Gyða Steingrímsdóttir (Hoffelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gyða Steingrímsdóttir.

Gyða Steingrímsdóttir frá Höfðakoti á Skagaströnd, húsfeyja, verkakona, , starfsmaður á leikskóla, verslunarstarfsmaður fæddist 6. júní 1935 og lést 4. janúar 2011.
Foreldrar hennar voru Steingrímur Jónsson, verkamaður á Skagaströnd, f. 16. júní 1897 á Skeggjastöðum í Hofssókn á Skaga, d. 15. janúar 1992, og kona hans Halldóra Pétursdóttir frá Tjörn á Skaga, f. 22. ágúst 1898, d. 23. desember 1987.

Gyða fór ung til Reykjavíkur, vann á vöggustofu, flutti til Eyja, vann við fiskiðnað, á leikskólanum Sóla, í Kaupfélaginu og í Samkomuhúsinu. Síðar vann hún hjá SÍS í Reykjavík, í Álftamýrarskóla og hjá Póstinum.
Þau Óli giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Ásaveg 8 og á Hoffelli við Ásaveg 10. Þau skyldu.
Þau Bjarni hófu sambúð. Þau bjuggu í Álftamýri og í Vættaborgum í Grafarvogi.
Gyða lést 2011.

I. Maður Gyðu, (29. desember 1957, skildu), var Óli Sigurður Þórarinsson frá Hoffelli, hárskeri, verkamaður, f. 31. maí 1931, d. 19. júní 1989.
Börn þeirra:
1. Kristjana Óladóttir, f. 25. apríl 1958. Maður hennar Þráinn G. Þorbjörnsson.
2. Albert Ólason, f. 12. mars 1960. Barnsmóðir hans Sólrún U. Harðardóttir.
3. Þórarinn Ólason, f. 21, febrúar 1963. Barnsmóðir hans Elsa Busk. Sambúðarkona hans Eydís Unnur Tórshamar

II. Sambúðarmaður Gyðu er Bjarni Elíasson, f. 29. ágúst 1933.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.