Margrét Runólfsdóttir (Jaðri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Runólfsdóttir húsfreyja á Jaðri, síðar í Reykjavík, fæddist 6. júní 1896 í Ranakoti á Stokkseyri og lést 24. júlí 1981.
Faðir hennar var Runólfur frá Hausthúsum á Stokkseyri, bóndi, verkamaður, f. 7. apríl 1872 í Magnúsfjósum í Sandvíkurhreppi, Árn., d. 19. júlí 1946, Jónasson bónda í Magnúsfjósum 1870, í Eyvakoti 1890, f. 28. febrúar 1838 í Kaldaðarnessókn, d. 17. mars 1894, Hannessonar bónda í Ranakoti efra á Stokkseyri 1832-1838, áður í Langholti í Flóa, f. 23. ágúst 1786, d. 2. febrúar 1839, Runólfssonar, og konu Hannesar Runólfssonar, Vilborgar húsfreyju, f. 22. maí 1808 í Vesturkoti á Skeiðum, d. 18. janúar 1860, Ingimundardóttur á Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum Sigvaldasonar.
Móðir Runólfs Jónassonar og kona Jónasar í Magnúsfjósum var Margrét húsfreyja, f. 1839, Bjarnadóttir bónda á Stóra-Hálsi í Úlfljótsvatnssókn 1845, f. um 1794 á Hala í Ölfusi, d. 7. september 1860, Kolbeinssonar, og konu Bjarna, Málmfríðar húsfreyju, f. 1794, Ólafsdóttur bónda í Tungu í Úlfljótsvatnssókn 1801, Jónssonar og konu Ólafs Jórunnar Einarsdóttur húsfreyju.
Móðir Margrétar Runólfsdóttur og kona Runólfs Jónassonar var Sólrún frá Þinghól í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 28. maí 1867, d. 2. september 1941, Guðmundsdóttir bónda á Þinghól 1870, f. 10. september 1826, d. 8. ágúst 1907, Árnasonar bónda á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 1796, d. 26. febrúar 1845, Vigfússonar og konu Árna Vigfússonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 14. janúar 1805, d. 28. maí 1890, Magnúsdóttur.
Móðir Sólrúnar og kona Guðmundar í Þinghól var Þóra húsfreyja, f. 31. janúar 1823, d. 20. júní 1888, Jónsdóttir bónda á Háarima í Þykkvabæ og Syðri-Rauðalæk í Holtum, f. 17. september 1789 í Tobbakoti í Þykkvabæ, d. 14. mars 1852, Hólmfastssonar, og fyrri konu Jóns Hólmfastssonar, Sigríðar húsfreyju, f. 24. apríl 1794, d. 4. desember 1839, Felixdóttur.


ctr


Sólrún Guðmundsdóttir og Runólfur Jónasson og börn þeirra.


Börn Sólrúnar og Runólfs:
1. Jónasína Þóra Runólfsdóttir húsfreyja á Jaðri, f. 2. september 1894, d. 8. janúar 1977.
2. Margrét Runólfsdóttir húsfreyja á Jaðri og í Reykjavík, f. 6. júní 1896, d. 24. júlí 1981.
3. Runólfur Runólfsson formaður, vélstjóri, f. 12. desember 1899, d. 4. júní 1983.
4. Sigurmundur Runólfsson verkamaður, verkstjóri, f. 4. ágúst 1904, d. 16. febrúar 1974.
5. Ingibjörg Runólfsdóttir húsfreyja í Litla-Hvammi, f. 13. janúar 1907, d. 7. mars 1997.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku. Hún fluttist til Eyja 1914, var þá vinnukona á Sælundi, vinnukona á Bústöðum eystri við giftingu 1919, eignaðist Erlend Hvannberg þar, bjó með Eyjólfi á Jaðri 1920. Þau skildu.
Þau Dagbjartur eignuðust Runólf á Reynifelli 1923, Jónas Þóri í Miðey 1926.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1927, eignuðust Kristin Helga þar 1930. Þau skildu.
Margrét var lengi ræstingastjóri hjá Loftleiðum.
Hún lést 1981.

Hún var tvígift:
I. Fyrri maður hennar, (26. desember 1919, skildu), var Eyjólfur Gíslason skipstjóri.
Barn þeirra Eyjólfs var:
1. Erlendur Hvannberg Eyjólfsson eldsmiður, f. 23. nóvember 1919 á Búastöðum, d. 28. desember 2000.

II. Síðari maður Margrétar, (1929, skildu), var Dagbjartur Gíslason múrarameistari, f. 1. maí 1897, d. 29. desember 1981.
Börn þeirra:
1. Runólfur Dagbjartsson múrari, f. 21. apríl 1923 á Reynifelli, d. 19. maí 2008. Hann fluttist til Eyja og bjó þar síðan, síðast að Hraunbúðum.
2. Jónas Þórir Dagbjartsson tónlistarmaður, f. 20. ágúst 1926 í Miðey, d. 6. desember 2014.
3. Kristinn Helgi Dagbjartsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 13. janúar 1930, d. 26. júlí 1979.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.