„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1987/Er skipið Sjólyst fórst“: Munur á milli breytinga
StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: '''Alda Björnsdóttir:'''<br> '''Sjóslysið við Bjarnarey 12.janúar 1887'''<br> <center><big><big>'''Er skipið''' '''„Sjólyst" fórst'''</big></big></center><br> Þega...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Alda Björnsdóttir SDBL. 1987.jpg|thumb|357x357dp]] | |||
'''[[Alda Björnsdóttir]]:'''<br> | '''[[Alda Björnsdóttir]]:'''<br> | ||
'''Sjóslysið við [[Bjarnarey]] 12.janúar 1887'''<br> | '''Sjóslysið við [[Bjarnarey]] 12.janúar 1887'''<br> | ||
Lína 4: | Lína 5: | ||
'''„Sjólyst" fórst'''</big></big></center><br> | '''„Sjólyst" fórst'''</big></big></center><br> | ||
Þegar ég var unglingur sagði amma mín, [[Ólöf Lárusdóttir|Ólöf Lárusdóttir]] á [[Kirkjuból|Kirkjubóli]], mér frá því að hún hefði orðið sjónarvottur að slysi. | Þegar ég var unglingur sagði amma mín, [[Ólöf Lárusdóttir|Ólöf Lárusdóttir]] á [[Kirkjuból|Kirkjubóli]], mér frá því að hún hefði orðið sjónarvottur að slysi. | ||
Sagði hún mér svo frá að hún hefði staðið við gluggann sinn á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]]. Var hún að fylgjast með bátum sem vóru að koma úr róðri og var hún búin að sjá bát þann sem afi var á og fleiri báta koma að. Hún var fáklædd og var að greiða sér. Var henni litið út að Bjarnarey, sér hún þá hvar bát hvolfir, sjór er úfinn og kaldi á austan. Skiptir það engum togum að hún stekkur eins og hún stóð. Kom sér þá vel að konur voru ekki í nútímanærklæðnaði. Hún hljóp sem leið lá niður með [[Urðir|Urðunum]] og niður á bryggju til að segja frá slysinu. Þar sem hún vissi að bátar voru rétt nýkomnir úr róðri, svo að hægt væri að beina þeim strax á slysstað. Á leiðinni mætti hún [[Gísli Eyjólfsson (eldri)|Gísla]] á [[Búastaðir|Búastöðum]] föður [[Eyjólfur Gíslason (Bessastöðum)|Eyjólfs Gíslasonar]] skipstjóra á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og segir honum hvað skeð hafi, kom þeim saman um að Gísli fari niður í klappirnar og kalli til manna sem út komi til björgunar og bendi þeim á slysstað. Þarna björguðust 2 menn sem voru á kili bátsins. | Sagði hún mér svo frá að hún hefði staðið við gluggann sinn á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]]. Var hún að fylgjast með bátum sem vóru að koma úr róðri og var hún búin að sjá bát þann sem afi var á og fleiri báta koma að. Hún var fáklædd og var að greiða sér. Var henni litið út að Bjarnarey, sér hún þá hvar bát hvolfir, sjór er úfinn og kaldi á austan. Skiptir það engum togum að hún stekkur eins og hún stóð. Kom sér þá vel að konur voru ekki í nútímanærklæðnaði. Hún hljóp sem leið lá niður með [[Urðir|Urðunum]] og niður á bryggju til að segja frá slysinu. Þar sem hún vissi að bátar voru rétt nýkomnir úr róðri, svo að hægt væri að beina þeim strax á slysstað. Á leiðinni mætti hún [[Gísli Eyjólfsson (eldri)|Gísla]] á [[Búastaðir|Búastöðum]] föður [[Eyjólfur Gíslason (Bessastöðum)|Eyjólfs Gíslasonar]] skipstjóra á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og segir honum hvað skeð hafi, kom þeim saman um að Gísli fari niður í klappirnar og kalli til manna sem út komi til björgunar og bendi þeim á slysstað. Þarna björguðust 2 menn sem voru á kili bátsins. | ||
