Friðrik Haraldsson (Sandi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Friðrik Haraldsson.

Friðrik Haraldsson frá Sandi, bakarameistari fæddist þar 9. ágúst 1922 og lést 21. mars 2014 á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Haraldur Sigurðsson frá Butru í Fljótshlíð, kaupmaður, sjómaður, trésmiður, f. 18. október 1876 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 18. september 1943, og bústýra hans Guðný Kristjana Einarsdóttir frá Krossi í A-Landeyjum, húsfreyja á Sandi f. 18. nóvember 1891, d. 9. október 1964.

Börn Haraldar og Kristjönu:
Börn þeirra:
1. Haraldur Ágúst Haraldsson járnsmiður, f. 27. október 1919, d. 16. október 1984.
2. Friðrik Haraldsson bakarameistari, f. 9. ágúst 1922, d. 21. mars 2014.
3. Rúrik Theodór Haraldsson leikari, f. 14. janúar 1926, d. 23. janúar 2003.
4. Ása Haraldsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. júlí 1928, d. 4. nóvember 2014.

Börn Kristjönu og Sigurjóns Pálssonar:
5. Björgvin Sigurjónsson sjómaður, vélstjóri, vélsmiður í Hafnarfirði, f. 21. október 1911 í Norður-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum, d. 18. júlí 1992.
6. Guðmunda Margrét Sigurjónsdóttir vinnukona, f. 13. júní 1913 í Skuld, fluttist til Reykjavíkur 1930, d. 19. desember 1934.
7. Einar Valgeir Sigurjónsson múrari í Hafnarfirði, f. 4. júlí 1916 á Kirkjubæ, fóstraður hjá Valgerði og Einari móðurforeldrum sínum í A-Landeyjum, d. 31. maí 1999.

Barn Haraldar og Ástríðar Hróbjartsdóttur:
8. Unnur Haraldsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. október 1904, d. 14. júlí 1991. Maður hennar Sigurbjörn Þorkelsson.

Börn Haraldar og Kristínar Ingvarsdóttur:
9. Ragna Haraldsdóttir húsfreyja í Eyjum og á Ísafirði, f. 24. september 1905 í Reykjavík, d. 11. maí 1966.
10. Kalman Steinberg Haraldsson járnsmiður í Reykjavík, f. 8. mars 1907, d. 24. nóvember 1975.
11. Hörður Trausti Haraldsson, f. 1908, d. 1909.
12. Guðmundur Trausti Haraldsson múrari í Reykjavík, f. 15. október 1909, d. 29. mars 1960.
13. Sigurður Ó. Haraldsson sjómaður, bókbindari, iðnverkamaður í Reykjavík, f. 10. ágúst 1911, d. 5. apríl 1992.
14. Fjóla Guðbjörg Haraldsdóttir stjórnarráðsfulltrúi og ritari í Reykjavík, f. 22. mars 1913 í Eyjum, d. 2. júní 2004.

Friðrik var með foreldrum sínum í æsku, en dvaldi allmikið hjá móðurforeldrum sínum á Búðarhóli í A-Landeyjum.
Hann nam bakaraiðn hjá Magnúsi Bergssyni og stundaði síðar framhaldsnám í Kaupmannahöfn.
Hann starfaði í Eyjum, rak bakarí á Sandi í fyrstu að frumnámi loknu, en eftir framhaldsnám flutti hann á Eyrarbakka og síðan á Selfoss og starfaði hjá Kaupfélagi Árnesinga, tvö ár á Eyrarbakka og fjögur á Selfossi.
Árið 1952 flutti hann í Kópavog og þar stofnuðu þau Steina Bakarí Friðriks Haraldssonar, síðar Ömmubakstur.
Friðrik helgaði skátahreyfingunni krafta sína frá barnæsku, var einn af stofnendum skátafélagsins Faxa í Vestmannaeyjum 1938. Hann endurreisti skátafélagið Kópa í Kópavogi 1957 og var þar félagsforingi um margra ára skeið.
Til æviloka starfaði Friðrik í skátaflokknum Útlögum, flokki sem brottfluttir skátar frá Vestmannaeyjum stofnuðu árið 1942.
Þau Steina giftu sig 1945, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu Uppsölum við Faxastíg.
Friðrik lést 2014 og Steina Margrét 2017.

I. Kona Friðriks, (8. desember 1945), var Steina Margrét Finnsdóttir frá Uppsölum, húsfreyja, f. 10. júní 1926, d. 18. nóvember 2017.
Börn þeirra:
1. Haraldur Friðriksson bakarameistari, f. 19. nóvember 1944 á Uppsölum. Kona hans Ásrún Davíðsdóttir.
2. Finnur Þór Friðriksson flugstjóri, f. 7. júní 1951. Kona hans Jóhanna Björnsdóttir.
3. Dröfn Huld Friðriksdóttir húsfreyja, ritari, f. 29. febrúar 1960. Maður hennar Arnþór Þórðarson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.