„Jónas Þórir Dagbjartsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Jónas Þórir Dagbjartsson“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Jónas Þórir Dagbjartsson.JPG|thumb|200px|''Jónas Þórir Dagbjartsson.]]
[[Mynd:Jónas Þórir Dagbjartsson.JPG|thumb|200px|''Jónas Þórir Dagbjartsson.]]
Jónas Þórir Dagbjartsson frá [[Jaðar|Jaðri]], tónlistarmaður, kennari  fæddist  20. ágúst 1926 í [[Miðey]] og lést 6. desember 2014.<br>
Jónas Þórir Dagbjartsson frá [[Jaðar|Jaðri]], tónlistarmaður, kennari  fæddist  20. ágúst 1926 í [[Miðey]] og lést 6. desember 2014.<br>
Foreldrar hans voru [[Dagbjartur Gíslason (múrari)|Dagbjartur Gíslason]] frá Kiðafelli í Kjós, múrari, f. 1. maí 1897, d. 29. desember 1981 og fyrri kona hans [[Margrét Runólfsdóttir (Jaðri)|Margrét Runólfsdóttir]] frá Hausthúsum á Stokkseyri, húsfreyja, f. 6. júní 1896, d. 24. júlí 1981.<br>
Foreldrar hans voru [[Dagbjartur Gíslason múrari|Dagbjartur Gíslason]] frá Kiðafelli í Kjós, múrari, f. 1. maí 1897, d. 29. desember 1981 og fyrri kona hans [[Margrét Runólfsdóttir (Jaðri)|Margrét Runólfsdóttir]] frá Hausthúsum á Stokkseyri, húsfreyja, f. 6. júní 1896, d. 24. júlí 1981.<br>
Fósturforeldrar Jónasar voru [[Jónasína Runólfsdóttir]] húsfreyja á Jaðri, f. 2. september 1894, d. 8. janúar 1977, og maður hennar [[Þórarinn Guðmundsson (Jaðri)|Þórarinn Guðmundsson]] skipstjóri, f. 13. janúar 1893, d. 30. maí 1975.
Fósturforeldrar Jónasar voru [[Jónasína Runólfsdóttir]] húsfreyja á Jaðri, f. 2. september 1894, d. 8. janúar 1977, og maður hennar [[Þórarinn Guðmundsson (Jaðri)|Þórarinn Guðmundsson]] skipstjóri, f. 13. janúar 1893, d. 30. maí 1975.



Núverandi breyting frá og með 14. janúar 2017 kl. 14:14

Jónas Þórir Dagbjartsson.

Jónas Þórir Dagbjartsson frá Jaðri, tónlistarmaður, kennari fæddist 20. ágúst 1926 í Miðey og lést 6. desember 2014.
Foreldrar hans voru Dagbjartur Gíslason frá Kiðafelli í Kjós, múrari, f. 1. maí 1897, d. 29. desember 1981 og fyrri kona hans Margrét Runólfsdóttir frá Hausthúsum á Stokkseyri, húsfreyja, f. 6. júní 1896, d. 24. júlí 1981.
Fósturforeldrar Jónasar voru Jónasína Runólfsdóttir húsfreyja á Jaðri, f. 2. september 1894, d. 8. janúar 1977, og maður hennar Þórarinn Guðmundsson skipstjóri, f. 13. janúar 1893, d. 30. maí 1975.

Bræður Jónasar voru:
1. Runólfur Dagbjartsson múrari, f. 21. apríl 1923 á Reynifelli, d. 19. maí 2008.
2. Kristinn Helgi Dagbjartsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 13. janúar 1930, d. 26. júlí 1979.

Hálfbróðir Jónasar, sammæddur, var
3. Erlendur Hvannberg Eyjólfsson frá Jaðri, járnsmíðameistari, f. 23. nóvember 1919, d. 28. desember 2000.

Hálfbróðir Jónasar, samfeðra, er
4. Dagbjartur Kort Dagbjartsson búfræðingur, verkamaður á Akranesi, bóndi á Refsstöðum, f. 16. september 1942.

Jónas Þórir kom í fóstur til Jónasínu og Þórarins fimm ára gamall og ólst þar upp.
Hann nam við Gagnfræðaskólann og varð gagnfræðingur 1943.
Jónas lærði á fiðlu og trompet barn að aldri hjá Oddgeiri Kristjánssyni þangað til hann fór til Reykjavíkur og nam þá í Tónlistarskólanum í Reykjavík, fyrst hjá Þorvaldi Steingrímssyni, síðan Birni Ólafssyni og Hans Stephanic.
Hann lék með ýmsum hljómsveitum, sem voru undanfarar Sinfóníuhljómsveitar Íslands svo sem Hljómsveit Reykjavíkur, Strengjasveit Tónlistarskólans og Útvarpshljómsveitinni. Þegar Sinfóníuhljómsveitin var stofnuð spilaði hann með henni frá upphafi til ársins 1996 eða tæplega hálfa öld. Hann lék þó síðast með Sinfóníuhljómsveitinni 2001 á Vínartónleikum.
Jónas Þórir lék með ýmsum danshljómsveitum frá árinu 1946-1975. Hann var stundakennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Keflavíkur og þá stjórnaði hann einnig Lúðrasveit Keflavíkur á árunum 1969-72.
Þau Ingrid giftu sig 1947 og eignuðust þrjú börn.
Ingrid lést 1989.
Jónas Þórir bjó með Laufeyju frá 1992.
Hann lést 2014 á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.

I. Kona Jónasar Þóris, (8. nóvember 1947), var Ingrid Kristjánsdóttir húsfreyja, 5. maí 1926, d. 13. maí 1989. Foreldrar hennar voru Kristján Sigurlaugur Hallgrímsson verkamaður, sjómaður á Siglufirði, f. 23. mars 1892, drukknaði 29. september 1941, og Kaja Petrika Henrietta Hallgrímsson, fædd Hansen í Halsa í Noregi 22. ágúst 1898, d. 19. janúar 1966.
Börn þeirra:
1. Margrét Linda Þórisdóttir húsfreyja, kennari, f. 26. janúar 1948, býr í Kópavogi. Maður hennar: Guðmundur Þórðarson lögfræðingur.
2. Kristín Þórisdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 10. janúar 1951, býr í Kópavogi. Maður hennar: Karl Jóhannes Karlsson pípulagningameistari.
3. Jónas Þórir Þórisson tónlistarmaður, organisti, f. 28. mars 1956, býr í Mosfellsbæ. Kona hans: Rósa Einarsdóttir kennari.

II. Sambýliskona Jónasar Þóris frá 1992 var Laufey Karlsdóttir húsfreyja.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.