Einar Bjarnason (Áshamri)
Einar Bjarnason fjármálastjóri fæddist 8. ágúst 1956 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason rakarameistari, f. 12. maí 1916, d. 26. desember 1998, og kona hans Kristín Einarsdóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1914, d. 7. febrúar 1995.
Börn Kristínar og Bjarna:
1. Jónína öryrki, fædd 9. janúar 1942, d. 17. september 2023.
2. Anna Erna húsfreyja og starfsmaður Íslensk ameríska verslunarfélagsins, fædd 16. apríl 1943, dáin 3. febrúar 1996, gift Magnúsi Karlssyni vélvirkja og tollverði.
3. Bjarni sjómaður, fæddur 20. nóvember 1946, dáinn 19. ágúst 1966.
4. Guðbjörg Helga húsfreyja og hjúkrunarfræðingur, fædd 2. maí 1948, gift Hjalta Jóhannssyni tæknifræðingi í Hafnarfirði.
5. Einar Bjarnason fjármálastjóri í Eyjum, f. 8. ágúst 1956, kvæntur Ester Ólafsdóttur Runólfssonar.
Einar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi 1971 og 4 og 5. bekk í Gagnfræðaskólanum í Eyjum, en vegna Gossins 1973 lauk hann prófum 5. bekkjar í Rvk. Hann lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun í Iðnskólanum á Selfossi 1978. Þau Ester fluttu til Eyja 1979.
Einar vann í Hraðfrystistöðinni, var verkstjóri þar, síðan skrifstofumaður á skrifstofu hennar, í heild 24 ár.
Ásamt fjórum öðrum stofnaði hann fiskvinnslufyrirtækið Godthaab í Nöf árið 2000 og ráku það til 2018, þá keyptu tveir þeirra fyrirtækið, þeir Sigurjón Óskarsson og Daði Pálsson, nefndu það Leó Seafood. Fyrirtækið er nú eign Vinnslustöðvarinnar frá áramótum 2023-2024. Einar er fjármálastjóri fyrirtækisins.
Þau Ester giftu sig 1975, eignuðust fjögur börn. Þau búa við Áshamar.
I. Kona Einars, (16. ágúst 1975), er Ester Ólafsdóttir frá Búðarfelli við Skólaveg 8, húsfreyja, verslunarmaður, fiskvinnslukona, f. 7. nóvember 1956.
Börn þeirra:
1. Kristborg Einarsdóttir skólastjóri í Svíþjóð, f. 28. júlí 1973. Maður hennar Rickard Petersson.
2. Elva Björk Einarsdóttir starfsmaður á leikskóla, f. 5. júní 1980. Maður hennar Hörður Harðarson.
3. Bjarni Rúnar Einarsson fiskvinnslustjóri, f. 6. september 1983. Kona hans Arna Hrund Baldursdóttir.
4. Sara Rós Einarsdóttir sálfræðingur, f. 15. maí 1993. Sambúðarmaður hennar Jónas Bergsteinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Einar.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.