„Pallakrær“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(6 millibreytingar ekki sýndar frá 3 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Pallakrær.jpg|thumb|300px|Pallakrærnar og umhverfi]] | |||
'''Pallakrærnar''' voru sérstakur hluti af atvinnusögu Vestmannaeyja. Þær eru nú horfnar á braut en settu mikinn svip á svæðið við höfnina áður fyrr. | '''Pallakrærnar''' voru sérstakur hluti af atvinnusögu Vestmannaeyja. Þær eru nú horfnar á braut en settu mikinn svip á svæðið við höfnina áður fyrr. | ||
Lína 4: | Lína 5: | ||
Eftir að fiskveiðar jukust hér upp úr aldamótunum 1900 með vélvæðingu bátaflotans og með tilkomu öflugri veiðarfæra, voru byggð mörg fiskhús á steinstöplum er gerðir voru í sjónum fram af [[Strandvegur|Strandvegi]] því að allir vildu vera með fiskikrær sínar sem næst sjónum. | Eftir að fiskveiðar jukust hér upp úr aldamótunum 1900 með vélvæðingu bátaflotans og með tilkomu öflugri veiðarfæra, voru byggð mörg fiskhús á steinstöplum er gerðir voru í sjónum fram af [[Strandvegur|Strandvegi]] því að allir vildu vera með fiskikrær sínar sem næst sjónum. | ||
Þessar fiskikrær, ''Pallakrærnar'' eða ''Pallarnir'' eins og byggingarnar voru oftast nefndar, enda voru þetta byggingar á pöllum, náðu austan frá [[Bæjarbryggja|Bæjarbryggju]] og vestur með [[Strandvegur|Strandvegi]] að [[Drífandi|Drífandahúsinu]] þar sem síðar reis húsið [[Gefjun]] og nú stendur hús [[Miðstöðin|Miðstöðvarinnar]]. Aðalathafnasvæðið var þar sem frystihús [[Fiskiðjan|Fiskiðjunnar]] og [[Ísfélag Vestmannaeyja|Ísfélagsins]] risu síðar. [[ | Þessar fiskikrær, ''Pallakrærnar'' eða ''Pallarnir'' eins og byggingarnar voru oftast nefndar, enda voru þetta byggingar á pöllum, náðu austan frá [[Bæjarbryggja|Bæjarbryggju]] og vestur með [[Strandvegur|Strandvegi]] að [[Drífandi|Drífandahúsinu]] þar sem síðar reis húsið [[Gefjun]] og nú stendur hús [[Miðstöðin|Miðstöðvarinnar]]. Aðalathafnasvæðið var þar sem frystihús [[Fiskiðjan|Fiskiðjunnar]] og [[Ísfélag Vestmannaeyja|Ísfélagsins]] risu síðar. [[Andersarvik|Annesarvik]] var nær beint norðan við hús Miðstöðvarinnar og fékk nafn sitt af því að maður að nafni [[Anders Asmundsen]] bjargaði þar barni frá drukknun. | ||
== Byggt skipulagslítið og af vanefnum == | == Byggt skipulagslítið og af vanefnum == | ||
Lína 18: | Lína 19: | ||
==Sjóveitan gjörbreytti öllu == | ==Sjóveitan gjörbreytti öllu == | ||
En árið 1933 var [[ | En árið 1933 var [[Sjóveitan]] á [[Skansinn|Skansinum]] tekin í gagnið og gjörbreytti allri fiskverkun. Allvíður tréstokkur var lagður frá veitunni á Skansinum vestur með Strandvegi og endaði í [[Skildingafjara|Skildingafjöru]]. Um hann var dælt sjó úr sjógeyminum á Skansinum. Lengd þessa stokks var 830 metrar. Í krærnar voru svo lagðar leiðslur frá stokknum á kostnað eigenda krónna. Ástæða þess að leiðslan var gerð úr tré, var tvíþætt. Annars vegar voru trépípur taldar endingarbetri en pípur úr járni, þar sem það var saltur sjór sem um þær rann og hefði án efa verið fljótur að tæra sundur járnið. Hin ástæðan var sú að trépípurnar voru þriðjungi ódýrari. | ||
Með tilkomu sjóleiðslunnar var sjálfhætt að ausa upp sjó úr höfninni og gatið í króargólfinu þjónaði nú þeim einum tilgangi að losna við óhreinan sjó og svo auðvitað þegar einhver í krónni þurfti að létta á sér. | Með tilkomu sjóleiðslunnar var sjálfhætt að ausa upp sjó úr höfninni og gatið í króargólfinu þjónaði nú þeim einum tilgangi að losna við óhreinan sjó og svo auðvitað þegar einhver í krónni þurfti að létta á sér. | ||
