendingana, hvort sem væri á „nóttu eða degi“. Á milli línanna í boði konungs getum við m.a. lesið, að Englendingar hafi til þessa hundsað boð konungsvaldsins danska og verzlað við Eyjafólk, þegar þeir komust höndum undir, ef til vill mest að næturlagi, meðan Danir sváfu svefni hinna réttlátu. Jafnframt erindisbréfi þessu til hr. Madsens bauð konungur einum af skipsstjórnarmönnum sínum, Hans Holts hét hann, að taka með sér nægilega mikið af fólki, hertygjum og skotfærum og reisa virki á hentugum stað við höfnina í Vestmannaeyjum. Þetta boðsbréf er dagsett 18. apríl 1586. Þarna höfum við þá fyrsta boð konugsvaldsins um virkisgerð í Vestmannaeyjum. Þessi ófullkomna virkisgerð Danana átti sér stað í námunda við skipalægið eða á Kornhól suður af Hafnareyrinni og Hringskeri, sem verzlunarskipin voru bundin í.
Þetta virki var svo til, þegar Englendingar undir forystu Jóns Gentlemans rændu Eyjarnar 1614 og svo Tyrkir 1627. Þar var í bæði skiptin komið Dönum í opna skjöldu.
Þessi reynsla konungsvaldsins og kaupmannanna um gagnleysi virkisins í Vestmannaeyjum, eins og raun bar vitni um, leiddi til þess, að konungsvaldið danska gaf út nýja fyrirskipun um nýtt og fullkomnara virki í Vestmannaeyjum. Þá var Skanzinn hlaðinn upp. Það var gert á árunum 1630—1638, eða nokkru eftir Tyrkjaránið.
Eftir það voru verzlunarhúsin byggð inni í hinum ferhyrnings lagaða garði, Skanzinum, og þá tók að heyrast nafnið garður, sem seinna varð að eiginnafni á stað þessum og verzlun.
Enn mun Skanzinn með sama svipmóti og fyrir um 330 árum, er hann var hlaðinn upp fyrsta sinni. Það gerði Hans kaupmaður Nansen (eldri). Þess vegna stóð nafn hans lengi eftir það yfir vesturhliði virkisins.
Verzlunarhúsið sjálft og aðalvörugeymsluhúsið var látið standa inni í virkinu, og um langt skeið munu þar hafa verið 6 fallstykki (fallbyssur) til varnar. Í verzlunarhúsum þessum í virkinu voru einnig íbúðir verzlunarstjórans, og nánustu samstarfsmanna hans og svo danskra embættismanna, t.d. læknis, fyrst eftir að hann settist hér að og áður en Nöjsomhed var byggt.
Eitt af börnum hins kunna Íslendings Boga Benediktssonar á Staðarfelli hét Jens Jakob. Þessi sonur Boga varð verzlunarmaður, sem gat sér góðan orðstír og ávann sér traust í viðskiptum. Hann var giftur danskri konu og bjó í Kaupmannahöfn.
Jens Jakob Benediktsson keypti Garðsverzlun í febrúar 1838.
Hann lézt hér í Vestmannaeyjum sumarið 1842, er hann kom hingað í heimsókn til þess að líta eftir eignum sínum og verzlunarrekstri.
Eftir dauða Jens Jakobs voru öll hús Garðsverzlunar skráð með nákvæmum lýsingum á hverju húsi,
þar sem öll verzlunarstöðin skyldi seljast á opinberu uppboði. Það uppboð fór fram í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og keypti þá M.W. Sass, stórkaupmaður, alla eignina, en 9. marz 1844 framseldi hann síðan boð sitt Nils Nicolaj Bryde, dönskum manni, sem verið hafði beykir norður á Skagaströnd fyrst eftir að hann kom til Íslands, síðan verzlunarþjónn og 1831 varð hann verzlunarstjóri í Vestmannaeyjum. Því starfi hélt hann áfram eftir að Jens Jakob keypti verzlunina eða til ársins 1840.
Nils Nicolaj Bryde rak Garðsverzlun til dauðadags 9 ágúst 1879, 79 ára gamall. Hann átti son, er hét Jóhann Pétur Thorkelin Bryde (Pétur Bryde). Hann erfði verzlunina og rak hana til dauðadags 13. apríl 1910.
Myndir af verzlunarhúsum þeim, sem Garðsverzlun átti og notuð voru við rekstur hennar 1842, voru birtar í Bliki 1963 Vestmannaeyingum til fróðleiks og augnayndis. Ólafur Á. Kristjánsson gerði þær myndir eftir úttektarlýsingunni á húsunum 1842. Þá lýsingu sendi Jóh. Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, mér fyrir nokkrum árum með þeim tilmælum, að við létum gera líkan af verzlunarstaðnum. Við erum þakklát bæjarfógetanum og þessum dygga syni Eyjanna fyrir hugmyndina. Fjárhagsörðugleikar byggðarsafnsnefndar ollu því, að við treystumst ekki til þess að ráðast í framkvæmdir þessar fyrr en í haust og þá með óbilandi trú á hjálp
Eyjabúa sjálfra. Sú von okkar varð sér ekki til skammar, því segja má, að við þyrftum ekki annað en að
rétta út hendina, og peningarnir lágu á borðinu.
Þessi fyrirtæki og einstaklingar hafa lagt fram eða gefið
fé til greiðslu á listaverki þessu:
Guðjón Scheving | kr. 5.000,00 |
Einar Sigurðsson | — 3.000,00 |
Fiskimjölsverksmiðjan | — 5.000,00 |
Vélsm. Magni | — 4.000,00 |
Tómas M. Guðjónsson | — 1.000,00 |
Smiður h.f. | — 2.000,00 |
Verzl. Sigurbjargar Ólafsdóttur | — 500,00 |
N.N. | — 2.000,00 |
Björn Guðmundsson kaupmaður | — 1.000,00 |
V/b Sigurfari | — 2.000,00 |
Ísfélag Vestm.eyja | — 5.000,00 |
Haraldur Eiríksson og Co | — 2.000,00 |
Hnotan sf. | — 2.000,00 |
Ársæll Sveinsson | — 1.000,00 |
Samtals | kr 35.500,00 |
Þá skorti um kr. 7.000,00 til þess að ná öllu andvirðinu. Við héldum sýningu á listaverkinu dagana 21. og 22. nóvember. Frjáls framlög á sýningu þeirri námu kr. 6.580,00. Þar með höfum við allt andvirðið og á því Byggðarsafnið listaverkið skuldlaust. Ég birti þessa skrá yfir gjafir Eyjabúa til kaupa á þessum hlut af því, að gjafir þessar eru til róma ekki aðeins þeim, sem féð lögðu fram, heldur einnig öllu byggðarlaginu í heild. Auðvitað erum við innilega þakklátir öllum, sem lögðu hönd á plóginn með okkur. Peningar eru vissulega afl þeirra hluta, sem gera skal. „Vilji er allt, sem þarf,“ segir skáldið og honum mættum við hjá Eyjabúum. Með þessum samstillta vilja höfum við eignazt söfn, sem munu verða byggðarlaginu til menningar og vekja athygli á þessum menningarvilja Eyjabúa, þar sem þau eru fyrst og fremst byggð upp fyrir atbeina þeirra og fjárframlög.