[[Mynd:Ólöf Lárusdóttir SDBL. 1987.jpg|vinstri|thumb|310x310dp|Ólöf Lárusdóttir]] | |||
Þessi frásögn ömmu minnar hefur blundað í vitund minni og stöku sinnum komið upp í hugann, sérstaklega þegar ég hef handleikið úr sem hún fékk frá [[Tómas Eyjólfsson|Tómasi Eyjólfssyni]] sem þakklætisvott. Úrið er í minni eigu og gengur enn.<br> | Þessi frásögn ömmu minnar hefur blundað í vitund minni og stöku sinnum komið upp í hugann, sérstaklega þegar ég hef handleikið úr sem hún fékk frá [[Tómas Eyjólfsson|Tómasi Eyjólfssyni]] sem þakklætisvott. Úrið er í minni eigu og gengur enn.<br> | ||
Nú fyrir um það bil tveim árum er ég yfirfór gömul bréf, kom upp í hendur mér þakkarskjal til ömmu minnar. Þá vaknaðí hjá mér mikill áhugi á að reyna að fá einhverjar upplýsingar um þennan atburð, þar sem ég hafði aldrei heyrt neitt um hann talað.Í apríl 1986 hafði ég svo samband við [[Haraldur Guðnason|Harald Guðnason]] skjalavörð og bað hann að athuga hvort hann finndi einhverjar heimildir um sjóslysið 12. jan. 1887. Tók hann mér vel og lofaði að athuga hvers hann yrði vís. í bréfi sínu 28. apríl 1986 segir Haraldur svo frá. „Þegar ég fór að athuga heimildir um sjóslysið 12. jan. 1887, kom í ljós, að þetta var slysið er [[Jósep Valdason]] fórst og þrír hásetar hans. Það er því merkilegra að amma þín skyldi taka eftir því er skipinu hvolfdi að þetta skeði skammt frá Bjarnarey. Með „Sjólyst" fórust: Jósep Valdason formaður, 38 ára, [[Árni Árnason]] snikkari, 33 ára, [[Tómas Tómasson]] vinnumaður í Nýjabæ, 21 árs og [[Erlendur Ingjaldsson]] vinnumaður á Búastöðum, 58 ára."'.<br> | Nú fyrir um það bil tveim árum er ég yfirfór gömul bréf, kom upp í hendur mér þakkarskjal til ömmu minnar. Þá vaknaðí hjá mér mikill áhugi á að reyna að fá einhverjar upplýsingar um þennan atburð, þar sem ég hafði aldrei heyrt neitt um hann talað.Í apríl 1986 hafði ég svo samband við [[Haraldur Guðnason|Harald Guðnason]] skjalavörð og bað hann að athuga hvort hann finndi einhverjar heimildir um sjóslysið 12. jan. 1887. Tók hann mér vel og lofaði að athuga hvers hann yrði vís. í bréfi sínu 28. apríl 1986 segir Haraldur svo frá. „Þegar ég fór að athuga heimildir um sjóslysið 12. jan. 1887, kom í ljós, að þetta var slysið er [[Jósep Valdason]] fórst og þrír hásetar hans. Það er því merkilegra að amma þín skyldi taka eftir því er skipinu hvolfdi að þetta skeði skammt frá Bjarnarey. Með „Sjólyst" fórust: Jósep Valdason formaður, 38 ára, [[Árni Árnason]] snikkari, 33 ára, [[Tómas Tómasson]] vinnumaður í Nýjabæ, 21 árs og [[Erlendur Ingjaldsson]] vinnumaður á Búastöðum, 58 ára."'.<br> | ||
Í annálum frá þessum tíma segir fremur lítið frá atburðunum. í Þjóðólfi 4. febrúar 1887 er þessi frétt: ,,Skipsskaði í Vestmannaeyjum 12. þ.m. 4 menn drukknuðu, þar á meðal formaðurinn Jósep Valdason að nafni og Árni Árnason snikkari, báðir mestu atgervismenn. Alls voru sex manns á skipinu, en 2 varð bjargað."<br> | Í annálum frá þessum tíma segir fremur lítið frá atburðunum. í Þjóðólfi 4. febrúar 1887 er þessi frétt: ,,Skipsskaði í Vestmannaeyjum 12. þ.m. 4 menn drukknuðu, þar á meðal formaðurinn Jósep Valdason að nafni og Árni Árnason snikkari, báðir mestu atgervismenn. Alls voru sex manns á skipinu, en 2 varð bjargað."<br> | ||
