„Ritverk Árna Árnasonar/Bjarni Bjarnason (rakari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 27: Lína 27:


Börn Bjarna og Kristínar:<br>
Börn Bjarna og Kristínar:<br>
1. [[Jónína Bjarnadóttir (Heiðarvegi)|Jónína]] öryrki, fædd 9. janúar 1942, búsett að Hátúni í Reykjavík.<br>
1. [[Jónína Bjarnadóttir (Heiðarvegi)|Jónína]] öryrki, fædd 9. janúar 1942, d. 17. september 2023.<br>
2. [[Anna Erna Bjarnadóttir |Anna ''Erna'']] húsfreyja og starfsmaður Íslensk ameríska verslunarfélagsins, fædd 16. apríl 1943, dáin 3. febrúar 1996, gift Magnúsi Karlssyni vélvirkja og tollverði.<br>
2. [[Anna Erna Bjarnadóttir |Anna ''Erna'']] húsfreyja og starfsmaður Íslensk ameríska verslunarfélagsins, fædd 16. apríl 1943, dáin 3. febrúar 1996, gift Magnúsi Karlssyni vélvirkja og tollverði.<br>
3. [[Bjarni Bjarnason (Heiðarvegi)|Bjarni]] sjómaður, fæddur 20. nóvember 1946, dáinn 19. ágúst 1966.<br>
3. [[Bjarni Bjarnason (sjómaður)|Bjarni]] sjómaður, fæddur 20. nóvember 1946, dáinn 19. ágúst 1966.<br>
4. [[Helga Bjarnadóttir (hjúkrunarfræðingur)|Guðbjörg ''Helga'']] húsfreyja og hjúkrunarfræðingur, fædd 2. maí 1948, gift Hjalta Jóhannssyni tæknifræðingi í Hafnarfirði.<br>
4. [[Helga Bjarnadóttir (hjúkrunarfræðingur)|Guðbjörg ''Helga'']] húsfreyja og hjúkrunarfræðingur, fædd 2. maí 1948, gift Hjalta Jóhannssyni tæknifræðingi í Hafnarfirði.<br>
5. [[Einar Bjarnason (Godthaab)|Einar Bjarnason]] frystihússeigandi í Eyjum, f. 8. ágúst 1956, kvæntur [[Ester Ólafsdóttir Runólfssonar|Ester Ólafsdóttur]] [[Ólafur Runólfsson (Búðarfelli)|Runólfssonar]].<br>
5. [[Einar Bjarnason (Godthaab)|Einar Bjarnason]] frystihússeigandi í Eyjum, f. 8. ágúst 1956, kvæntur [[Ester Ólafsdóttir Runólfssonar|Ester Ólafsdóttur]] [[Ólafur Runólfsson (Búðarfelli)|Runólfssonar]].<br>

Núverandi breyting frá og með 12. desember 2023 kl. 17:37

Kynning.

Bjarni Bjarnason rakari.
Bjarni rakari.

Bjarni Bjarnason rakari fæddist 12. maí 1916 og lést 26. desember 1998.
Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason formaður á Hoffelli, f. 18. maí 1885, drukknaði við Eiðið 16. desember 1924, og kona hans Jónína Sigurðardóttir, f. 17. september 1892 á Parti í Húsavík í N-Múl., dáin 27. desember 1988.

