„Óskar Waagfjörð“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Óskar Waagfjörð Jónsson''' frá Garðhúsum, málarameistari, vélgæslumaður fæddist þar 15. febrúar 1929.<br> Foreldrar hans voru Jón Vigfússon Waagfjörð|Jón W...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 28: | Lína 28: | ||
II. Barnsmóðir Óskars er Svava Gísladóttir starfsstúlka frá Dæli í Haganeshreppi, Skagaf., f. 28. febrúar 1933. Foreldrar hennar voru Gísli Sölvason bóndi á Dæli, síðast í Hafnarfirði, f. 14. september 1890, d. 9. febrúar 1977, og kona hans Sigurlaug ''Katrín'' Þorláksdóttir húsfreyja, síðar í Hafnarfirði, f. 3. ágúst 1890, d. 10. maí 1975. <br> | II. Barnsmóðir Óskars er Svava Gísladóttir starfsstúlka frá Dæli í Haganeshreppi, Skagaf., f. 28. febrúar 1933. Foreldrar hennar voru Gísli Sölvason bóndi á Dæli, síðast í Hafnarfirði, f. 14. september 1890, d. 9. febrúar 1977, og kona hans Sigurlaug ''Katrín'' Þorláksdóttir húsfreyja, síðar í Hafnarfirði, f. 3. ágúst 1890, d. 10. maí 1975. <br> | ||
Barn þeirra:<br> | Barn þeirra:<br> | ||
2. [[Finnbogi Már Gústafsson|Finnbogi Már]], f. 22. ágúst 1952 í Eyjum. Hann var ættleiddur. Kjörforeldrar hans: [[Helga Júlíusdóttir (Stafholti)|Helga Sigurbjörg Júlíusdóttir]] frá [[Stafholt]]i, húsfreyja, verslunarmaður, f. 26. júní 1923, og maður hennar [[ | 2. [[Finnbogi Már Gústafsson|Finnbogi Már]], f. 22. ágúst 1952 í Eyjum. Hann var ættleiddur. Kjörforeldrar hans: [[Helga Júlíusdóttir (Stafholti)|Helga Sigurbjörg Júlíusdóttir]] frá [[Stafholt]]i, húsfreyja, verslunarmaður, f. 26. júní 1923, og maður hennar [[Gústaf Finnbogason]] verslunarmaður, verkamaður, f. 28. febrúar 1922, d. 13. apríl 2011. | ||
III. Kona Óskars, (1957), var Auður Kristín Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1931, d. 30. október 1996. Foreldrar hennar voru Jóhann Ingiberg Jóhannsson bóndi, verkamaður á Gilsbakka á Skógarströnd á Snæf., f. 14. júní 1893, d. 21. ágúst 1966, og kona hans Marta Hjartardóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1895, d. 30. júní 1938.<br> | III. Kona Óskars, (1957), var Auður Kristín Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1931, d. 30. október 1996. Foreldrar hennar voru Jóhann Ingiberg Jóhannsson bóndi, verkamaður á Gilsbakka á Skógarströnd á Snæf., f. 14. júní 1893, d. 21. ágúst 1966, og kona hans Marta Hjartardóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1895, d. 30. júní 1938.<br> |
Núverandi breyting frá og með 30. júlí 2024 kl. 11:54
Óskar Waagfjörð Jónsson frá Garðhúsum, málarameistari, vélgæslumaður fæddist þar 15. febrúar 1929.
Foreldrar hans voru Jón Waagfjörð málarameistari, bakarameistari, f. 15. október 1883 á Skálanesi við Seyðisfjörð, d. 2. mars 1969, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1890 í Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, d. 21. nóvember 1968.
Börn Kristínar og Jóns Waagfjörðs voru:
1. Jón Waagfjörð yngri málari, bakari, f. 24. febrúar 1920, d. 17. september 2005.
2. Lilja Kristín Waagfjörð, f. 13. apríl 1921 í Garðhúsum, d. 9. apríl 1924.
3. Karólína Kristín Waagfjörð hjúkrunarfræðingur, f. 19. apríl 1923 í Garðhúsum, d. 10. nóvember 2011.
4. Símon Waagfjörð bakari, bólstrari, f. 1. maí 1924, d. 13. september 2007.
5. Jónína Lilja Waagfjörð hjúkrunarfræðingur, f. 18. október 1926 í Garðhúsum, d. 10. janúar 2009.
6. Ásta Waagfjörð, f. 21. janúar 1928 í Garðhúsum, d. 29. janúar 1928.
7. Auður Waagfjörð húsfreyja, f. 15. febrúar 1929 í Garðhúsum, d. 15. september 2010.
8. Óskar Waagfjörð vélgæslumaður í Mosfellsbæ, f. 15. febrúar 1929.
