Beinakelda
Jump to navigation
Jump to search
Beinakelda er örnefni á sjó, á svæði suðaustur af Klettsnefi. Þar er oft verri sjór en í grennd.
Mörg skip hafa farist þar.
Síðasta stórslys varð þar 16. maí 1901, en þá fórst Fjallaskipið Björgólfur, sem var á leið til Eyja. Þá drukknuðu 27 manns.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
- Örnefni í Vestmannaeyjum. Þorkell Jóhannesson. Hið íslenzka þjóðvinafélag 1938.