„Páll Sigurðsson (Laufholti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 21: Lína 21:
Þeir bræður Björgvin Hafsteinn, nýfæddur, og Helgi á 3. ári  voru fluttir frá Butru til Eyja 1909, Björgvin í fóstur að [[Brekkuhús]]i, en Helgi líklega að [[Hlíð]] þar sem móðir hans varð vinnukona.<br>
Þeir bræður Björgvin Hafsteinn, nýfæddur, og Helgi á 3. ári  voru fluttir frá Butru til Eyja 1909, Björgvin í fóstur að [[Brekkuhús]]i, en Helgi líklega að [[Hlíð]] þar sem móðir hans varð vinnukona.<br>
Soffía  fluttist frá Dalseli  til Eyja 1910.<br>   
Soffía  fluttist frá Dalseli  til Eyja 1910.<br>   
Páll var fangi í Reykjavík 1910, en kom að Gjábakka 1911. <br>
Páll kom að Gjábakka 1911. <br>
Hann varð  bifreiðastjóri í Eyjum.<br>
Hann varð  bifreiðastjóri í Eyjum.<br>
Þau Soffía bjuggu í [[Laufholt]]i, ([[Hásteinsvegur|Hásteinsvegi]] 18) 1920 með börnin Guðrúnu, Helga, Ingibjörgu Önnu og nýfæddan, ónefndan dótturson (síðar Ágúst).<br>
Þau Soffía bjuggu í [[Laufholt]]i, ([[Hásteinsvegur|Hásteinsvegi]] 18) 1920 með börnin Guðrúnu, Helga, Ingibjörgu Önnu og nýfæddan, ónefndan dótturson (síðar Ágúst).<br>

Núverandi breyting frá og með 3. desember 2016 kl. 20:58

Páll Sigurðsson frá Efra-Hvoli í Hvolhreppi, bóndi á Butru í A-Landeyjum og síðar bifreiðastjóri í Laufholti, fæddist 8. mars 1873 á Efra-Hvoli og lést 8. október 1924 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Sigurður Gunnlaugsson bóndi á Efra-Hvoli, skírður 8. apríl 1841, d. 25. febrúar 1892, og kona hans Ingibjörg Árnadóttir húsfreyja frá Rimakoti í A-Landeyjum, f. 25. október 1840, d. 25. september 1930.

I. Bróðir Páls var Ingvar Sigurðsson vinnumaður á Gjábakka, f. 20. júlí 1875, d. 27. október 1896.

II. Móðursystkini Páls Sigurðssonar voru m.a.
1. Árni bóndi á Vilborgarstöðum, faðir Árna á Grund.
2. Björg húsfreyja á Vilborgarstöðum, kona Árna Jónssonar, síðar kona Sighvats Sigurðssonar.
3. Guðbjörg húsfreyja á Vilborgarstöðum, kona Bergs Magnússonar.
4. Nikulás Árnason bóndi í Krosshjáleigu í A-Landeyjum, - faðir Einars á Búðarhóli þar, en nokkrir afkomendur Einars og Valgerðar Oddsdóttur konu hans eru nefndir á síðu Bjargar Árnadóttur.
5. Sigríður Árnadóttir, - móðir Guðmundar í Hrísnesi hér og móðir Þórunnar húsfreyju konu Hreins Skúlasonar á Bryggjum, móður Guðbjargar Sigríðar Hreinsdóttur á Litla-Hrauni og Hannesar Hreinssonar á Hæli.
6. Jón Árnason vinnumaður í Draumbæ, f. 14. desember 1847, d. 16. júní 1883.

III. Vísað er á ættboga í Eyjum á síðu Bjargar Árnadóttur á Vilborgarstöðum.

Páll var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var vinnumaður á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum við fæðingu Guðrúnar 1900, en þá var Soffía vinnukona á Keldum. Þau voru síðan vinnuhjú á Keldum, fluttust þaðan að Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum 1906 og voru þar í húsmennsku við fæðingu Helga fyrri, fluttust að Butru í A-Landeyjum 1907, voru bændur þar 1907-1908.
Helga Soffía fór frá Butru að Dalseli u. Eyjafjöllum með Guðrúnu dóttur þeirra 1908. Guðrún var síðan í fóstri á Kirkjulandi í A-Landeyjum, en kom til Eyja úr Landeyjum 1909 í fylgd Elísabetar Arnoddsdóttur, sem kom að Gjábakka, var húsfreyja þar.
Guðrún var kölluð léttastúlka á Gjábakka 1910.
Þeir bræður Björgvin Hafsteinn, nýfæddur, og Helgi á 3. ári voru fluttir frá Butru til Eyja 1909, Björgvin í fóstur að Brekkuhúsi, en Helgi líklega að Hlíð þar sem móðir hans varð vinnukona.
Soffía fluttist frá Dalseli til Eyja 1910.
Páll kom að Gjábakka 1911.
Hann varð bifreiðastjóri í Eyjum.
Þau Soffía bjuggu í Laufholti, (Hásteinsvegi 18) 1920 með börnin Guðrúnu, Helga, Ingibjörgu Önnu og nýfæddan, ónefndan dótturson (síðar Ágúst).
Páll lést 1924.

Kona Páls í Laufholti, (13. október 1899), var Helga Soffía Helgadóttir, f. 4. október 1879, d. 18. desember 1969.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1900 á Keldum á Rangárvöllum, d. 24. október 1969. Maður hennar var Benedikt Friðriksson skósmiður.
2. Helgi Pálsson, f. 23. september 1906 á Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum, d. 27. nóvember 1911.
3. Björgvin Hafsteinn Pálsson í Brekkuhúsi, verkamaður, f. 20. janúar 1909 í Butru í A-Landeyjum, d. 22. maí 1932, hrapaði úr Mykitakstó.
4. Helgi Pálsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 29. desember 1912, d. 8. mars 2006.
5. Ingibjörg Anna Pálsdóttir, f. 18. desember 1913, var með móður sinni 1930, d. 31. mars 1938.
Fóstursonur hjónanna, sonur Guðrúnar dóttur þeirra og Friðþjófs Mars Jónassonar píanóleikara, f. 1897.
6. Ágúst Friðþjófsson bifreiðastjóri, f. 8. nóvember 1920.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.