„Vestmannaeyjaflugvöllur“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(12 millibreytingar ekki sýndar frá 3 notendum)
Lína 3: Lína 3:
   
   
Eftirfarandi er úr árbók Flugmálastjórnar árið 1978.
Eftirfarandi er úr árbók Flugmálastjórnar árið 1978.
Flugmálastjóri Agnar Kofoed-Hansen reynsluflaug flugvélinni TF-SUX í júlí 1978. Flugvélin er af gerðinni Klemm 25, og kom til landsins með þýska svifflugleiðangrinum árið 1938, en varð síðar eign íslenska ríkisins og Flugmálafélags Íslands. Á árunum 1938 og 1939 var hún m.a. notuð til að kanna lendingarstaði víða um land, en flaug sitt síðasta flug í febrúar 1940. Keyptur hefur verið í hana nýr hreyfill og hún gerð upp. Að því verki hefur aðallega unnið Gísli Sigurðsson.
Flugmálastjóri Agnar Kofoed-Hansen reynsluflaug flugvélinni TF-SUX í júlí 1978. Flugvélin er af gerðinni Klemm 25, og kom til landsins með þýska svifflugleiðangrinum árið 1938, en varð síðar eign íslenska ríkisins og Flugmálafélags Íslands. Á árunum 1938 og 1939 var hún m.a. notuð til að kanna lendingarstaði víða um land, en flaug sitt síðasta flug í febrúar 1940. Keyptur hefur verið í hana nýr hreyfill og hún gerð upp. Að því verki hefur aðallega unnið Gísli Sigurðsson.  
 
Agnar flaug vélinni aftur árið 1982 og er það síðasta flug vélarinnar.
Agnar flaug vélinni aftur árið 1982 og er það síðasta flug vélarinnar.
Flugvélin hékk í lofti flugstöðvarinnar í Vestmannaeyjum frá 20. október 1985 og til 7. febrúar 1999. Flugvélin er nú í vörslu Flugmálafélags Íslands og er ekki lofthæf.
Flugvélin hékk í lofti flugstöðvarinnar í Vestmannaeyjum frá 20. október 1985 og til 7. febrúar 1999. Flugvélin er nú í vörslu Flugmálafélags Íslands og er ekki lofthæf.


Lína 17: Lína 15:


Varðskipið Ægir kom til Vestmannaeyja 11. nóvember 1945 fullhlaðið af stórvirkum vinnuvélum. Þar voru ýtur, gaddavaltarar, kranar, traktorar, loftpressur og fleira. Það var svo um mitt sumar 1946 að farið er að keyra rauðamöl úr Helgafelli í yfirborð flugvallarins.
Varðskipið Ægir kom til Vestmannaeyja 11. nóvember 1945 fullhlaðið af stórvirkum vinnuvélum. Þar voru ýtur, gaddavaltarar, kranar, traktorar, loftpressur og fleira. Það var svo um mitt sumar 1946 að farið er að keyra rauðamöl úr Helgafelli í yfirborð flugvallarins.
[[Mynd:TF-SUX 2.jpg|thumb|200px|left|TF-SUX á túninu suður af [[Litla-Fell|Litla-Felli]] 1. október 1939.]]
Fyrsta flugvélin lenti á flugbrautinni þann 14. ágúst 1946. Flugbrautin var þá 250 m löng. Flugmenn voru Hjalti Tómasson og Halldór Bech og flugu þeir á tveggja sæta flugvélinni Piper Cub J-3 TF-KAK. Tóku þeir í fyrsta sinn póst frá Eyjum loftleiðis. Daglegt áætlunarflug hófst skömmu síðar, 12. október, á vegum Loftleiða. Loftleiðir voru leiðandi í flugvallarmálunum og þeirra menn áttu drjúgan þátt í allri framkvæmd byggingar hans. Vígsla flugvallarins var 13. nóvember 1946.
[[Mynd:Klemm 25-- TF-SUX.JPG|thumb|200px|left|TF-SUX yfir Reykjavíkurflugvelli 1978. Flugmaður er Agnar Eldberg Kofoed-Hansen. Ljósmynd tekin af Sigurjóni Einarssyni  flugstjóra frá Eystri-Oddsstöðum.]]
[[Mynd:Flug.jpg|thumb|200px|left|TF-KAK]]Fyrsta flugvélin lenti á flugbrautinni þann 14. ágúst 1946. Flugbrautin var þá 250 m löng. Flugmenn voru Hjalti Tómasson og Halldór Bech og flugu þeir á tveggja sæta flugvélinni Piper Cub J-3 TF-KAK. Tóku þeir í fyrsta sinn póst frá Eyjum loftleiðis. Daglegt áætlunarflug hófst skömmu síðar, 12. október, á vegum Loftleiða. Loftleiðir voru leiðandi í flugvallarmálunum og þeirra menn áttu drjúgan þátt í allri framkvæmd byggingar hans. Vígsla flugvallarins var 13. nóvember 1946.
 
