„Hulda Bjarnadóttir (Hrafnabjörgum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Hulda Bjarnadóttir. '''Hulda Bjarnadóttir''' frá Hrafnabjörgum, húsfreyja í Reykjavík og Kópavogi fæddist 5. október 1918...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 56: Lína 56:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Morgunblaðið 27. janúar 2014. Minning.
*Morgunblaðið 27. janúar 2014. Minning.
*Prestþjónustubækur.   
*Prestþjónustubækur.}}  
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Starfsmenn sjúkrahúsa]]
[[Flokkur: Starfsmenn sjúkrastofnana]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]

Núverandi breyting frá og með 21. apríl 2021 kl. 11:38

Hulda Bjarnadóttir.

Hulda Bjarnadóttir frá Hrafnabjörgum, húsfreyja í Reykjavík og Kópavogi fæddist 5. október 1918 á Barðsnesi við Norðfjörð og lést 17. janúar 2014.
Foreldrar hennar voru Guðrún Halldórsdóttir frá Eyrarbakka, síðar húsfreyja í Neskaupstað, f. 7. júní 1891, d. 21. janúar 1979, og Bjarni Vilhelmsson frá Bjarnaborg í Neskaupstað, sjómaður, f. 12. apríl 1882, d. 1. október 1942.

I. Barn Guðrúnar og Árna Jónssonar Strandberg bakara á Lágafelli, síðar í Reykjavík, f. 31. maí 1878, d. 12. júní 1968.
1. Guðfinna Ásta Árnadóttir Strandberg, f. 23. október 1911 í Breiðholti, d. 8. júlí 1998.
II. Barn Guðrúnar Halldórsdóttur og Ólafs Tómassonar:
2. Baldvin Ólafsson sjómaður, útgerðarmaður, verkamaður í Keflavík, f. 13. júní 1915 í Lambhaga, d. 8. maí 1995. Kona hans Guðný Nanna Stefánsdóttir.
III. Barn Bjarna Vilhelmssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur:
3. Indíana Katrín Bjarnadóttir, f. 15. ágúst 1904 á Norðfirði, d. 10. maí 1989.
IV. Barn Bjarna og Guðnýjar Sólveigar Gísladóttur:
4. Gísli Bjarnason í Neskaupstað, f. 14. september 1917, d. 23. febrúar 1993.
V. Barn Bjarna og Amalíu Gísladóttur:
5. Unnur Fjóla Bjarnadóttir, f. 2. janúar 1920, d. 15. febrúar 2010.
VI. Börn Bjarna Vilhelmssonar og Jakobínu Guðbrandsdóttur:
6. Hans Einarsson Bjarnason, f. 3. maí 1912, d. 3. október 1912.
7. Fanney Bjarnadóttir húsfreyja, f. 24. desember 1913 í Birtingarholti, d. 25. október 2008. Maður hennar Arelíus Sveinsson.
VII. Börn Guðrúnar Halldórsdóttur og Bjarna Vilhelmssonar:
8. Hulda Bjarnadóttir húsfreyja, matráðskona í Reykjavík, f. 5. október 1918 á Norðfirði, d. 17. janúar 2014. Fyrri maður hennar var Valdimar S. Runólfsson. Síðari maður hennar Finnbogi Ólafsson.
9. Stefán Bjarnason sjómaður í Neskaupstað, f. 10. júlí 1920 í Birtingarholti, d. 13. apríl 1945. Kona hans Elísabet Guðnadóttir.
10. Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja á Höfn í Hornafirði, f. 6. júlí 1921 á Hrafnabjörgum, d. 20. desember 2014. Maður hennar Björn Þórarinn Ásmundsson.
11. Guðfinna Bjarnadóttir húsfreyja, f. 23. desember 1922 á Kirkjuhól, d. 12. febrúar 1997. Maður hennar Jón Garðar Sigjónsson
12. Fjóla Bjarnadóttir húsfreyja í Keflavík, f. 26. mars 1924, d. 26. mars 2009. Maður hennar Haraldur Hermannsson.
13. Bjarni Bjarnason sjómaður í Hafnarfirði, f. 17. febrúar 1925 í Neskaupstað, d. 15. júní 2012. Kona hans Auður Sigurðardóttir.
14. Þuríður Bjarnadóttir, f. 3. mars 1926 í Neskaupstað, d. 26. febrúar 2015.
15. Lilja Bjarnadóttir, f. 20. apríl 1927, d. 24. júní 1928.
16. Lilja Bjarnadóttir, f. 24. ágúst 1928.
17. Ingvar Bjarnason sjómaður, verkamaður í Hafnarfirði, f. 8. september 1929, d. 10. apríl 2009. Fyrrum kona hans Aðalbjörg Björnsdóttir.
18. Olga Steinunn Bjarnadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. október 1930, d. 16. október 2014. Maður hennar Stefán Runólfsson.
19. Guðrún Vibeka Bjarnadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. janúar 1932, d. 31. október 2019. Maður hennar Guðbjartur Þorleifsson.
20. Kolbeinn Bjarnason, f. 18. desember 1933.
21. Halldór Bjarnason, f. 2. mars 1935, d. 28. júní 2012.
22. Þórður Bjarnason smiður, síðast í Kópavogi, f. 12. mars 1937, d. 18. júní 2018. Kona hans Arndís Ágústsdóttir.

