Oddný Bjarnadóttir (forstöðukona)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Oddný Guðný Bjarnadóttir frá Fáskrúðsfirði, húsfreyja, forstöðukona fæddist þar 23. apríl 1914 og lést 29. september 2000.
Foreldrar hennar voru Bjarni Austmann Bjarnason verkamaður í Bjarnaborg á Búðum í Fáskrúðsfirði, f. 19. ágúst 1876 á Gíslastöðum í Vallaneshreppi á Héraði, d. 30. apríl 1955, og kona hans Stefanía Markúsdóttir húsfreyja í Bjarnaborg, f. 28. ágúst 1884 á Þuríðarstöðum í Fljótsdal á Héraði, d. 10. apríl 1975.

Börn Stefaníu og Bjarna Austmanns:
1. Þórður Bjarnason sjómaður, skósmiður, f. 5. apríl 1905 á Norðfirði, d. 31. mars 1963.
2. Guðrún Björg Austmann húsfreyja á Djúpavogi, f. 28. maí 1906 á Norðfirði, d. 16. nóvember 1946.
3. Ágúst Austmann Bjarnason bóndi á Sauðanesi í Úlfsdölum, f. 10. september 1909 á Hóli í Breiðdal, d. 21. maí 1968.
4. Garðar Bjarnason, f. 30. nóvember 1911 í Víkurgerði á Fáskrúðsfirði, d. 1. janúar 1914.
5. Oddný Guðný Bjarnadóttir fiskverkakona, síðar húsfreyja og forstöðumaður, f. 23. apríl 1914, d. 29. september 2000.
6. Andrea Bjarnadóttir, f. 1. júní 1917 í Fáskrúðsfirði, síðast í Reykjavík, d. 19. nóvember 1986.
7. Andrés Bjarnason gullsmiður í Reykjavík, f. 21. febrúar 1921 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 28. apríl 2002.
8. Karl Bjarnason, f. 21. febrúar 1921 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 12. júlí 1935.
9. Hansína Bjarnadóttir húsfreyja í Reykjavík, bjó síðast í Hveragerði, f. 21. febrúar 1921 í Fáskrúðsfirði, d. 26. september 2011.
10. Garðar Björgvin Bjarnason stýrimaður, f. 28. maí 1928 á Fáskrúðsfirði, síðast í Hafnarfirði, d. 29. desember 1980.

Oddný var með foreldrum sínum í æsku, í Gerði í Fáskrúðsfirði og Bjarnaborg þar. Hún flutti með þeim til Eyja 1937.
Hún varð fyrsta forstöðukona Leikskólans á Sóla.
Þau Jóhann giftu sig 1937, eignuðust eitt kjörbarn. Þau bjuggu í fyrstu á Reyni við Bárustíg 5, byggðu húsið við Ásavegi 8 og bjuggu þar uns þau fluttu í Hraunbúðir 1993.
Jóhann lést 1994 og Oddný 2000.

I. Maður Oddnýjar, (6. nóvember 1937), var Jóhann Bjarnason frá Hoffelli, sjómaður, vélstjóri, hafnarvörður, f. 16. október 1913, d. 6. febrúar 1994.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Hanna Mallý Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1946, d. 12. desember 2008. Fyrrum maður hennar Mikael Magnússon.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.