[[Mynd:1946.6.jpg|thumb|200px|Avro Anson]]
[[Mynd:1947.7.jpg|thumb|200px|right|Einka-og kennsluflugvél Miles Hawk Trainer framan við flugskýlið árið 1947]]
 
 


Tvö lendingaróhöpp áttu sér stað á þessum haustmánuðum. Fyrra atvikið þann 25. september 1946. Þar sem engin lýsing var á vellinum þurfti [[Magnús Thorberg]] póstmeistari að lýsa brautina upp með bíl sínum eftir að dimma tók. Ekki fór það betur en svo að flugvélin TF-RVC vél Loftleiða, klessti á bílinn og var flugvélin ónothæf eftir atvikið. Engin slys urðu á fólki og það má þakka að farþegar fóru út úr bílnum til þess að hrekja burt hest sem virtist ætla að hlaupa inn á brautina. Seinna atvikið var þann 13. nóvember í farþegaflugi frá Öræfum. Kom flugvélin TF-TUK, til þess að taka eldsneyti en flugmanni tókst ekki að stöðva vélina sökum sterks meðvinds og fór vélin út af brautinni. Brotnuðu bæði aðalhjólin undan vélinni og skrúfan eyðilagðist. Engan sakaði.
Tvö lendingaróhöpp áttu sér stað á þessum haustmánuðum. Fyrra atvikið þann 25. september 1946. Þar sem engin lýsing var á vellinum þurfti [[Magnús Thorberg]] póstmeistari að lýsa brautina upp með bíl sínum eftir að dimma tók. Ekki fór það betur en svo að flugvélin TF-RVC vél Loftleiða, klessti á bílinn og var flugvélin ónothæf eftir atvikið. Engin slys urðu á fólki og það má þakka að farþegar fóru út úr bílnum til þess að hrekja burt hest sem virtist ætla að hlaupa inn á brautina. Seinna atvikið var þann 13. nóvember í farþegaflugi frá Öræfum. Kom flugvélin TF-TUK, til þess að taka eldsneyti en flugmanni tókst ekki að stöðva vélina sökum sterks meðvinds og fór vélin út af brautinni. Brotnuðu bæði aðalhjólin undan vélinni og skrúfan eyðilagðist. Engan sakaði.
Lína 32: Lína 23:


== Tækjakostur og aðstaða ==
== Tækjakostur og aðstaða ==
[[Mynd:Fyrsta flugskýlið.JPG|thumb|250px|Fyrsta flugskýlið.]]
 
[[Mynd:Flugvöllur 1947.JPG|thumb|250px|Fyrsta farþegaskýlið 1947]]
Flugvöllurinn samanstendur af flugstöðvarbyggingu, tækjahúsi og flugturni. Fyrsti flugturninn var tekin í notkun árið 1953, nýr flugturn árið 1978, ný flugstöð árið 1980 og tækjahús byggt árið 1995. Flugstöin og flugturnin voru endurbætt árið 2000.
Flugvöllurinn samanstendur af flugvallarbyggingu, tækjahúsi og flugturni. Flugturninn var tekinn í notkun árið 1979, gamla flugstöðin árið 1980 og endurbæting árið 2000, og svo var tækjahúsið byggt árið 1995.


Fram að byggingu tækjahússins höfðu öll tæki og bílar verið geymdir úti, en með tilkomu hússins varð ekkert mál að koma snjóruðningstækjum af stað, þar sem ekki þarf fyrst að ryðja þau.
Fram að byggingu tækjahússins höfðu öll tæki og bílar verið geymdir úti, en með tilkomu hússins varð ekkert mál að koma snjóruðningstækjum af stað, þar sem ekki þarf fyrst að ryðja þau.
Lína 42: Lína 32:
Árið 1999 var flugstöðin stækkuð og endurbætt. Var viðbygging upp á 221 fermetra byggð og er heildargrunnflötur flugstöðvarinnar nú 810 fermetrar. Er stórbætt aðstaða fyrir farþega og starsfólk og var henni breytt til samræmis við þá staðla sem að gilda í flugmálum í dag.
Árið 1999 var flugstöðin stækkuð og endurbætt. Var viðbygging upp á 221 fermetra byggð og er heildargrunnflötur flugstöðvarinnar nú 810 fermetrar. Er stórbætt aðstaða fyrir farþega og starsfólk og var henni breytt til samræmis við þá staðla sem að gilda í flugmálum í dag.


