Ingibjörg Anna Pálsdóttir (Laufholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ingibjörg Anna Pálsdóttir frá Laufholti fæddist 18. desember 1913 og lést 31. mars 1938.
Foreldrar hennar voru Páll Sigurðsson bifreiðastjóri í Laufholti, f. 8. mars 1873 á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, d. 8. október 1924, og kona hans Helga Soffía Helgadóttir húsfreyja, f. 4. október 1879 í Vestri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, d. 18. desember 1969 í Reykjavík.

Börn Soffíu Helgu og Páls voru:
1. Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1900 á Keldum á Rangárvöllum, d. 24. október 1969. Maður hennar var Benedikt Friðriksson skósmíðameistari.
2. Helgi Pálsson, f. 23. september 1906 á Þorvaldseyri u. Eyjafjöllum, d. 27. nóvember 1911.
3. Björgvin Hafsteinn Pálsson í Brekkuhúsi, verkamaður, f. 20. janúar 1909 í Butru í A-Landeyjum, d. 22. maí 1932, hrapaði úr Mykitakstó. Sambýliskona (ráðskona) Björgvins var Aðalheiður Gísladóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1906, d. 9. ágúst 1933.
4. Helgi Pálsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 29. desember 1912, d. 8. mars 2006.
5. Ingibjörg Anna Pálsdóttir, f. 18. desember 1913, var með móður sinni 1930, d. 31. mars 1938.
Fóstursonur hjónanna, sonur Guðrúnar dóttur þeirra og Friðþjófs Mars Jónassonar píanóleikara, f. 1897.
6. Ágúst Friðþjófsson bifreiðastjóri, f. 8. nóvember 1920.

Faðir Ingibjargar Önnu lést er hún var á ellefta árinu.
Hún ólst upp hjá móður sinni í Laufholti, var með henni 1930, en ekki í Eyjum síðan. Hún lést 1938.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.