[[Jósef Valdason|Jósep]] átti heima í [[Fagurlyst|Fagurlyst]], merkismaður, skipstjórnarlærður. Þá var ekkja hans 44 ára og börnin þrjú: [[Guðjón Jósefsson (Fagurlyst)|Guðjón]] 13 ára, [[Gísli Jósefsson (Fagurlyst)|Gísli]] 10 ára og [[Jóhann Þ. Jósefsson|Jóhann Þorkell]] 2ja ára. | [[Jósef Valdason|Jósep]] átti heima í [[Fagurlyst|Fagurlyst]], merkismaður, skipstjórnarlærður. Þá var ekkja hans 44 ára og börnin þrjú: [[Guðjón Jósefsson (Fagurlyst)|Guðjón]] 13 ára, [[Gísli Jósefsson (Fagurlyst)|Gísli]] 10 ára og [[Jóhann Þ. Jósefsson|Jóhann Þorkell]] 2ja ára. | ||
[[Magnús Guðlaugsson (Fagurlyst)|Magnús Guðlaugsson]], seinni maður ekkjunnar [[Guðrún Þorkelsdóttir (Fagurlyst)|Guðrúnar Þorkelsdóttur]] fórst af sama bát (að sögn) á svipuðum slóðum vorið 1901 við fimmta mann. Jóhann Þ. Jósefsson sagði að hann hefði þrábeðið Magnús fóstra sinn að lofa sér róa með þeim á Sjólystinni, en hann jafnan þvertekið fyrir það. | [[Mynd:Úrið eitt hundrað ára kjörgripur SDBL. 1987.jpg|thumb|329x329px|Úrið, eitt hundrað ára kjörgripur, sem enn er í besta lagi.]] | ||
[[Magnús Guðlaugsson (Fagurlyst)|Magnús Guðlaugsson]], seinni maður ekkjunnar [[Guðrún Þorkelsdóttir (Fagurlyst)|Guðrúnar Þorkelsdóttur]] fórst af sama bát (að sögn) á svipuðum slóðum vorið 1901 við fimmta mann. Jóhann Þ. Jósefsson sagði að hann hefði þrábeðið Magnús fóstra sinn að lofa sér róa með þeim á Sjólystinni, en hann jafnan þvertekið fyrir það. | |||
Á manntali 1887 var heimilisfólk í [[Kirkjubær|Kirkjubæ]]: [[Guðjón Björnsson]], húsbóndi, 26 ára, [[Ólöf Lárusdóttir]], kona hans, 25 ára, [[Lára Kristín]] þ.b. 2ja ára, [[Þuríður Jónsdóttir]], tökubarn 12 ára, [[Sigurður Guðmundsson]], vinnumaður, 29 ára, [[Elín Steinmóðsdóttir]], vinnukona, 53 ára.<br> | Á manntali 1887 var heimilisfólk í [[Kirkjubær|Kirkjubæ]]: [[Guðjón Björnsson]], húsbóndi, 26 ára, [[Ólöf Lárusdóttir]], kona hans, 25 ára, [[Lára Kristín]] þ.b. 2ja ára, [[Þuríður Jónsdóttir]], tökubarn 12 ára, [[Sigurður Guðmundsson]], vinnumaður, 29 ára, [[Elín Steinmóðsdóttir]], vinnukona, 53 ára.<br> | ||
Frásögn þín ætti endilega að koma í Sjómannadagsblaðinu 1987".<br> | Frásögn þín ætti endilega að koma í Sjómannadagsblaðinu 1987".<br> | ||
Lína 21: | Lína 24: | ||
Jósef naut mikils álits fyrir greind og dugnað. Hann var fjallamaður góður, áræðinn og veiðimaður í besta lagi. Hann lærði siglingafræði af dönskum stýrimanni og kenndi öðrum, m.a. [[Sigurður Sigurfinnsson (hreppstjóri)|Sigurði Sigurfinnssyni]] hreppstjóra, en hann sigldi upp til Íslands vélbát sínum [[Knörr VE|Knerri]] haustið 1905. Jósef kvæntist [[Guðrún Þorkelsdóttir|Guðrúnu Þorkelsdóttur]]. Hún var Eyrbekkingur í föðurætt. Árið sem Jósef drukknaði var Guðrún 44 ára. Börnin voru þrjú: Guðjón 13 ára, Gísli 10 ára og Jóhann Þorkell 2ja ára.<br> | Jósef naut mikils álits fyrir greind og dugnað. Hann var fjallamaður góður, áræðinn og veiðimaður í besta lagi. Hann lærði siglingafræði af dönskum stýrimanni og kenndi öðrum, m.a. [[Sigurður Sigurfinnsson (hreppstjóri)|Sigurði Sigurfinnssyni]] hreppstjóra, en hann sigldi upp til Íslands vélbát sínum [[Knörr VE|Knerri]] haustið 1905. Jósef kvæntist [[Guðrún Þorkelsdóttir|Guðrúnu Þorkelsdóttur]]. Hún var Eyrbekkingur í föðurætt. Árið sem Jósef drukknaði var Guðrún 44 ára. Börnin voru þrjú: Guðjón 13 ára, Gísli 10 ára og Jóhann Þorkell 2ja ára.<br> | ||