Hulda var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim frá Norðfirði til Eyja og síðan til Neskaupstaðar 1923, bjó hjá þeim í Miðhúsi þar.
Þau Valdimar giftu sig 1940, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Höfn í Hornafirði. Valdimar fórst með mb. Gandi NK 85 1942, en þar fórst Bjarni faðir hennar einnig.
Hulda flutti til Reykjavíkur var þar ráðskona um skeið.
Eftir lát Finnboga hóf hún störf hjá brauðgerðinni Safa og síðar í mötuneyti Borgarspítalans þar sem hún starfaði uns hún fór á eftirlaun. Eftir andlát Finnboga gerði hún jafnframt út leigubíl þeirra í nokkur ár.
Þau Finnbogi giftu sig 1946, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í Mávahlíð í Reykjavík og í Kópavogi.
Finnbogi lést 1968 og Hulda 2014.

I. Fyrri maður Huldu, (22. október 1940), var Valdimar Sigþór Runólfsson frá Kálfafelli Miðhúsum í Borgarhafnarhreppi, A.-Skaft., skipstjóri, f. 5. desember 1916, d. 4. október 1942. Foreldrar hans voru Runólfur Bjarnason frá Kálfafelli, verkamaður, síðar í Laufási á Höfn, f. 4. nóvember 1891, d. 30. október 1978, og kona hans Sigurborg Ágústsdóttir frá Eskifirði, húsfreyja, f. 20. júní 1897, d. 10. janúar 1973.
Barn þeirra:
1. Friðþjófur Trausti Valdimarsson, f. 29. ágúst 1939, d. 15. september 1961.

II. Síðari maður Huldu, (23. nóvember 1946), var Finnbogi Ólafsson frá Árbæ í Ölfusi, leigubifreiðastjóri, f. 31. mars 1920, d. 27. nóvember 1968. Foreldrar hans voru Ólafur Gíslason frá Vötnum í Ölfusi, bóndi, f. 20. maí 1885, d. 28. febrúar 1941, og kona hans Sigríður Finnbogadóttir frá Borg í Skriðdal, húsfreyja, f. 21. desember 1887, d. 15. nóvember 1971.
Börn þeirra:
2. Ingibjörg Finnbogadóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1947, d. 24. febrúar 2009. Maður hennar Ingólfur Waage.
3. Valdís Finnbogadóttir húsfreyja, f. 4. febrúar 1949. Maður hennar Hilmar Kristjánsson.
4. Ólafur Finnbogason, f. 11. júní 1951. Kona hans Rannveig Agnarsdóttir.
5. Sigríður Rósa Finnbogadóttir húsfreyja, f. 2. janúar 1954. Maður hennar Völundur Þorgilsson.
6. Stefán Finnbogason, f. 7. ágúst 1957. Kona hans Guðbjörg Gísladóttir.
7. Trausti Finnbogason, f. 10. ágúst 1964. Kona hans Kristín Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.