Jónína Bjarnadóttir (Heiðarvegi)
Jónína Bjarnadóttir öryrki fæddist 9. janúar 1942 í Kaupangi við Vestmannabraut 31 og lést 17. september 2023 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason rakarameistari, f. 12. maí 1916, d. 26. desember 1998, og kona hans Kristín Einarsdóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1914, d. 7. febrúar 1995.
Börn Kristínar og Bjarna:
1. Jónína öryrki, f. 9. janúar 1942, d. 17. september 2023.
2. Anna Erna húsfreyja og starfsmaður Íslensk ameríska verslunarfélagsins, f. 16. apríl 1943, d. 3. febrúar 1996, gift Magnúsi Karlssyni vélvirkja og tollverði.
3. Bjarni sjómaður, f, 20. nóvember 1946, d. 19. ágúst 1966.
4. Guðbjörg Helga húsfreyja og hjúkrunarfræðingur, f. 2. maí 1948, gift Hjalta Jóhannssyni tæknifræðingi í Hafnarfirði.
5. Einar Bjarnason frystihússeigandi í Eyjum, f. 8. ágúst 1956, kvæntur Ester Ólafsdóttur Runólfssonar.
Jónína var með foreldrum sínum í Kaupangi, og á Heiðarvegi 26 til Goss 1973, fluttist þá með þeim til lands.
Hún var hreyfihömluð frá fæðingu, fékk inni í Sjálfsbjargarheimilinu í Reykjavík 1973, bjó þar í tæp 50 ár, en að síðustu dvaldi hún á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Jónína lést 2023.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 18. október 2023. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.