Heimili þeirra var „á Hólnum", seinna [[Fagurlyst]] við [[Urðavegur|Urðaveg]]. Þau hjón bjuggu í þurrabúð, höfðu ekki landnytjar. Jósef var sjómaður, lengst af sem skipstjóri.<br> | Heimili þeirra var „á Hólnum", seinna [[Fagurlyst]] við [[Urðavegur|Urðaveg]]. Þau hjón bjuggu í þurrabúð, höfðu ekki landnytjar. Jósef var sjómaður, lengst af sem skipstjóri.<br> | ||
Seglskipin sem fluttu vörur til selstöðuverslunarinnar á vorin. fóru á þorskveiðar á sumrin, fluttu svo afurðir Eyjamanna út til Hafnar á haustin. Stundaði Jósef sjó á þessum skipum. Líklega sem fiskiskipstjóri. Árum saman var hann skipstjóri á jaktinni Josephine, þá á hákarlaveiðum. Hákarlatíminn stóð frá mars til septemberloka. Þess á milli vann Jósef að seglasaumi og fór á sjó öðru hverju á smáferjum. í einum slíkum róðri fórst Jósef og þrír hásetar hans en tveir komust af. Sögðu þeir er af komust að hann hefði mælt hughreystingarorð til manna sinna. — Eins og fyrr sagði kenndi Jósef siglingafræði og svo almennan reikning. Hann var bókamaður, var í stjórn [[Lestrarfélag Vestmannaeyja|Lestrarfélags Vestmannaeyja]] og bókavörður um skeið.<br> | Seglskipin sem fluttu vörur til selstöðuverslunarinnar á vorin. fóru á þorskveiðar á sumrin, fluttu svo afurðir Eyjamanna út til Hafnar á haustin. Stundaði Jósef sjó á þessum skipum. Líklega sem fiskiskipstjóri. Árum saman var hann skipstjóri á jaktinni Josephine, þá á hákarlaveiðum. Hákarlatíminn stóð frá mars til septemberloka. Þess á milli vann Jósef að seglasaumi og fór á sjó öðru hverju á smáferjum. í einum slíkum róðri fórst Jósef og þrír hásetar hans en tveir komust af. Sögðu þeir er af komust að hann hefði mælt hughreystingarorð til manna sinna. — Eins og fyrr sagði kenndi Jósef siglingafræði og svo almennan reikning. Hann var bókamaður, var í stjórn [[Lestrarfélag Vestmannaeyja|Lestrarfélags Vestmannaeyja]] og bókavörður um skeið.<br>[[Mynd:Mynd af skrautrituðu skjali SDBL. 1987.jpg|miðja|thumb|Mynd af skrautrituðu skjali er fylgdi gjöfinni, sem var sennilega afhent 1892.]] | ||
'''[[Árni Árnason]], snikkari, frá Ósgröf.'''<br> | '''[[Árni Árnason]], snikkari, frá Ósgröf.'''<br> |
Núverandi breyting frá og með 15. febrúar 2019 kl. 15:16
Alda Björnsdóttir:
Sjóslysið við Bjarnarey 12.janúar 1887
Þegar ég var unglingur sagði amma mín, Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubóli, mér frá því að hún hefði orðið sjónarvottur að slysi. Sagði hún mér svo frá að hún hefði staðið við gluggann sinn á Kirkjubæ. Var hún að fylgjast með bátum sem vóru að koma úr róðri og var hún búin að sjá bát þann sem afi var á og fleiri báta koma að. Hún var fáklædd og var að greiða sér. Var henni litið út að Bjarnarey, sér hún þá hvar bát hvolfir, sjór er úfinn og kaldi á austan. Skiptir það engum togum að hún stekkur eins og hún stóð. Kom sér þá vel að konur voru ekki í nútímanærklæðnaði. Hún hljóp sem leið lá niður með Urðunum og niður á bryggju til að segja frá slysinu. Þar sem hún vissi að bátar voru rétt nýkomnir úr róðri, svo að hægt væri að beina þeim strax á slysstað. Á leiðinni mætti hún Gísla á Búastöðum föður Eyjólfs Gíslasonar skipstjóra á Bessastöðum og segir honum hvað skeð hafi, kom þeim saman um að Gísli fari niður í klappirnar og kalli til manna sem út komi til björgunar og bendi þeim á slysstað. Þarna björguðust 2 menn sem voru á kili bátsins.