== Flugvallarstjórar ==
== Myndasafn ==
* 1978-: [[Jóhann Guðmundsson]]
<gallery>
* -1978: [[Steingrímur Arnarson]]
Mynd:Flugturn.2000.jpg|Flugturninn endurbættur árið 2000.
* : [[Bói Júll]]
Mynd:Fyrsta flugskýlið.JPG|Fyrsta flugskýlið.
* 1945-: [[Skarphéðinn Vilmundarson]]
Mynd:Flugvöllur 1947.JPG|Fyrsta farþegaskýlið 1947.
Mynd:Flugv.1978.jpg|Bygging flugstöðvar Vestmannaeyja hófst árið 1978.
Mynd:TF-ISA á Ve.velli.jpg|Douglas DC-3 Glófaxi TF-ISA.
Mynd:1946.6.jpg|Avro Anson.
Mynd:1947.7.jpg|Einka-og kennsluflugvél Miles Hawk Trainer framan við flugskýlið árið 1947.
Mynd:TF-SUX 2.jpg|TF-SUX á túninu suður af [[Litla-Fell|Litla-Felli]] 1. október 1939.
Mynd:Klemm 25-- TF-SUX.JPG|TF-SUX yfir Reykjavíkurflugvelli 1978. Flugmaður er Agnar Eldberg Kofoed-Hansen. Ljósmynd tekin af Sigurjóni Einarssyni  flugstjóra frá Eystri-Oddsstöðum.
Mynd:Flug.jpg|TF-KAK
Mynd:Fis..jpg
Mynd:Turn.jpg
Mynd:Sjúkraflugvél..jpg
Mynd:DASH 8.jpg
 
</gallery>
 
== Flugumferðarstjórar ==
* 1946-: [[Skarphéðinn Vilmundarson]]
* 1956-: [[Bjarni Herjólfsson]]
* 1973-: [[Einar Steingrímsson]]
* 1995-: [[Hildur Haukssdóttir]]
* 2000-: [[Bjarni Halldórsson]]
 
== Flugvallarverðir ==
* 1946-: [[Skarphéðinn Vilmundarson]]
* 1966-: [[Steingrímur Arnar]]
* 1979-: [[Jóhann Ingvar Guðmundsson]]
* 1987-: [[Ingibergur Einarsson]]
 


== Flugfarþegar ==
== Flugfarþegar ==
Lína 60: Lína 77:


[[Flokkur:Um Vestmannaeyjar]]
[[Flokkur:Um Vestmannaeyjar]]
<html><style>.gallerytext{text-align: left;}</style></html>

Núverandi breyting frá og með 18. júlí 2012 kl. 07:58

Flugvöllurinn séður ofan af Sæfjalli

Framan af tuttugustu öldinni voru flugsamgöngur sama og engar. Fyrsta flug til Eyja sem heppnaðist var árið 1928. Lenti flugvélin, sem var vatnaflugvél, í höfninni. Fyrsta flugvélin sem lenti á Heimaey var TF-SUX og var það 1. október 1939. Það var á túni Einars Sigurðssonar og Helga Benónýssonar upp af Lambaskorum. Flugmaður var Agnar Kofoed-Hansen og farþegi var Bergur G. Gíslason.

Eftirfarandi er úr árbók Flugmálastjórnar árið 1978. Flugmálastjóri Agnar Kofoed-Hansen reynsluflaug flugvélinni TF-SUX í júlí 1978. Flugvélin er af gerðinni Klemm 25, og kom til landsins með þýska svifflugleiðangrinum árið 1938, en varð síðar eign íslenska ríkisins og Flugmálafélags Íslands. Á árunum 1938 og 1939 var hún m.a. notuð til að kanna lendingarstaði víða um land, en flaug sitt síðasta flug í febrúar 1940. Keyptur hefur verið í hana nýr hreyfill og hún gerð upp. Að því verki hefur aðallega unnið Gísli Sigurðsson. Agnar flaug vélinni aftur árið 1982 og er það síðasta flug vélarinnar. Flugvélin hékk í lofti flugstöðvarinnar í Vestmannaeyjum frá 20. október 1985 og til 7. febrúar 1999. Flugvélin er nú í vörslu Flugmálafélags Íslands og er ekki lofthæf.


Ekkert gerðist í málunum fyrr en árið 1945, þegar bygging flugvallarins hófst.

Bygging flugvallarins

Verkamenn við flugvallargerð árið 1946

Jóhann Þ. Jósefsson átti frumkvæðið í flugvallamálum Vestmannaeyinga, enda var hann alþingismaður þeirra. Hann, ásamt reyndum flugmönnum, gerði frumathuganir á skilyrðum á Heimaey til flugvallagerðar. Þeir komust að því að hagstæðast væri að byggja flugvöllinn austan Ofanleitis, þar eð austanátt var ríkjandi vindátt. Verkfræðingar voru sammála staðsetningunni og var tillaga til flugvallargerðar samþykkt á Alþingi 1944-45. Ákveðið var að flugbrautin yrði 800 m löng og 60 m breið.

