Einar Steingrímsson
Einar Steingrímsson er fæddur í Vestmannaeyjum 22. desember 1951.
Faðir Steingrímur Arnar flugvallarstjóri í Vestmannaeyjum, frá 13.06.1966 til dánardægurs, f. á Siglufirði 19.07.1930, d. 20.05.1980. Föðuramma Jóhanna Pétursdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 16.08.1909, d. 14.021998.
Móðir Eygló Einarsdóttir húsmóðir í Vestmannaeyjum, f. í Vestmannaeyjum 19.09.1927, d. 12.06.1983. Móðurafi Einar Ingvarsson starfsmaður Vestmannaeyjabæjar, f. 10.10.1891, d. 18.05.1968. Móðuramma Guðrún Eyjólfsdóttir húsmóðir í Vestmannaeyjum, f. 04.02.1898, d. 29.11.1980.
Fyrri störf og námsferill: Gagnfræðapróf 1968, enskunám í Kent í Englandi 1968-1969. Hóf störf hjá Flugmálastjórn sem aðstoðarmaður í flugstjórnarmiðstöðinni 2. júní 1971 og verklegt nám í flugturninum í Reykjavík frá 1. október 1971 sem lauk með réttindaprófi í desember 1972.
Grunnnám: Bóklegt nám á námskeiðum fyrir einkaflugmenn, atvinnuflugmenn og blindflugsréttindi, síðan í skóla ATS, tók grunnpróf og síðan réttindapróf. Starfsréttindi: TWR-réttindi fyrir Vestmannaeyjaflugvöll í desember 1972. Starfsferill: Leysti af um hríð á flugradíóinu í Hornafirði sumarið 1972, hefur starfað sem flugumferðarstjóri í Vestmannaeyjum allt frá byrjun árs 1973.
Félags- og trúnaðarstörf: Félagi í Rótaryklúbbi Vestmannaeyja 1975, forseti 1981-1982. Félagi í frímúrarastúkunni Eddu frá 1991, ýmis nefndastörf á vegum Vestmannaeyjabæjar frá 1978, varabæjarfulltrúi 1978-1982, ritari í stjórn sjúkrahúss Vestmannaeyja 1986-1990.
Maki, gifting 10.10.1984, Guðný Ingigerður Óskarsdóttir, húsfreyja, verslunarmaður í Vestmannaeyjum, f. í Reykjavík 04.09.1948. Tengdafaðir Óskar Þorgilsson bifvélavirkjameistari f. 05.03.1919. Tengdamóðir Pálína Ingunn Benjamínsdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 04.04.1918, d. 06.09.1974.
Börn (fósturbörn): Dóra Björk Gústafsdóttir húsmóðir, f. 10.10.1970, Guðrún Erla Gústafsdóttir húsmóðir, f. 18.02.1972, og Gústaf Adólf Gústafsson stálskipasmiður, f. 31.01.1974.