Lína 28: | Lína 29: | ||
''(Samantekt: Sigurgeir Jónsson, maí 2005)'' | ''(Samantekt: Sigurgeir Jónsson, maí 2005)'' | ||
{{Heimildir| | |||
* Haraldur Guðnason. ''Við Ægisdyr''. Stofn. 1991. | |||
* [[Sigfús M. Johnsen]]. ''Saga Vestmannaeyja.'' Ísafoldarprentsmiðja. 1946. | |||
* Theódór Friðriksson. ''Í verum.'' Helgafell. 1977. | |||
* Þorkell Jóhannesson. ''Örnefni í Vestmannaeyjum.'' Hið ísl. þjóðvinafélag. 1938. | |||
* [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteinn Jónsson]] frá [[Laufás]]i. ''Vestmannaeyjar, sjókort um fiskimið og örnefni.'' | |||
* Munnlegar heimildir: [[Friðrik Ásmundsson]] frá [[Lönd (við Höfðaveg)|Löndum]], [[Jón Guðmundsson]] frá [[Sjólyst]], [[Magnús Grímsson]] á [[Fell]]i, Magnús Halldórsson Hvammssveit Dalasýslu, Ragnar Eyjólfsson frá Laugardal. | |||
}} | |||
[[Flokkur:Saga]] |
Núverandi breyting frá og með 18. febrúar 2013 kl. 17:58
Pallakrærnar voru sérstakur hluti af atvinnusögu Vestmannaeyja. Þær eru nú horfnar á braut en settu mikinn svip á svæðið við höfnina áður fyrr.
Fiskvinnsluhús byggð á steinstöplum
Eftir að fiskveiðar jukust hér upp úr aldamótunum 1900 með vélvæðingu bátaflotans og með tilkomu öflugri veiðarfæra, voru byggð mörg fiskhús á steinstöplum er gerðir voru í sjónum fram af Strandvegi því að allir vildu vera með fiskikrær sínar sem næst sjónum.
Þessar fiskikrær, Pallakrærnar eða Pallarnir eins og byggingarnar voru oftast nefndar, enda voru þetta byggingar á pöllum, náðu austan frá Bæjarbryggju og vestur með Strandvegi að Drífandahúsinu þar sem síðar reis húsið Gefjun og nú stendur hús Miðstöðvarinnar. Aðalathafnasvæðið var þar sem frystihús Fiskiðjunnar og Ísfélagsins risu síðar. Annesarvik var nær beint norðan við hús Miðstöðvarinnar og fékk nafn sitt af því að maður að nafni Anders Asmundsen bjargaði þar barni frá drukknun.
Byggt skipulagslítið og af vanefnum
Þessar fiskikrær, sem skiptu tugum, voru byggðar skipulagslítið og margar hverjar af talsverðum vanefnum. Þarna fór fiskvinnslan fram. Öllu var ekið á handvögnum til og frá krónni. Aðgerðarmenn tóku við fiskinum þegar bátarnir komu að og keyrðu hann upp í kró. Þar var svo gert að fiskinum, hann flattur, þveginn og saltaður. Síðan varð að keyra hrognum og lifur frá krónni vestur í Brasið sem kallað var, í lifrarbræðsluskúra vestar við Strandveginn. Í vestustu krónni var mögulegt á stórstraumsflóði að sigla bátum upp að krónni og henda fiskinum upp og inn um dyr sem voru á norðurgaflinum.
Sjór til fiskþvotta tekinn úr höfninni
Gat var á króargólfinu og hlemmur yfir. Upp um þetta gat var sjór tekinn til fiskþvotta og honum ausið í stór ker eða ámur. Á háfjöru var sjór einnig sóttur á handvögnum niður á bryggju. Niður um þetta gat og milli gisinna gólfborðanna í krónni fór síðan sjórinn til baka þegar búið var að þvo fiskinn úr honum en bannað var að kasta fiskúrgangi niður um gatið og var sérstakur eftirlitsmaður sem fylgdist með því að ekki væri kastað úrgangi þar niður. Engu að síður slæddist þó alltaf eitthvað með, t.d. af lifrarbroddum, og var það lengi vel iðja athafnasamra peyja að tína lifrarbrodda undir Pöllum og selja í lifrarbræðslu. Fram til þess tíma að beinamjölsverksmiðjan tók til starfa var það einnig starfi aðgerðarmanna að keyra öllum úrgangi, fiskhryggjum og hausum niður á bryggju, setja þar úrganginn um borð í skjögtbát og róa síðan út fyrir hafnarmynnið, út fyrir Klettsnef, þar sem öllu var hent í sjóinn. Þar heitir síðan Beinakelda.
