Birna Jónsdóttir (Sandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingibjörg Birna Jónsdóttir.

Ingibjörg Birna Jónsdóttir frá Sandi, húsfreyja á Skagaströnd fæddist 6. ágúst 1932 í Reykjavík og lést 26. október 2018 á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Þorbergur Bjarnason verkamaður, f. 22. júlí 1905 í Reykjavík, d. 29. nóvember 1973, og Guðmunda Margrét Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1913 í Skuld, d. 19. desember 1934.

Birna missti móður sína, er hún var á þriðja árinu.
Hún ólst upp hjá föðurforeldrum sínum til sex ára aldurs, en síðan á Sandi hjá Kristjönu ömmu sinni.
Birna stundaði nám á Reykjum í Hrútafirði einn vetur og síðan í leiklistarskóla Ævars Kvaran í Reykjavík, þá stundaði hún einnig nám í ballett.
Þau Sveinbjörn Helgi giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu fyrstu tvö ár sín í Eyjum, fluttu til Skagastrandar 1955, en fluttu til Hafnarfjarðar 2001.

I. Maður Ingibjargar Birnu, (18. júní 1955), var Sveinbjörn Helgi Blöndal smiður, málari og listmálari, f. 11. október 1932 á Akureyri, d. 7. apríl 2010. Foreldrar hans voru Magnús Blöndal Björnsson framkvæmdastjóri á Siglufirði, f. 6. nóvember 1897, d. 19. ágúst 1945, og kona hans Elsa María Schiöth húsfreyja, f. 23. desember 1906, d. 14. júlí 1966.
Börn þeirra:
1. Elsa Lára Blöndal sjúkraliði, f. 24. september 1955, óg.
2. Magnús Bjarni Blöndal tamningamaður, f. 12. janúar 1959, d. 7. september 2001. Sambúðarkona Solveig Eiríksdóttir.
3. Kristján Jón Blöndal húsasmiður, f. 6. október 1963, ókv.
4. Númi Orri Blöndal húsasmíðameistari, f. 4. júlí 1966. Fyrrum kona Hrefna Snorradóttir. Kona Arnbjörg Högnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.