Runólfur Dagbjartsson (múrari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Runólfur Dagbjartsson.

Runólfur Dagbjartsson múrarameistari fæddist 21. apríl 1923 á Reynivöllum og lést 19. maí 2008 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Dagbjartur Gíslason frá Kiðafelli í Kjós, múrari, f. 1. maí 1897, d. 29. desember 1981 og fyrri kona hans Margrét Runólfsdóttir frá Hausthúsum á Stokkseyri, húsfreyja, f. 6. júní 1896, d. 24. júlí 1981.

Bræður Runólfs voru:
1. Jónas Þórir Dagbjartsson tónlistarmaður, kennari, f. 20. ágúst 1926 í Miðey, d. 6. desember 2014.
2. Kristinn Helgi Dagbjartsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 13. janúar 1930, d. 26. júlí 1979, ókvæntur.

Hálfbróðir Runólfs, sammæddur, var
3. Erlendur Hvannberg Eyjólfsson frá Jaðri, járnsmíðameistari, f. 23. nóvember 1919, d. 28. desember 2000.

Hálfbróðir Runólfs, samfeðra, er
4. Dagbjartur Kort Dagbjartsson búfræðingur, verkamaður á Akranesi, bóndi á Refsstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði, f. 16. september 1942.

Runólfur var með foreldrum sínum í æsku. Þau fluttu til Reykjavíkur 1927, eignuðust Kristinn Helga þar. Þau skildu.
Runólfur var með móður sinni í Reykjavík, en dvaldist löngum hjá föðurfólki sínu á Neðra-Hálsi í Kjós og hjá móðurfólki sínu í Bræðratungu og á Jaðri. Á unglingsárum vann hann almenn sveitastörf og sem kúskur í vegagerð.
Hann nam múraraiðn hjá föður sínum, lauk sveinsprófi í Reykjavík 1958 og fékk meistarabréf í Eyjum 1978.
Runólfur og Svala giftu sig 1948 og bjuggu í Eyjum, en fluttust til Reykjavíkur 1949, bjuggu þar til 1969, er þau skildu.
Hann flutti aftur til Eyja 1972, bjó á Herjólfsgötu 11 1986.
Í Eyjum tók hann virkan þátt í söng, leiklist og félagslífi.
Hann byrjaði að syngja með Karlakór Kjósverja 15 ára gamall og síðar með Karlakórnum Fóstbræðrum og Karlakór Vestmannaeyja.
Runólfur lést 2008.

Kona Runólfs, (6. júní 1948, skildu), var Ingunn Svala Jónsdóttir frá Engey, húsfreyja, f. 3. febrúar 1926, d. 13. mars 1990.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Ómar Runólfsson, f. 23. desember 1947. Kona hans Auður Eiríksdóttir.
2. Margrét Runólfsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1949. Maður hennar Sigurður Rafn Jóhannsson.
3. Dagmar Svala Runólfsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1952, d. 17. apríl 2018. Maður hennar Guðjón Sigurbergsson.
4. Kristín Helga Runólfsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1955. Barnsfaðir Bjarni Ólafsson. Sambýlismaður hennar Ari Tryggvason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 6. júní 2008.Minning.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.