Þessi frásögn ömmu minnar hefur blundað í vitund minni og stöku sinnum komið upp í hugann, sérstaklega þegar ég hef handleikið úr sem hún fékk frá Tómasi Eyjólfssyni sem þakklætisvott. Úrið er í minni eigu og gengur enn.
Nú fyrir um það bil tveim árum er ég yfirfór gömul bréf, kom upp í hendur mér þakkarskjal til ömmu minnar. Þá vaknaðí hjá mér mikill áhugi á að reyna að fá einhverjar upplýsingar um þennan atburð, þar sem ég hafði aldrei heyrt neitt um hann talað.Í apríl 1986 hafði ég svo samband við Harald Guðnason skjalavörð og bað hann að athuga hvort hann finndi einhverjar heimildir um sjóslysið 12. jan. 1887. Tók hann mér vel og lofaði að athuga hvers hann yrði vís. í bréfi sínu 28. apríl 1986 segir Haraldur svo frá. „Þegar ég fór að athuga heimildir um sjóslysið 12. jan. 1887, kom í ljós, að þetta var slysið er Jósep Valdason fórst og þrír hásetar hans. Það er því merkilegra að amma þín skyldi taka eftir því er skipinu hvolfdi að þetta skeði skammt frá Bjarnarey. Með „Sjólyst" fórust: Jósep Valdason formaður, 38 ára, Árni Árnason snikkari, 33 ára, Tómas Tómasson vinnumaður í Nýjabæ, 21 árs og Erlendur Ingjaldsson vinnumaður á Búastöðum, 58 ára."'.
Í annálum frá þessum tíma segir fremur lítið frá atburðunum. í Þjóðólfi 4. febrúar 1887 er þessi frétt: ,,Skipsskaði í Vestmannaeyjum 12. þ.m. 4 menn drukknuðu, þar á meðal formaðurinn Jósep Valdason að nafni og Árni Árnason snikkari, báðir mestu atgervismenn. Alls voru sex manns á skipinu, en 2 varð bjargað."
Jósep átti heima í Fagurlyst, merkismaður, skipstjórnarlærður. Þá var ekkja hans 44 ára og börnin þrjú: Guðjón 13 ára, Gísli 10 ára og Jóhann Þorkell 2ja ára.
Magnús Guðlaugsson, seinni maður ekkjunnar Guðrúnar Þorkelsdóttur fórst af sama bát (að sögn) á svipuðum slóðum vorið 1901 við fimmta mann. Jóhann Þ. Jósefsson sagði að hann hefði þrábeðið Magnús fóstra sinn að lofa sér róa með þeim á Sjólystinni, en hann jafnan þvertekið fyrir það.
Á manntali 1887 var heimilisfólk í Kirkjubæ: Guðjón Björnsson, húsbóndi, 26 ára, Ólöf Lárusdóttir, kona hans, 25 ára, Lára Kristín þ.b. 2ja ára, Þuríður Jónsdóttir, tökubarn 12 ára, Sigurður Guðmundsson, vinnumaður, 29 ára, Elín Steinmóðsdóttir, vinnukona, 53 ára.