9. Vigfús Waagfjörð vélstjóri, f. 17. febrúar 1930 í Garðhúsum, d. 21. júlí 2010.
10. Stúlka Waagfjörð, f. 22. nóvember 1931 í Garðhúsum, d. 24. nóvember 1931.
11. Anna Waagfjörð húsfreyja í Danmörku, f. 2. september 1934 í Garðhúsum, d. 24. apríl 2002.
Óskar var með foreldrum sínum í æsku, vann snemma við brauðgerð með fjölskyldunni og nam hana um skeið, varð netagerðarmaður hjá Helga Benediktssyni, en lengst hjá Ingólfi Theodórssyni, bæði í Eyjum og á Siglufirði á síldarvertíðinni, var þar fimm sumur. Hann var um nokkurra mánaða skeið bakari hjá Lúðvíki Jónssyni á Selfossi, en vann síðan við bílamálun hjá Bílasmiðjunni í Reykjavík.
Hann varð meistari í greininni og var einn af stofnendum Bílamálarafélagsins.
Óskar hóf störf við vélgæslu hjá Landsvirkjun í Elliðaárstöðinni 1958 og vann þar til starfsloka.
Óskar eignaðist barn með Sigríði Sveinlaugu 1950 og með Svövu 1952.
Þau Auður Kristín giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Auður Kristín lést 1996.
Óskar býr í Mosfellsbæ með Magnfríði Dís.
I. Barnsmóðir Óskars er Sigríður Sveinlaug Guðmundsdóttir, f. 27. febrúar 1929. Foreldrar hennar voru Guðmundur Halldórsson bóndi og útgerðarmaður í Barðsnesgerði í Norðfirði, f. 25. desember 1892, d. 29. apríl 1976, og kona hans Þórunn Guðbjörg Halldórsdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1894, d. 12. september 1977.
Barn þeirra:
1. Elsa Guðbjörg Óskarsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, starfsmaður hjá Sóltúni, f. 9. september 1950. Maður hennar er Hafsteinn Eggertsson.
II. Barnsmóðir Óskars er Svava Gísladóttir starfsstúlka frá Dæli í Haganeshreppi, Skagaf., f. 28. febrúar 1933. Foreldrar hennar voru Gísli Sölvason bóndi á Dæli, síðast í Hafnarfirði, f. 14. september 1890, d. 9. febrúar 1977, og kona hans Sigurlaug Katrín Þorláksdóttir húsfreyja, síðar í Hafnarfirði, f. 3. ágúst 1890, d. 10. maí 1975.
Barn þeirra:
2. Finnbogi Már, f. 22. ágúst 1952 í Eyjum. Hann var ættleiddur. Kjörforeldrar hans: Helga Sigurbjörg Júlíusdóttir frá Stafholti, húsfreyja, verslunarmaður, f. 26. júní 1923, og maður hennar Gústaf Finnbogason verslunarmaður, verkamaður, f. 28. febrúar 1922, d. 13. apríl 2011.
III. Kona Óskars, (1957), var Auður Kristín Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1931, d. 30. október 1996. Foreldrar hennar voru Jóhann Ingiberg Jóhannsson bóndi, verkamaður á Gilsbakka á Skógarströnd á Snæf., f. 14. júní 1893, d. 21. ágúst 1966, og kona hans Marta Hjartardóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1895, d. 30. júní 1938.
Börn þeirra:
3. Kristín Linda Waagfjörð Óskarsdóttir húsfreyja í Grímsnesi, Árn., f. 7. júní 1957. Maður hennar er Pálmar Sigurjónsson.
4. Elín Óskarsdóttir húsfreyja í Þorláksgeisla 49 í Reykjavík, f. 5. október 1961. Maður hennar er Pierre-Alain Barichon.
5. Jóhanna Marta Óskarsdóttir, öryrki, f. 18. ágúst 1966, ógift.
Dóttir Auðar og fósturdóttir Óskars er
6. Svanhvít Sylvía Guðmundsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 27. september 1951.
Sonur hennar og fóstursonur Óskars er
7. Halldór Óskar Halldórsson, f. 20. apríl 1970.
IV. Sambýliskona Óskars er Magnfríður Dís Eiríksdóttir frá Réttarholti í Reykjavík, húsfreyja, f. 23. júlí 1934. Foreldrar hennar voru Eiríkur Einarsson frá Suður-Hvammi í Mýrdal, bóndi, sjómaður, skósmiður, síðast í Réttarholti, f. 13. október 1891, d. 28. september 1973, og kona hans Sigrún Benedikta Kristjánsdóttir frá Bíldudal, húsfreyja, f. 2. desember 1896 á Hóli í Suðurfjarðahreppi, d. 31. júlí 1969.
Þau Magnfríður eru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Óskar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.