Börn Jónínu og Bjarna:
1. Jóhann Bjarnason hafnarvörður, f. 16. október 1913, d. 6. febrúar 1994, kvæntur Oddnýju Bjarnadóttur forstöðukonu barnaheimilisins að Sóla, f. 23. apríl 1914, d. 29. september 2000.
2. Bjarni Bjarnason hárskeri, f. 12. maí 1916, d. 26. desember 1998, kvæntur Kristínu Einarsdóttur húsfreyju, f. 29. apríl 1914, d. 7. febrúar 1995.
3. Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja og sjúkranuddari, f. 6. janúar 1921, d. 25. júní 1990, gift Eðvaldi Hinrikssyni Mikson íþróttaþjálfara og nuddara, f. 12. júlí 1911, d. 27. desember 1993.
4. Andvana stúlka, f. 6. janúar 1921, tvíburi móti Sigríði.
Barn Jónínu og síðari manns hennar Þórarins Ólasonar:
5. Óli Sigurður Þórarinsson lærður hárskeri, verkamaður, starfsmaður Flugfélagsins, f. 31. maí 1931, d. 19. júní 1989, kvæntur, (skildu), Gyðu Steingrímsdóttur húsfreyju frá Höfðakoti á Skaga í A-Hún., f. 6. júní 1935, d. 4. janúar 2011.
Fósturbarn Jónínu og Þórarins, sonur Sigríðar dóttur Jónínu:
6. Bjarni Þórarinn Jónsson vaktmaður, f. 8. nóvember 1941, d. 28. júlí 2016. Fyrrum kona Bjarna Vilborg Karlsdóttir. Barnsmóðir hans Helga Björgvinsdóttir

Bjarni ólst upp í Eyjum. Þar var hann á Hoffelli með foreldrum sínum og Jóhanni bróður sínum 1920.
Hann missti föður sinn átta ára.
Ungur var hann sendill og stundaði sjómennsku. Móðir hans átti í útgerð í fyrstu og vann fjölskyldan við hana.
Hann hóf hárskeranám 18 ára hjá Árna Böðvarssyni og stundaði iðnina í 35 ár.
Þá hóf hann afgreiðslustörf í Brynjólfsbúð, sem var í eigu Kaupfélagsins og þar var hann deildarstjóri fram að Gosi og að nokkru leyti í Gosinu.
Bjarni fékk vinnu í Kassagerðinni eftir gos og vann þar síðan meðan aldur leyfði.
Þau Kristín fengu inni í Viðlagasjóðshúsum í Kópavogi, keyptu sér síðan íbúð í Hraunbæ í Reykjavík. Þar bjuggu þau meðan Kristín lifði. Að lokum dvaldi hann á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Bjarni var félagi í Oddfellow-reglunni og einnig í Akóges.

Kona Bjarna, (19. júlí 1941), var Kristín Einarsdóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1914, d. 7. febrúar 1995.

Börn Bjarna og Kristínar:
1. Jónína öryrki, fædd 9. janúar 1942, d. 17. september 2023.
2. Anna Erna húsfreyja og starfsmaður Íslensk ameríska verslunarfélagsins, fædd 16. apríl 1943, dáin 3. febrúar 1996, gift Magnúsi Karlssyni vélvirkja og tollverði.
3. Bjarni sjómaður, fæddur 20. nóvember 1946, dáinn 19. ágúst 1966.
4. Guðbjörg Helga húsfreyja og hjúkrunarfræðingur, fædd 2. maí 1948, gift Hjalta Jóhannssyni tæknifræðingi í Hafnarfirði.
5. Einar Bjarnason frystihússeigandi í Eyjum, f. 8. ágúst 1956, kvæntur Ester Ólafsdóttur Runólfssonar.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Bjarni er lágur vexti, vart meira en meðalhár, en nokkuð þrekinn og meðalfær að kröftum.
Hann er ljós yfirlitum, skolhærður og magur í andliti. Hann er skapléttur og vel snar, fylginn sér og þolinn til vinnu.
Hann hefir verið við lundaveiðar nokkuð og er allgóður að veiða eftir þjálfunartíma hans að dæma. Í félagi úteyja er Bjarni vel kátur og félagslyndur, ræðinn og kann frá mörgu skemmtilegu að segja. – Hin síðari ár hefir hann lítið verið að veiðum, en stundað iðn sína af kappi og reglusemi. Hefir þó aðeins borið við að veiða á Heimalandinu, en mjög óstöðugt. Væri efalaust gott veiðimannsefni, ef hann hefði aðstæður til frekari ástundunar.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.