Frásögn þín ætti endilega að koma í Sjómannadagsblaðinu 1987".
Ég hef haft samband við Eyjólf Gíslason skipstjóra frá Bessastöðum, nú vistmann á Hrafnistu í Reykjavík. Sagðist hann mun eftir því að faðir hans hefði sagt sér frá þessu slysi og að amma mín hefði mætt föður sínum og sagt honum frá slysinu og þeim komið saman um að hann færi niður í klappirnar til að vísa þeim, er út kæmu, á slysstað.
Einnig sagði Eyjólfur mér frá því að Tómas Tómasson, sem þarna fórst hefði verið bróðir Snorra Tómassonar skósmiðs á Hlíðarenda. Eins að Tómas Eyjólfsson, sá sem bjargaðist, hefði verið heimilismaður á Landakoti í Eyjum.
Jósef Valdason, skipstjóri, Fagurlyst.
Jósef var fæddur 6. maí 1848 undir Eyjafjöllum. Hann ólst upp í Indriðakoti. Fósturforeldrar hans voru Arndís Þorsteinsdóttir frá Sólheimum og Jón Jónsson. Heimilið var gott.
en fátækt mikil. Dóttir þeirra var merkiskonan Þuríður í Hvammi. Hún sagði um Jósef uppeldisbróður sinn: „Gáfupiltur mikill, drekknæmur og skilningsgóður." Var glaðsinna, vinsæll, ákveðinn í fasi.
Ungur að árum fór Jósef til Vestmannaeyja að leita sér fjár og frama. Var nokkur ár vinnumaður hjá Ingimundi á Gjábakka.
Jósef naut mikils álits fyrir greind og dugnað. Hann var fjallamaður góður, áræðinn og veiðimaður í besta lagi. Hann lærði siglingafræði af dönskum stýrimanni og kenndi öðrum, m.a. Sigurði Sigurfinnssyni hreppstjóra, en hann sigldi upp til Íslands vélbát sínum Knerri haustið 1905. Jósef kvæntist Guðrúnu Þorkelsdóttur. Hún var Eyrbekkingur í föðurætt. Árið sem Jósef drukknaði var Guðrún 44 ára. Börnin voru þrjú: Guðjón 13 ára, Gísli 10 ára og Jóhann Þorkell 2ja ára.
Heimili þeirra var „á Hólnum", seinna Fagurlyst við Urðaveg. Þau hjón bjuggu í þurrabúð, höfðu ekki landnytjar. Jósef var sjómaður, lengst af sem skipstjóri.
Seglskipin sem fluttu vörur til selstöðuverslunarinnar á vorin. fóru á þorskveiðar á sumrin, fluttu svo afurðir Eyjamanna út til Hafnar á haustin. Stundaði Jósef sjó á þessum skipum. Líklega sem fiskiskipstjóri. Árum saman var hann skipstjóri á jaktinni Josephine, þá á hákarlaveiðum. Hákarlatíminn stóð frá mars til septemberloka. Þess á milli vann Jósef að seglasaumi og fór á sjó öðru hverju á smáferjum. í einum slíkum róðri fórst Jósef og þrír hásetar hans en tveir komust af. Sögðu þeir er af komust að hann hefði mælt hughreystingarorð til manna sinna. — Eins og fyrr sagði kenndi Jósef siglingafræði og svo almennan reikning. Hann var bókamaður, var í stjórn Lestrarfélags Vestmannaeyja og bókavörður um skeið.
Árni Árnason, snikkari, frá Ósgröf.
Árni trésmiður, þá oftast nefndir snikkarar, var fæddur 24. apríl 1853. Foreldrar hans: Árni Ólafsson frá Ósgröf á Landi, síðar bóndi á Steinkrossi og kona hans Gróa Bjarnadóttir frá Rimakoti (líklega Rimakoti í Þykkvabæ). Sonur þeirra annar var Helgi, bóndi í Þingvallabyggð, Sask., f. 2. sept. 1847. d. 1929.
Árni Árnason fluttist til Eyja árið 1885, þá um 32 ára. Var á manntali sagður „snikkari frá Reykjavík". Hefur vafalítið ætlað sér að stunda smíðar en róið á vetrarvertíð.
