Garðar Sigjónsson
Jón Garðar Sigjónsson vélstjóri, útgerðarmaður, hafnsögumaður fæddist 18. október 1916 á Lögbergi og lést 15. febrúar 2006.
Foreldrar hans voru Sigjón Halldórsson vélstjóri og trésmiður frá Bakka á Mýrum A-Skaft., f. 31. júlí 1888 , d. 19. apríl 1931 og kona hans Sigrún Runólfsdóttir frá Króki í Flóa, húsfreyja, f. 26. maí 1889, d. 11. ágúst 1991.
Fósturforeldrar hans frá tveggja ára aldri voru Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja í Flatey á Mýrum í A-Skaft., f. 25. mars 1879, d. 11. mars 1966, og maður hennar Jón Jónsson bóndi, f. 30. nóvember 1875, d. 2. september 1940.
Börn Sigjóns og Sigrúnar:
1. Þórunn Aðalheiður Sigjónsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1913 á Skaftafelli, d. 25. júlí 1998. Maður hennar var Svavar Þórðarson.
2. Bragi Sigjónsson vélstjóri, f. 27. júní 1914 á Skaftafelli, d. 25. september 1985. Kona hans var Rósa (Rósamunda) Einarsdóttir frá Seyðisfirði.
3. Sigurjón Sigjónsson, f. 16. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 31. maí 1916.
4. Jón Garðar Sigjónsson vélstjóri, útgerðarmaður, hafnsögumaður á Höfn í Hornafirði, f. 18. október 1916 á Lögbergi, d. 15. febrúar 2006. Kona hans var Guðfinna Bjarnadóttir.
5. Tryggvi Sigjónsson útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði, f. 10. apríl 1918 á Lögbergi, d. 26. janúar 2000. Kona hans var Herdís Ragna Clausen.
6. Þórhallur Sigjónsson vörubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 11. maí 1919 á Lögbergi, d. 17. júlí 1993. Kona hans var Ólöf Hannesdóttir.
7. Friðrik Sigjónsson, f. 22. október 1920 í Héðinshöfða, drukknaði 23. desember 1944.
8. Halldór Sigjónsson, f. 31. desember 1922, d. 25. júní 1930.
9. Guðríður Sigjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. febrúar 1924 í Héðinshöfða, d. 31. ágúst 1987. Maður hennar var Jón Karlsson.
10. Kristbjörg Sigjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26. maí 1925 í Héðinshöfða. Maður hennar var Gísli Tómasson.
11. Gústaf Sigjónsson vélstjóri, skipstjóri, bifreiðstjóri, f. 22. janúar 1927 í Héðinshöfða. Kona hans er Guðbjörg Halldóra Einarsdóttir.
12. Guðmundur Sigjónsson vélvirki í Eyjum, f. 22. mars 1928 í Héðinshöfða, d. 7. nóvember 2009. Kona hans var Jónína Þuríður Guðnadóttir.
Fóstursystkini Garðars voru:
1. Guðný Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Flatey á Mýrum, f. 8. október 1903, d. 30. júní 1970.
2. Steinunn Sigríður Jónsdóttir barnakennari í Flatey, f. 2. ágúst 1904, d. 20. maí 1966.
3. Lovísa Jónsdóttir, f. 1. ágúst 1905, d. 30. október 2003.
4. Sigurður Jónsson sjómaður, verkamaður , síðar í Reykjavík, f. 19. ágúst 1906, d. 30. september 1982.
5. Guðjón Jónsson, f. 11. ágúst 1912, d. 27. júlí 1996.
Garðar var með fjölskyldu sinni til tveggja ára aldurs. Þá veiktist Sigjón faðir hans af Spænsku veikinni og það leiddi til þess að þau Sigrún urðu að koma 5 börnum sínum í fóstur. Tvö þeirra fóru í fóstur í Landeyjar og þrjú, Garðar eitt þeirra, á Mýrar í A-Skaft., og þar var hann fóstraður í Flatey.
Garðar stundað sjómennsku 1931-1969, frá Eyjum á yngri árum, réri með Guðlaugi Halldórssyni frænda sínum og fleiri í nokkur ár, einnig réri hann frá Keflavík og Akranesi.
Hann tók vélstjórapróf í Eyjum 1937 og Minna fiskimannaprófið frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1941.
Hann stundaði veiðar á togurum á stríðsárunum og siglingar á Bretland, var auk þess í útgerð, var m.a. einn af stofnendum útgerðarfyrirtækisins Borgeyjar árið 1946.
Síðar varð hann skipaskoðunarmaður eystra í mörg ár og síðar hafnarvörður og hafnsögumaður í afleysingum.
Þau Guðfinna giftu sig 1943 og eignuðust 4 börn.
Árið 1987 fluttust Garðar og Guðfinna til Reykjavíkur. Eftir andlát Guðfinnu 1997 fluttist Garðar í íbúð fyrir eldri borgara í Hraunbæ 103, þar sem hann bjó til ársins 2005, er hann fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hann lést 2006.
Kona Jóns Garðars, (30. október 1943), var Guðfinna Bjarnadóttir húsfreyja frá Neskaupstað, f. 23. desember 1922 á Kirkjuhól í Eyjum, d. 21. febrúar 1997. Foreldrar hennar voru Guðrún Halldórsdóttir frá Eyrarbakka, f. 7. júní 1891, d. 21. janúar 1979, og Bjarni Vilhelmsson sjómaður frá Neskaupstað, f. 12. apríl 1882, d. 5. október 1942.
Börn þeirra:
1. Bjarni Friðrik Garðarsson sjómaður, f. 22. nóvember 1944, kvæntur Þorgerði Steinþórsdóttur, f. 15. apríl 1950.
2. Páll Örvar Garðarsson bifreiðastjóri, f. 18. desember 1947. Kona hans var Anna Agnarsdóttir.
3. Stefán Rúnar Garðarsson starfsmaður ÍS, f. 20. júní 1954. Hann var kvæntur Öddu Sigríði Arnþórsdóttur, f. 24. nóvember 1956, d. 3. október 2002.
4. Steinar Garðarsson rekstrarfræðingur, f. 8. janúar 1966, kvæntur Ólafíu Ingibjörgu Þorvaldsdóttur, f. 22. júlí 1969.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 28. febrúar 1997 og 24. febrúar 2006. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.