Grétar Þorgilsson (Grund)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Grétar Þorgilsson)
Fara í flakk Fara í leit
Grétar með lúðu.

Grétar Þorgilsson fæddist 19. mars 1926 í Vestmannaeyjum og lést 31. maí 2020. Foreldrar hans voru Þorgils Þorgilsson og Lára Kristmundsdóttir. Grétar var í miðjunni á fimm barna systkinahópi. Kona Grétars er Þórunn Pálsdóttir og eiga þau fimm börn.

Þegar Grétar var 16 ára gamall valdi hann að fara á sjó á Erlingi sem Sighvatur Bjarnason var með. Hann var eftir það meira og minna á sjó langt fram eftir ævinni.

Grétar er góður söngmaður og þykir gaman að taka lagið.

Frekari umfjöllun

Grétar Þorgilsson.

Grétar Þorgilsson frá Grund, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 19. mars 1926 á Heiði og lést 31. maí 2020.
Foreldrar hans voru Þorgils Guðni Þorgilsson verslunarmaður, aflestrarmaður, bókari, f. 2. desember 1885, d. 30. desember 1965, og kona hans Lára Kristmundsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1896, d. 23. janúar 1957.

Börn Láru og Þorgils voru:
1. Baldur Þorgilsson verslunarmaður, f. 27. febrúar 1921 á Vesturhúsum, d. 1. júní 1985. Kona hans, (skildu), var Rakel Jóhanna Sigurðardóttir.
2. Ari Þorgilsson vélstjóri, tímavörður, f. 12. júlí 1922 á Vesturhúsum, d. 24. ágúst 1981. Kona hans var Þorbjörg Sveinsdóttir.
3. Grétar Þorgilsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 19. mars 1926 á Heiði, d. 31. mars 2020. Kona hans er Þórunn Pálsdóttir.
4. Jón Þorgilsson vélstjóri, járnsmiður, f. 11. janúar 1931 á Hásteinsvegi 15, d. 19. febrúar 1988. Kona hans var Anna Fríða Stefánsdóttir.
5. Haukur Þorgilsson loftskeytamaður, viðskiptafræðingur, veitingamaður, framkvæmdastjóri, athafnamaður, f. 23. maí 1938 á Vesturhúsum, d. 23. maí 2014. Kona hans var Ingunn Helga Sturlaugsdóttir.








ctr
Lára, Þorgils og synir.

Grétar var með foreldrum sínum fyrstu 12 ár ævinnar, en var þá sendur að Hofi í Öræfum, þar sem hann var í 4-5 ár.
Hann var með foreldrum sínum á Heiði 1926, á Hofi 1927, í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41 1930, á Hásteinsvegi 15 1931, á Sólbergi við Faxastíg 3 1934, aftur á Sólbergi 1945, en kominn á Grund 1949 og bjó þar við giftingu þeirra Þórunnar 1950.
Hann lauk sjómannanámskeiði á 120 tonna bát í Eyjum 1957-1958.
Grétar var sjómaður, stýrimaður, skipstjóri á bátum, keypti Gylfa VE 1967 og gerði hann út til ársins 1979. Síðast var hann á flutningaskipinu Herjólfi.
Hann var heiðraður á Sjómannadaginn 1996.
Grétar eignaðist barn með Matthildi Sigríði 1948.
Þau Þórunn giftu sig 1950, bjuggu á Heimagötu 28 við fæðingu Páls Sigurgeirs 1951 og Gunnars Þórs 1953 og Margrétar Írísar 1954. Þau bjuggu í Vegg við Miðstræti 9c við fæðingu Láru Huldar 1957 og enn 1959, bjuggu á Bröttugötu 7 1972, og þar eftir Gos, en á Kleifahraun 3 fluttu þau 26. júlí 2013.
Grétar lést 2020.

I. Barnsmóðir Grétars var Matthildur Sigríður Björnsdóttir, f. 27. nóvember 1920 á Ísafirði, d. 23. febrúar 2002. Foreldrar hennar voru Björn Jóhannsson sjómaður á Ísafirði, f. 28. október 1901, d. 14. mars 1982, og kona hans Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 1. september 1892, d. 13. apríl 1981. Fósturforeldrar Matthildar voru föðurforeldrar hennar Jóhann Rósinkranz Símonarson sjómaður á Ísafirði og í Hafnarfirði, f. 6. október 1874, drukknaði 9. ágúst 1936 og kona hans Matthildur Sigríður Björnsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1868, d. 1. febrúar 1944.
Barn þeirra:
1. Guðbjörg Grétarsdóttir, f. 12. maí 1948. Maður hennar Örn Thorstensen.

II. Kona Grétars, (8. október 1950), er Þórunn Pálsdóttir húsfreyja, f. 27. september 1928.
Börn þeirra:
2. Þorsteina Grétarsdóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, f. 5. apríl 1950 í Þingholti. Maður hennar er Ómar Garðarsson.
3. Páll Sigurgeir Grétarsson sjómaður, matsveinn, f. 1. mars 1951. Kona hans er Herdís Kristmannsdóttir.
4. Gunnar Þór Grétarsson bæjarstarfsmaður, f. 15. janúar 1953. Fyrrum kona hans var Guðríður Jónsdóttir Guðmundssonar. Fyrrum kona hans Auður Einarsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Jósebína Ósk Fannarsdóttir.
5. Margrét Íris Grétarsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 25. desember 1954. Maður hennar er Einar Hallgrímsson Þórðarsonar.
6. Lára Huld Grétarsdóttir húsfreyja skrifstofumaður í Hafnarfirði, f. 8. júlí 1957. Maður hennar er Steindór Ari Steindórsson.
7. Sindri Þór Grétarsson sjómaður, f. 28. apríl 1970. Kona hans er Sæfinna Ásbjörnsdóttir.

Myndir


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Grétar og Þórunn.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 12. júní 2020. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.