í blaðinu ísafold 7. maí 1887 er svofelld auglýsing dags. 23. apríl 1887: „M. Aagaard sýslumaður skorar á alla sem telja til skuldar í dánarbúi Arna snikkara Árnasonar „sem ættaður er af Rangárvöllum" og drukknaði 12. janúar, að gefa sig fram og sanna kröfur sínar innan 12 mánaða. Með sama fresti innkallast erfingjar hins látna að gefa sig fram við skipta-ráðanda."
Árni snikkari var ókvæntur.
Tómas Tómasson yngri frá Arnarhóli.
Tómas hefur verið fæddur 1866 í Fljótshlíðarprestakalli. Þar í sveit bjuggu þá foreldrar hans. Salvör Snorradóttir frá Skipagerði í Út-Landeyjum og Tómas Tómasson, ættaður undan Eyjafjöllum. Þau hjón fluttust að Arnarhóli í Landeyjum. Þar var Tómas formaður við Sandinn og annálaður skipasmiður. Hann dó af byltu árið 1879 (Sagnagestur Þ.T. o.fl.).
Arnarhólshjón áttu margt barna: Tómas fór vinnumaður að Fíflholti í V-Landeyjum 1885, en næsta ár fór hann til Vestmannaeyja og var vinnumaður í Nýjabæ 1887 þá er hann fórst með Jósef Valdasyni.
Önnur börn þeirra hjóna urðu þekkt fólk í Rangárvallasýslu og víðar, en þrjú dóu á barnsaldri.
Snorri var skósmiður og sjómaður langa ævi, Salvör giftist Albert Eyvindssyni í Teigi, Jón bóndi og formaður í Miðkoti í V-Landeyjum, Jóhann bóndi og formaður á Arnarhóli, Brynjólfur bóndi í Úlfsstaðahjáleigu í Austur-Landeyjum.
Erlendur Ingjaldsson.
Erlendur Ingjaldsson var ættaður undan Eyjafjöllum. Hann fluttist til Eyja árið 1881 og var þá sagður „giftur vinnumaður". Um konu hans er ekki vitað. Erlendur fór þá sem vinnumaður að Landakoti. Hann var elstur þeirra er fórust með Sjólyst, 58 ára. Erlendur var þá vinnumaður á Búastöðum. Er þá fæddur 1829.
Líklega er það Erlendur þessi sem segir frá í Eyfellskum sögnum Þórðar Tómassonar í frásögn hans um séra Markús Jónsson í Holti. „Erlendur hét piltur og var Ingjaldsson. Hann var seinna kallaður Erlendur taðauga. Hann var vikapiltur hjá Markúsi presti og falið það starf á hendur þar, að mala allt korn til heimilisins. Hann hafði hið mesta yndi af því, að herma eftir fólki og tókst það allvel. Lék hann þann leik oft við kvörnina, þegar prestur var hvergi nálægur. Skil kunni hann á tónlagi nokkurra presta og stældi það hvenær er færi gafst. Komst séra Markús á snoðir um þetta. Fýsti hann að kynnast þessari íþrótt Erlends og bað hann að herma eftir nokkrum nafngreindum prestum, sem Erlendur hafði hlýtt messu hjá. Var Asmundur bróðir hans þar efstur á baugi.
Erlendur var tregur til, en stóðst ekki mátið, er prestur hét honum vænum aukabita að launum. Leysti hann beiðni hans at' höndum eftir bestu getu. Varð presti að orði, er Erlendur hætti. „Fjarskalega ertu nú líkur okkur prestunum, Erlendur minn". Misþykkju sá enga á honum þá, fremur en endranær.
Má af þessari frásögn ráða, að Erlendur hafi búið yfir leikarahæfileikum.
Guðni Þórðarson, bóndi, Ljótarstöðum.
Guðni var fæddur 7. júní 1854 í Stóru-Hildisey. Foreldrar hans voru Þórður Guðnason bóndi þar og kona hans Margrét Jónsdóttir.
Guðni fór vinnumaður að Ljótarstöðum. Þar bjó Magnús Björnsson hreppstjóri. Hann var bróðir Þorvalds á Þorvaldseyri. Kona Magnúsar var Margrét Þorkelsdóttir, skipasmiðs Jónssonar Ljótarstöðum.
