Baldvin Ólafsson (Lambhaga)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Baldvin Ólafsson)
Fara í flakk Fara í leit

Baldvin Ólafsson sjómaður, útgerðarmaður, verkamaður fæddist 13. júní 1915 í Lambhaga og lést 8. maí 1995.
Foreldrar hans voru Jóhann Ólafur Tómasson frá Kuðungi, sjómaður, skipstjóri, f. 13. febrúar 1893, fórst með e/s Áslaugu frá Haugasundi 24. desember 1929, og sambúðarkona hans Guðrún Halldórsdóttir, f. 7. júní 1891, d. 21. janúar 1979.
Fóstri Baldvins var Bjarni Vilhelmsson frá Norðfirði, sjómaður, útgerðarmaður, f. 12. apríl 1882, d. 4. október 1942.

Barn Guðrúnar og Árna Jónssonar:
1. Guðfinna Ásta Árnadóttir Strandberg, f. 23. október 1911 í Breiðholti, síðast í Fannborg 8 í Kópavogi, d. 8. júlí 1998.
Barn Guðrúnar og Ólafs Tómasonar:
2. Baldvin Ólafsson sjómaður, útgerðarmaður, verkamaður í Keflavík, f. 13. júní 1915 í Lambhaga, d. 8. maí 1995. Kona hans Guðný Nanna Stefánsdóttir.
Börn Guðrúnar og Bjarna Vilhelmssonar:
3. Hulda Bjarnadóttir húsfreyja, matráðskona í Reykjavík, f. 5. október 1918 á Norðfirði, d. 17. janúar 2014. Fyrri maður hennar var Valdimar S. Runólfsson, fórst með Gandi NK 85. Síðari maður hennar Finnbogi Ólafsson.
4. Stefán Bjarnason sjómaður í Neskaupstað, f. 10. júlí 1920 í Birtingarholti, d. 13. apríl 1945. Kona hans Elísabet Guðnadóttir.
5. Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja á Höfn í Hornafirði, f. 6. júlí 1921 á Hrafnabjörgum, d. 20. desember 2014. Maður hennar Björn Þórarinn Ásmundsson.
6. Guðfinna Bjarnadóttir húsfreyja, f. 23. desember 1922 á Kirkjuhól, d. 12. febrúar 1997. Maður hennar Jón Garðar Sigjónsson
7. Fjóla Bjarnadóttir húsfreyja í Keflavík, f. 26. mars 1924, d. 26. mars 2009. Maður hennar Haraldur Hermannsson.
8. Bjarni Bjarnason sjómaður í Hafnarfirði, f. 17. febrúar 1925 í Neskaupstað, d. 15. júní 2012. Kona hans Auður Sigurðardóttir.
9. Þuríður Bjarnadóttir, f. 3. mars 1926 í Neskaupstað, d. 26. febrúar 2015.
10. Lilja Bjarnadóttir, f. 20. apríl 1927, d. 24. júní 1928.
11. Lilja Bjarnadóttir, f. 24. ágúst 1928.
12. Ingvar Bjarnason sjómaður, verkamaður í Hafnarfirði, f. 8. september 1929, d. 10. apríl 2009. Fyrrum kona hans Aðalbjörg Björnsdóttir.
13. Olga Steinunn Bjarnadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. október 1930, d. 16. október 2014. Maður hennar Stefán Runólfsson.
14. Guðrún Vibeka Bjarnadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. janúar 1932, d. 31. október 2019. Maður hennar Guðbjartur Þorleifsson.
15. Kolbeinn Bjarnason, f. 18. desember 1933.
16. Halldór Bjarnason, f. 2. mars 1935, d. 28. júní 2012.
17. Þórður Bjarnason smiður, síðast í Kópavogi, f. 12. mars 1937, d. 18. júní 2018. Kona hans Arndís Ágústsdóttir.

Baldvin var með móður sinni, síðan henni og Bjarna Vilhelmssyni, flutti með þeim til Norðfjarðar 1923. Þar ólst hann upp.
Hann hóf sjómennsku 12 ára og stundaði hana, var um skeið í útgerð. Hann hætti 1951 og varð starfsmaður, síðar blikksmiður hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.
Þau Guðný Nanna giftu sig, eignuðust sex börn og Baldvin fóstraði barn Guðnýjar Nönnu. Þau bjuggu lengst í Keflavík.
Baldvin lést 1995.

I. Kona Baldvins var Guðný Nanna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1922. Foreldrar hennar voru Stefán Ágúst Jóhannesson sjómaður, f. 21. ágúst 1895, d. 6. apríl 1930, og kona hans Þórdís Torfadóttir húsfreyja, verkakona, f. 22. maí 1895, d. 16. janúar 1983.
Börn þeirra:
1. Gunnar Baldvinsson, f. 18. ágúst 1941. Kona hans Alda Jónatansdóttir.
2. Marta Baldvinsdóttir, f. 19. október 1943. Maður hennar Sigurður Guðmundsson.
3. Palla Ingibjörg Baldvinsdóttir Kellog, f. 26. maí 1946. Maður hennar Mark Kellog.
4. Ásdís Baldvinsdóttir, f. 11. desember 1951. Maður hennar Helgi Ásgeirsson.
5. Jóhanna Baldvinsdóttir, f. 6. júní 1958. Maður hennar Jónas Snorrason.
6. Ásta Baldvinsdóttir, f. 14. desember 1962.
Barn Guðnýjar Nönnu:
7. Stefán Guðmundsson, f. 30. september 1939. Kona hans Gotta Sigurbjörnsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.