Karólína Kristín Waagfjörð

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Karólína Kristín Waagfjörð.

Karólína Kristín Waagfjörð frá Garðhúsum, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 19. apríl 1923 og lést 10. nóvember 2011 á Droplaugarstöðum.
Foreldrar hennar voru Jón Waagfjörð málarameistari, bakarameistari, f. 15. október 1883 á Skálanesi við Seyðisfjörð, d. 2. mars 1969, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1890 í Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, d. 21. nóvember 1968.

Börn Kristínar og Jóns Waagfjörðs voru:
1. Jón Waagfjörð yngri málari, bakari, f. 24. febrúar 1920, d. 17. september 2005.
2. Lilja Kristín Waagfjörð, f. 13. apríl 1921 í Garðhúsum, d. 9. apríl 1924.
3. Karólína Kristín Waagfjörð hjúkrunarfræðingur, f. 19. apríl 1923 í Garðhúsum, d. 10. nóvember 2011.
4. Símon Waagfjörð bakari, bólstrari, f. 1. maí 1924, d. 13. september 2007.
5. Jónína Lilja Waagfjörð hjúkrunarfræðingur, f. 18. október 1926 í Garðhúsum, d. 10. janúar 2009.
6. Ásta Waagfjörð, f. 21. janúar 1928 í Garðhúsum, d. 29. janúar 1928.
7. Auður Waagfjörð húsfreyja, f. 15. febrúar 1929 í Garðhúsum, d. 15. september 2010.
8. Óskar Waagfjörð, f. 15. febrúar 1929.
9. Vigfús Waagfjörð vélstjóri, f. 17. febrúar 1930 í Garðhúsum, d. 21. júlí 2010.
10. Stúlka Waagfjörð, f. 22. nóvember 1931 í Garðhúsum, d. 24. nóvember 1931.
11. Anna Waagfjörð, f. 2. september 1934 í Garðhúsum, d. 24. apríl 2002.

Karólína var með fjölskyldu sinni í æsku. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum 1940 og naut kennslu í IV. bekk skólans, en engin próf voru þreytt.
Hún nam hjúkrunarfræði við Hjúkrunarskólann og lauk námi í september 1946, var hjúkrunarfræðingur við handlæknisdeild Landspítalans september 1946 til janúar 1948, vann á skurðstofu apríl 1948 til september 1948, á fæðingadeild október 1948 til maí 1949. Hún vann á Vífilsstöðum frá júní til október 1949. Karólína vann á sumrum 1950-1952 á Landspítalanum.
Þau Snorri Páll fluttust til Boston vegna sérfræðináms hans í hjartasjúkdómum frá október 1954 til nóvembers 1955 og þar vann Karólína hjúkrunarstörf við Massachusset General Hospital á sama skeiði.
Hún vann síðan við Landspítalann til 1959, en þá á læknastofu Snorra Páls til 1985.
Þau Snorri Páll giftu sig 1948, eignuðust tvö börn, bjuggu í Reykjavík.
Þau dvöldu að síðustu á Droplaugarstöðum.
Snorri Páll lést 2009 og Karólína Kristín 2011.

I. Maður Karólínu Kristínar, (18. september 1948), var Snorri Páll Snorrason læknir, prófessor í lyflækningum, f. 22. maí 1919 í Rauðavík á Árskógsströnd í Eyjafirði, d. 16. maí 2009. Foreldrar hans voru Snorri Halldórsson læknir á Breiðabólstað í Hörglandshreppi í V-Skaft., f. 18. október 1889, d. 15. júlí 1942, og fyrri kona hans Þórey Einarsdóttir húsfreyja, f. 18. september 1888, d. 29. mars 1989.
Börn þeirra:
1. Snorri Páll Snorrason vélfræðingur í Eyjum, f. 24. febrúar 1959. Kona hans er Helga Steinunn Þórarinsdóttir.
2. Kristín Snorradóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 2. febrúar 1963. Maður hennar er Magnús Jakobsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 21. nóvember 2011. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.