„Guðmunda Margrét Sigurjónsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðmunda Margrét Sigurjónsdóttir''' frá Skuld vinnukona, húsfreyja í Reykjavík fæddist 13. júní 1913 í Skuld og lést 19. desember 1934.<br> Foreldrar hennar voru...)
 
m (Verndaði „Guðmunda Margrét Sigurjónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 13. nóvember 2019 kl. 18:19

Guðmunda Margrét Sigurjónsdóttir frá Skuld vinnukona, húsfreyja í Reykjavík fæddist 13. júní 1913 í Skuld og lést 19. desember 1934.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Pálsson frá Hansabæ í Reykjavík, sjómaður, verkamaður f. 21. júní 1887, d. 4. júní 1968, og fyrri kona hans Guðný Kristjana Einarsdóttir frá Búðarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 18. nóvember 1892, d. 9. október 1964.

Börn Sigurjóns og Kristjönu, fyrri konu hans:
1. Björgvin Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, vélsmiður í Hafnarfirði, f. 21. október 1911 í Norður-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum, d. 18. júlí 1992.
2. Guðmunda Margrét Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1913 í Skuld, fluttist til Reykjavíkur 1930, d. 19. desember 1934.
3. Einar Valgeir Sigurjónsson múrari í Hafnarfirði, f. 4. júlí 1916 á Kirkjubæ, fóstraður hjá Valgerði og Einari móðurforeldrum sínum í A-Landeyjum, d. 31. maí 1999.

Börn Sigurjóns og Áslaugar, síðari konu hans:
4. Rósa Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, f. 14. desember 1927, d. 28. febrúar 2007. Maður hennar var Valdimar Kristinn Valdimarsson.
5. Guðmundur Sigurjónsson, dó ungbarn.
6. Hansína Sigurjónsdóttir, f. 23. febrúar 1931. Maður hennar Skúli Skúlason.
7. Guðfinna Pálína Ólöf Sigurjónsdóttir, f. 3. ágúst 1933, d. 24. maí 2016. Maður hennar Halldór Ársælsson.
8. Guðný Sigurjónsdóttir, f. 19. júní 1936, d. 19. janúar 2014. Maður hennar Jakob Cecil Júlíusson
9. Margrét Sigurjónsdóttir, f. 7. mars 1937, óg.
10. Svavar Sigurjónsson, f. 26. ágúst 1938. Kona hans var Sigurbjörg Eiríksdóttir, látin.

Börn Guðnýjar Kristjönu og Haraldar Sigurðssonar, síðari manns hennar:
1. Haraldur Ágúst Haraldsson járnsmiður, f. 27. október 1919, d. 16. október 1984.
2. Friðrik Haraldsson bakarameistari, f. 9. ágúst 1922, d. 21. mars 2014.
3. Rúrik Theodór Haraldsson leikari, f. 14. janúar 1926, d. 23. janúar 2003.
4. Ása Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. júlí 1928, d. 4. nóvember 2014.

Guðmunda Margrét var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, með þeim í Skuld 1913, á Kirkjubæ 1916 og 1917 og í París 1918.
Foreldrar hennar skildu og hún var með móður sinni á Sandi 1919 og enn 1930.
Hún fluttist til Reykjavíkur 1930, var vinnukona á Grettisgötu 46 á því ári. Hún bjó á Skúlagötu 7 við fæðingu Birnu 1932. Þau Jón Þorbergur eignuðust Ingibjörgu Birnu 1932.
Guðmunda Margrét lést 1934 og barnið fór í fóstur til föðurforeldra sinna í nokkur ár, en var síðan fóstruð hjá móðurforeldrum sínum á Sandi .

I. Sambúðarmaður Guðmundu Margrétar var Jón Þorbergur Bjarnason verkamaður, f. 22. júlí 1905 í Reykjavík, d. 29. nóvember 1973. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson sjómaður, f. 8. júní 1872 á Ferjunesi í Flóa, d. 8. september 1954, og kona hans Guðrún Björg Jónsdóttir, f. 6. desember 1876 á Dratthalastöðum í Hjaltastaðaþinghá, S-Múl., d. 4. febrúiar 1942.
Barn þeirra:
1. Ingibjörg Birna Jónsdóttir frá Sandi, húsfreyja á Skagaströnd og í Hafnarfirði, f. 6. ágúst 1932 í Reykjavík, d. 26. október 1932 á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.