Magnús Thorberg

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Magnús Thorberg frá Ísafirði, póstmeistari, heildsali fæddist þar 12. júlí 1917 og lést 2. október 1991.
Foreldrar hans voru Magnús Thorberg Helgason útgerðarmaður, f. 6. júlí 1881, d. 2. febrúar 1930, og Kristín Guðrún Magnúsdóttir Thorberg húsfreyja, f. 15. júlí 1884, d. 17. febrúar 1966.

Magnús var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Magnús var á 13. árinu. Hann var með ekkjunni móður sinni á Sólvallagötu 33 í Rvk 1930.
Magnús varð póstmeistari í Eyjum, síðar heildsali í Rvk.
Þau Guðfinna (Minna) giftu sig eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Borg og við Hólagötu 14. Guðfinna lést 1985 og Magnús 1991.

I. Kona Magnúsar var Guðfinna Breiðfjörð Sigurðardóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja, hárgreiðslumeistari, f. 12. ágúst 1921 í Rvk, d. 10. nóvember 1985.
Börn þeirra:
1. Þorbjörg Gyða Thorberg, f. 20. apríl 1947 í Borg við Heimagötu 3, d. 6. september 2006.
2. Kristín Thorberg hjúkrunarfræðingur, f. 13. nóvember 1948 í Borg við Heimagötu 3.
3. Helga Thorberg leikkona, f. 7. júlí 1950 á Borg við Heimagötu 3.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.