Vigfús Waagfjörð

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Vigfús Waagfjörð.

Vigfús Wagfjörð frá Garðhúsum, vélstjóri fæddist þar 17. febrúar 1930 og lést 21. júlí 2010 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hans voru Jón Waagfjörð málarameistari, bakarameistari, f. 15. október 1883 á Skálanesi við Seyðisfjörð, d. 2. mars 1969, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1890 í Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, d. 21. nóvember 1968.

Börn Kristínar og Jóns Waagfjörðs voru:
1. Jón Waagfjörð yngri málari, bakari, f. 24. febrúar 1920, d. 17. september 2005.
2. Lilja Kristín Waagfjörð, f. 13. apríl 1921 í Garðhúsum, d. 9. apríl 1924.
3. Karólína Kristín Waagfjörð hjúkrunarfræðingur, f. 19. apríl 1923 í Garðhúsum, d. 10. nóvember 2011.
4. Símon Waagfjörð bakari, bólstrari, f. 1. maí 1924, d. 13. september 2007.
5. Jónína Lilja Waagfjörð hjúkrunarfræðingur, f. 18. október 1926 í Garðhúsum, d. 10. janúar 2009.
6. Ásta Waagfjörð, f. 21. janúar 1928 í Garðhúsum, d. 29. janúar 1928.
7. Auður Waagfjörð húsfreyja, f. 15. febrúar 1929 í Garðhúsum, d. 15. september 2010.
8. Óskar Waagfjörð, f. 15. febrúar 1929.
9. Vigfús Waagfjörð vélstjóri, f. 17. febrúar 1930 í Garðhúsum, d. 21. júlí 2010.
10. Stúlka Waagfjörð, f. 22. nóvember 1931 í Garðhúsum, d. 24. nóvember 1931.
11. Anna Waagfjörð, f. 2. september 1934 í Garðhúsum, d. 24. apríl 2002.

Vigfús nam vélstjórn og stundaði hana um 30 ára skeið til sjós og síðan í Vinnslustöðinni. Lengst var hann vélstjóri á Bergi VE 44, fyrst með Kristni Pálssyni og síðan með Sævaldi Pálssyni bróður hans.
Þau Þórdís bjuggu í Garðhúsum 1954-1956. Þau giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn, bjuggu á Hásteinsvegi 21, Höfða 1956-1964, síðan á á Herjólfsgötu 10 nema um skeið í Gosinu, er þau bjuggu lengst á Birkigrund 66 í Kópavogi. Þau sneru heim 1975.
Vigfús lést 2010. Þórdís býr í Baldurshaga.


I. Kona Vigfúsar, (16. febrúar 1957), var Þórdís Fríðsteinsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1934 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Kristín Jóna Vigfúsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 17. desember 1954.
2. Friðsteinn Vigfússon vélstjóri, f. 22. júlí 1956.
3. Kári Vigfússon matreiðslumaður, veitingamaður, f. 3. ágúst 1961.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kristín Jóna.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 6. ágúst 2010. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.