Kristjana Einarsdóttir (Sandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Kristjana Einarsdóttir frá Krossi í A-Landeyjum, húsfreyja á Sandi fæddist 18. nóvember 1891 og lést 9. október 1964.
Faðir Kristjönu var Einar bóndi á Búðarhóli 1912-1931, f. 29. apríl 1867, d. 4. ágúst 1950, Nikulásson bónda í Krosshjáleigu (nú Kross II) í A-Landeyjum, f. 5. maí 1833, d. 9. mars 1889, Árnasonar bónda í Rimakoti, f. 5. ágúst 1803, d. 12. janúar 1854, Pálssonar, og fyrri konu Árna Pálssonar í Rimakoti, (30. október 1829), Ingveldar húsfreyju, f. 29. september 1806 á Núpi undir Eyjafjöllum, d. 6. ágúst 1843, Ormsdóttur.
Móðir Einars bónda á Búðarhóli og kona Nikulásar var Oddný húsfreyja, f. 20. apríl 1837, d. 17. apríl 1891, Gunnlaugsdóttir bónda og formanns í Litlu-Hildisey, f. 28. ágúst 1804 á Bryggjum, d. 21. nóvember 1884 í Litlu-Hildisey, Einarssonar bónda í Litlu-Hildisey Árnasonar, og konu Gunnlaugs í Litlu-Hildisey (28. nóvember 1803) Oddnýjar húsfreyju, f. 1769 á Ljótarstöðum í A-Landeyjum, Guðmundsdóttur bónda á Skíðbakka Þorleifssonar.

Móðir Kristjönu og kona (3. júní 1892) Einars á Búðarhóli var Valgerður húsfreyja, f. 15. maí 1870, d. 15. júlí 1941, Oddsdóttir bónda á Krossi í A-Landeyjum og formanns við Fjallasand og í Eyjum, f. 7. október 1842 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, d. 16. nóvember 1922 á Heiði á Rangárvöllum, Péturssonar bónda á Hrútafelli, f. 15. júní 1813, d. 14. júní 1862, Oddssonar, og konu Péturs á Hrútafelli, Valgerðar húsfreyju, f. 7. janúar 1809, d. 29. apríl 1876, Hróbjartsdóttur.
Móðir Valgerðar á Búðarhóli og fyrri kona Odds Péturssonar (22. júlí 1869) var Sigríður húsfreyja, f. 5. júlí 1840 í Skálakoti u. Eyjafjöllum, d. 27. febrúar 1885 á Krossi í A-Landeyjum, Árnadóttir.

Börn Valgerðar Oddsdóttur og Einars Nikulássonar í Eyjum:
1. Óskar Pétur Einarsson lögregluþjónn. Kona hans var Guðný Svava Gísladóttir frá Arnarhóli.
2. Guðný Kristjana Einarsdóttir húsfreyja, kona Sigurjóns Pálssonar sjómanns og síðari kona Haraldar Sigurðssonar á Sandi.
3. Sigurbjörg Einarsdóttir húsfreyja í Breiðholti, kona Bjarna dýaralæknis.
4. Sigurjón Einarsson bóndi á Búðarhóli. Bjó í Eyjum frá 1952, kvæntur Margréti Fríðu Jósepsdóttur.

Kristjana var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Krossi í A-Landeyjum 1901 og 1910.
Þau Sigurjón fluttu til Eyja frá Krossi í A-Landeyjum 1913, bjuggu í Skuld á því ári og eignuðust Guðmundu Margréti þar. Björgvin var fluttur til Eyja frá Búðarhóli í A-Landeyjum 1915.
Þau Sigurjón bjuggu 1916 á Kirkjubæ við fæðingu Einars Valgeirs.
1918 bjó Kristjana með Sigurjóni í París með börnin Björgvin, Guðmundu Margréti og Einar Valgeir.
Kristjana var bústýra á Sandi hjá Haraldi 1919 með Björgvin, Guðmundu Margréti og börnum Haraldar, Guðmundi Trausta og Kalmani Steinbergi, en Einar Valgeir var kominn í fóstur til móðurforeldra sinna í A-Landeyjum.
Hún var fráskilin húsfreyja á Sandi 1920 með Haraldi og barni þeirra Haraldi Ágústi nýfæddum, Kalmani Steinbergi barni Haraldar og börnum Kristjönu frá fyrra hjónabandi, þeim Björgvin og Guðmundu Margréti Sigurjónsbörnum.
Þau Haraldur bjuggu síðan á Sandi.
Haraldur lést 1943 og Guðný Kristjana 1964.

I. Maður Kristjönu, (skildu), var Sigurjón Pálsson frá Hansabæ í Reykjavík, sjómaður, verkamaður, bílamálari, f. 21. júní 1887, d. 4. júní 1968.
Börn þeirra:
1. Björgvin Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, vélsmíðameistari, f. 21. október 1911 í Norður-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum, d. 18. júlí 1992.
2. Guðmunda Margrét Sigurjónsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 13. júní 1913 í Skuld, fluttist til Reykjavíkur 1930, d. 19. desember 1934.
3. Einar Valgeir Sigurjónsson múrari í Hafnarfirði, f. 4. júlí 1916 á Kirkjubæ, fóstraður hjá Valgerði og Einari móðurforeldrum sínum í A-Landeyjum, d. 31. maí 1999.

II. Sambýlismaður Kristjönu var Haraldur Sigurðsson frá Háamúla í Fljótshlíð, trésmiður á Sandi, f. 18. október 1876, d. 18. september 1943.
Börn þeirra:
1. Haraldur Ágúst Haraldsson járnsmiður, f. 27. október 1919, d. 16. október 1984.
2. Friðrik Haraldsson bakarameistari, f. 9. ágúst 1922, d. 21. mars 2014.
3. Rúrik Theodór Haraldsson leikari, f. 14. janúar 1926, d. 23. janúar 2003.
4. Ása Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. júlí 1928, d. 4. nóvember 2014.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.