Guðni kvæntist heimasætunni á Ljótarstöðum, Guðrúnu. árið 1885.
Næsta ár, 1886. flytja þau hjón til Vestmannaeyja. Guðni er þá 32 ára, Guðrún 24 ára. Þetta ár voru miklir fólksflutningar úr Landeyjum. 19 menn fóru til Ameríku, fjórar fjölskyldur úr Austur-Landeyjum. Meðal þeirra sem vestur fóru voru Björn, sonur Magnúsar á Ljótarstöðum.
í Eyjum voru þau hjón tómthúsfólk, m.a. í Garðhúsum. Á vertíð 1887 er Guðni háseti Jósefs Valdasonar í hinni örlagaríki sjóferð 12. janúar þegar fjórir menn fórust en tveir komust af.
Guðni komst á kjöl og þeir fleiri. Síðast voru þeir þrír að kjöl, Tómas Eyjólfsson, Guðni og Tómas Tómasson, sem var þrekmaður, en svo fór að hann hvarf í djúpið. Eftir það var sem báturinn yrði nokkuð stöðugri og veltist ekki um eftir það. Rak bátinn nokkuð á leið til lands. Var mjög af Guðna dregið þá er þeim félögum barst hjálp úr landi.
Vorið 1895 fluttu þau Guðni og Guðrún með börn sín tvö að Ljótarstöðum og hófu þar búskap. Magnús brá þá búi. Hann var allmörg ár póstafgreiðslumaður Eyjapósts. Hann andaðist 5. apríl 1904, 75 ára að aldri.
Meðal barna Guðrúnar og Guðna voru Þórður kennari og skólastjóri í Hafnarfirði 1914-18. Hann var kennari í Landeyjum 1908-1911 I. Þórður andaðist I. júní 1923, ókvæntur og barnlaus (f. 12. 3. 1892).
Árni cand. mag.. f. 31. jan. 1896. Var Iengi menntaskólakennari í Reykjavík. Eftir hann eru nokkrar kennslubækur í ensku. Ágætur íslenskumaður, þýddi m.a. leikrit eftir Bernard Shaw og Somerset Maugham. Árni var ókvæntur og barnlaus.
Guðni Þórðarson, bóndi á Ljótarstöðum, andaðist 18. júlí 1910.
Tómas Eyjólfsson.
Tómas var fæddur 9. september 1854 í Mið-Grund undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru: Guðrún Jónsdóttir og Eyjólfur Einarsson. hjón þar á bænum.
Tómas hefur farið í vinnumennsku í sinni sveit. Til Eyja fór hann alfarinn frá Raufarfelli að Fagurlyst árið 1879, 25 ára gamall. Hafa þeir Tómas og Jósef Valdason vafalítið þekkst undir Fjöllum. Hann er síðan á ýmsum stöðum í Eyjum, er til heimilis í Frydendal 1887, árið sem Jósef og þrír hásetar hans farast við Bjarnarey. Árið 1894 er hann vinnumaður á Kirkjubæ en fer þaðan sama ár til Seyðisfjarðar.
Nú er um sinn fátt vitað um feril Tómasar nema það, að frá Seyðisfirði flytur hann til ísafjarðar. Þar býr hann með Kristjönu Pálínu Kristjánsdóttur. fædd í Laugabóli N-ísafjarðarsýslu 12. ágúst 1867. Fluttu þau til Eyja 1920 frá ísafirði, Tómas sjómaður og Kristjana verkakona. Þau bjuggu í Hjálmholti (Urðaveg 34).
Árið 1927 er Tómas skráður gamalmenni á manntali það ár. Tómas var blindur síðustu árin sem hann Iifði, a.m.k. frá 1931. Hann andaðist í Vestmannaeyjum 4. janúar 1935.
Ekki er vitað hvort þau Tómas og Kristjána áttu börn. Tómas eignaðist dóttur, Jónínu, fædd 9. júní 1890 á Helgusöndum undir Eyjafjöllum, móðir Guðríður Sveinsdóttir sama stað. Jónína andaðist 24. mars 1952 í Hafnarfirði. (V.S. Rangárvallabók, Mbl. 29. mars 1952).
Haraldur Guðnason tók saman þessa minningaþætti.