Gatið í gólfinu einnig notað sem salerni
Vinna aðgerðarmanna var erfið við þessar aðstæður og vinnudagurinn oft langur, ekki síst í aflahrotum þegar svefntíminn gat farið niður í þrjá til fjóra tíma á sólarhring og jafnvel minna. Þegar þeir héldu heim að vinnudegi loknum héldu þeir á fötum með sundmaga sem konur sáu síðan um að verka. Það eitt að skera sundmagann lengdi tímann sem fór í flatninguna um allt að þriðjungi, ekki síst vegna þess að bitið var fljótt að fara úr hnífunum við að skera sundmagann.
Gatið í króargólfinu þjónaði einnig sem salerni fyrir þá sem í krónum unnu og má því nærri geta að ekki hefur það alltaf verið tandurhreinn sjór sem menn jusu upp um gatið til fiskþvottar. Fiskur, sem þveginn var upp úr þessum sjó, var því ekki blæfallegur og kom blakkur upp úr salti. Þess utan voru þrengslin í krónum slík að erfitt var um viðunandi verkun á fiskinum yfirleitt. Þetta olli því að eyjafiskurinn hafði ekki sem best orð á sér og féll stundum í verði. Til að reyna að bæta úr þessu ófremdarástandi í salernisaðstöðu lét bærinn byggja sérstakt náðhús vestan við Pallana, steinsteyptan skúr þar sem voru tveir kamrar og sérstakur eftirlitsmaður sem sá um að tæma þar fötur þegar þurfti. Engu að síður hélst þó áfram sá siður að menn léttu á sér niður up króargatið eða fóru undir pallana til að gera þarfir sínar.
Sjóveitan gjörbreytti öllu
En árið 1933 var Sjóveitan á Skansinum tekin í gagnið og gjörbreytti allri fiskverkun. Allvíður tréstokkur var lagður frá veitunni á Skansinum vestur með Strandvegi og endaði í Skildingafjöru. Um hann var dælt sjó úr sjógeyminum á Skansinum. Lengd þessa stokks var 830 metrar. Í krærnar voru svo lagðar leiðslur frá stokknum á kostnað eigenda krónna. Ástæða þess að leiðslan var gerð úr tré, var tvíþætt. Annars vegar voru trépípur taldar endingarbetri en pípur úr járni, þar sem það var saltur sjór sem um þær rann og hefði án efa verið fljótur að tæra sundur járnið. Hin ástæðan var sú að trépípurnar voru þriðjungi ódýrari.
Með tilkomu sjóleiðslunnar var sjálfhætt að ausa upp sjó úr höfninni og gatið í króargólfinu þjónaði nú þeim einum tilgangi að losna við óhreinan sjó og svo auðvitað þegar einhver í krónni þurfti að létta á sér.
Nýjar aðferðir í fiskvinnslu ruddu Pöllunum burt
Þegar leið fram á síðustu öld fór pallakrónum að smáfækka. Nýjar fiskverkunaraðferðir komu fram á sjónarsviðið og nýjar og betur skipulagðar byggingar risu á þessu mikla athafnasvæði. Um miðja síðustu öld hurfu svo síðustu pallakrærnar þegar stórhýsi Fiskiðjunnar var reist og í dag sjást engin merki um þær, einu minjarnar eru á gömlum ljósmyndum og málverkum.
Í hugum margra eru pallakrærnar sveipaðar eins konar dýrðarljóma fortíðarinnar, aðallega þó þeirra sem aldrei stigu fæti sínum í þær. Þeir sem þar unnu grétu fæstir brotthvarf þeirra enda voru pallakrærnar ekki beinlínis aðlaðandi vinnustaður, með öllum sínum óþrifnaði, þrengslum og þrældómi sem fylgdi þessari fiskverkun. Engu að síður er það hálfgert gat í atvinnusögu byggðarlagsins að eiga engar minjar frá þessum tíma. Fram hafa komið hugmyndir um að endurgera svo sem eina pallakró á svæðinu austur við Skans og gæti orðið góð viðbót á það svæði ef vel tækist til.
(Samantekt: Sigurgeir Jónsson, maí 2005)
Heimildir
- Haraldur Guðnason. Við Ægisdyr. Stofn. 1991.
- Sigfús M. Johnsen. Saga Vestmannaeyja. Ísafoldarprentsmiðja. 1946.
- Theódór Friðriksson. Í verum. Helgafell. 1977.
- Þorkell Jóhannesson. Örnefni í Vestmannaeyjum. Hið ísl. þjóðvinafélag. 1938.
- Þorsteinn Jónsson frá Laufási. Vestmannaeyjar, sjókort um fiskimið og örnefni.
- Munnlegar heimildir: Friðrik Ásmundsson frá Löndum, Jón Guðmundsson frá Sjólyst, Magnús Grímsson á Felli, Magnús Halldórsson Hvammssveit Dalasýslu, Ragnar Eyjólfsson frá Laugardal.