Varðskipið Ægir kom til Vestmannaeyja 11. nóvember 1945 fullhlaðið af stórvirkum vinnuvélum. Þar voru ýtur, gaddavaltarar, kranar, traktorar, loftpressur og fleira. Það var svo um mitt sumar 1946 að farið er að keyra rauðamöl úr Helgafelli í yfirborð flugvallarins. Fyrsta flugvélin lenti á flugbrautinni þann 14. ágúst 1946. Flugbrautin var þá 250 m löng. Flugmenn voru Hjalti Tómasson og Halldór Bech og flugu þeir á tveggja sæta flugvélinni Piper Cub J-3 TF-KAK. Tóku þeir í fyrsta sinn póst frá Eyjum loftleiðis. Daglegt áætlunarflug hófst skömmu síðar, 12. október, á vegum Loftleiða. Loftleiðir voru leiðandi í flugvallarmálunum og þeirra menn áttu drjúgan þátt í allri framkvæmd byggingar hans. Vígsla flugvallarins var 13. nóvember 1946.

Tvö lendingaróhöpp áttu sér stað á þessum haustmánuðum. Fyrra atvikið þann 25. september 1946. Þar sem engin lýsing var á vellinum þurfti Magnús Thorberg póstmeistari að lýsa brautina upp með bíl sínum eftir að dimma tók. Ekki fór það betur en svo að flugvélin TF-RVC vél Loftleiða, klessti á bílinn og var flugvélin ónothæf eftir atvikið. Engin slys urðu á fólki og það má þakka að farþegar fóru út úr bílnum til þess að hrekja burt hest sem virtist ætla að hlaupa inn á brautina. Seinna atvikið var þann 13. nóvember í farþegaflugi frá Öræfum. Kom flugvélin TF-TUK, til þess að taka eldsneyti en flugmanni tókst ekki að stöðva vélina sökum sterks meðvinds og fór vélin út af brautinni. Brotnuðu bæði aðalhjólin undan vélinni og skrúfan eyðilagðist. Engan sakaði.

Lengd flugvallarins

Við vígsluna var aðeins ein flugbraut, austur-vestur brautin og var hún 700 m löng. Hún var lengd upp í 900 m fyrir gos og norður-suður brautin einnig lögð og var hún 700 m. Lítið var um uppfyllingarefni fram að gosi en eftir gos var nóg af efni, þannig að brautirnar voru lengdar og eru nú 1300 m og 1100 m. Slitlag var lagt á báðar brautir árið 1990. Samtals eru brautirnar 100 þúsund fermetrar.

Tækjakostur og aðstaða

Flugvöllurinn samanstendur af flugstöðvarbyggingu, tækjahúsi og flugturni. Fyrsti flugturninn var tekin í notkun árið 1953, nýr flugturn árið 1978, ný flugstöð árið 1980 og tækjahús byggt árið 1995. Flugstöin og flugturnin voru endurbætt árið 2000.

Fram að byggingu tækjahússins höfðu öll tæki og bílar verið geymdir úti, en með tilkomu hússins varð ekkert mál að koma snjóruðningstækjum af stað, þar sem ekki þarf fyrst að ryðja þau.

Bílar sem eru í eigu flugvallarins eru vörubíll með 5 m tönn og sóp, Oshkosh bifreið árgerð 1952 með 3,5 m tönn, tveir slökkvibílar og Volvo 1947 með blásara.

Árið 1999 var flugstöðin stækkuð og endurbætt. Var viðbygging upp á 221 fermetra byggð og er heildargrunnflötur flugstöðvarinnar nú 810 fermetrar. Er stórbætt aðstaða fyrir farþega og starsfólk og var henni breytt til samræmis við þá staðla sem að gilda í flugmálum í dag.

Myndasafn

Flugumferðarstjórar

Flugvallarverðir


Flugfarþegar

  • 1999: 89.013
  • 2000: 72.837



Heimildir

  • Arngrímur Sigurðsson. Annálar íslenskra flugmála 1942-1945. Reykjavík: Íslenska flugsögufélagið, 1990.
  • Ómar Garðarson. Fjölfarnasti flugvölllur landsins á hvern íbúa. Fréttir. 23. árg. 50. tbl. 12. desember 1996.
  • Sigurjón Einarsson. Upphaf flugs um Vestmannaeyjaflugvöll fyrir 50 árum. Dagskrá. 32. tbl. 25. árg. 30. ágúst 1996.