„Blik 1962/Fyrstu íslenzku hjónin í Vesturheimi“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 18: | Lína 18: | ||
Þau hétu [[Samúel Bjarnason mormónaprestur|Samúel Bjarnason]] og [[Margrét Gísladóttir (Görðum við Kirkjubæ)|Margrét Gísladóttir]], búandi hjón í bæjarþorpinu [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] í Vestmannaeyjum. Þau höfðu ábúð á 1/2 jörð þar, en Kirkjubæjarprestakall og prestssetur var búið að leggja niður fyrir allmörgum árum. Bæði voru þau hjón af landi, en fluttu ung til Eyja. Þangað fluttist einnig móðir hans og átti heima þar til æviloka. <br> | Þau hétu [[Samúel Bjarnason mormónaprestur|Samúel Bjarnason]] og [[Margrét Gísladóttir (Görðum við Kirkjubæ)|Margrét Gísladóttir]], búandi hjón í bæjarþorpinu [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] í Vestmannaeyjum. Þau höfðu ábúð á 1/2 jörð þar, en Kirkjubæjarprestakall og prestssetur var búið að leggja niður fyrir allmörgum árum. Bæði voru þau hjón af landi, en fluttu ung til Eyja. Þangað fluttist einnig móðir hans og átti heima þar til æviloka. <br> | ||
Faðir Margrétar fluttist einnig til Eyja með fjölskyldu sína og bjó þar lengi. <br> | Faðir Margrétar fluttist einnig til Eyja með fjölskyldu sína og bjó þar lengi. <br> | ||
Samúel Bjarnason var fæddur á Reyðarvatni á Rangárvöllum 22. apríl árið 1823, launsonur Bjarna Jónssonar á Reyðarvatni, síðar í Kvíhólmanum. Hann var af Víkingslækjarætt. Móðir Samúels var Margrét frá Hólshúsum í Höfnum, f. 6. maí 1797. Margrét kom með Samúel son sinn til Vestmannaeyja frá Teigi í Fljótshlíð. Hann var þá 12 ára. Þau mæðgin fóru þá að [[Miðhús]]um til þeirra ágætishjóna [[Sigurður Jónsson | Samúel Bjarnason var fæddur á Reyðarvatni á Rangárvöllum 22. apríl árið 1823, launsonur Bjarna Jónssonar á Reyðarvatni, síðar í Kvíhólmanum. Hann var af Víkingslækjarætt. Móðir Samúels var Margrét frá Hólshúsum í Höfnum, f. 6. maí 1797. Margrét kom með Samúel son sinn til Vestmannaeyja frá Teigi í Fljótshlíð. Hann var þá 12 ára. Þau mæðgin fóru þá að [[Miðhús]]um til þeirra ágætishjóna [[Sigurður Jónsson (Miðhúsum)|Sigurðar Jónssonar]], meðhjálpara og hreppstjóra, bónda þar, og [[Sesselja Helgadóttir (Miðhúsum)|Sesselju Helgadóttur]], er ættuð var af Eyrarbakka og kom til Eyja með séra [[Snæbjörn Björnsson|Snæbirni Björnssyni]] presti að Ofanleiti. Það var árið 1826. Samúel var hjá þeim hjónum, er hann var fermdur. Þar var einnig móðir hans. Nokkuð fram yfir fermingu er hann á Miðhúsum og nær þar ágætum þroska á þessu mæta heimili, er var eitt af beztu heimilum í Eyjum í þá daga, — efni góð og húsbændur valinkunnar manneskjur. <br> | ||
Samúel fékk góðan vitnisburð hjá sóknarpresti sínum fyrir kunnáttu sína og góðan skilning. Á Miðhúsum vandist hann við öll algeng störf, eins og þau gerðust hjá Eyjabændum, er stunduðu bæði landbúnað og sjávargagn. — Miðhúsin voru með beztu Eyjajörðum, og þar bjuggu jafnan bjargálnamenn. Hún var ein af Elliðaeyjarjörðunum svokölluðu, og hvergi meiri lundaveiði en þar. Varð Samúel frægur lundaveiðimaður, svo að fáir voru honum fremri. <br> | Samúel fékk góðan vitnisburð hjá sóknarpresti sínum fyrir kunnáttu sína og góðan skilning. Á Miðhúsum vandist hann við öll algeng störf, eins og þau gerðust hjá Eyjabændum, er stunduðu bæði landbúnað og sjávargagn. — Miðhúsin voru með beztu Eyjajörðum, og þar bjuggu jafnan bjargálnamenn. Hún var ein af Elliðaeyjarjörðunum svokölluðu, og hvergi meiri lundaveiði en þar. Varð Samúel frægur lundaveiðimaður, svo að fáir voru honum fremri. <br> | ||
Þessir góðu veiðimenn voru jafnan mikils metnir og mjög sótzt eftir að fá þá fyrir vinnumenn. <br> | Þessir góðu veiðimenn voru jafnan mikils metnir og mjög sótzt eftir að fá þá fyrir vinnumenn. <br> | ||
Eftir að Samúel fór frá Miðhúsum, var hann á nokkrum stöðum í Eyjum, unz hann festi ráð sitt og kvæntist heitmey sinni [[Margrét Gísladóttir (Görðum við Kirkjubæ)|Margréti Gísladóttur]] bónda í [[Garðar við Kirkjubæ|Görðum]] á Kirkjubæ. Voru þau gefin saman í Landakirkju 10. nóv. 1848. Svaramenn voru: | Eftir að Samúel fór frá Miðhúsum, var hann á nokkrum stöðum í Eyjum, unz hann festi ráð sitt og kvæntist heitmey sinni [[Margrét Gísladóttir (Görðum við Kirkjubæ)|Margréti Gísladóttur]] bónda í [[Garðar við Kirkjubæ|Görðum]] á Kirkjubæ. Voru þau gefin saman í Landakirkju 10. nóv. 1848. Svaramenn voru: | ||
[[Gísli Jónsson (Presthúsum)|Gísli Jónsson]] Hálfdánarsonar á Klasbarða, hreppstjóri í Presthúsum í Eyjum, og [[Chr. Abel]] kaupmaður í Godthaab. — Helmingafélag var með þeim hjónum samkvæmt norskulögum, og var morgungjöf rífleg á þeirra tíðar mælikvarða meðal alþýðufólks, 25 ríkisdalir silfurs. <br> | [[Gísli Jónsson (Presthúsum)|Gísli Jónsson]] Hálfdánarsonar á Klasbarða, hreppstjóri í Presthúsum í Eyjum, og [[Jens Christian Thorvald Abel|Chr. Abel]] kaupmaður í [[Godthaab]]. — Helmingafélag var með þeim hjónum samkvæmt norskulögum, og var morgungjöf rífleg á þeirra tíðar mælikvarða meðal alþýðufólks, 25 ríkisdalir silfurs. <br> | ||
Ungu hjónin bjuggu fyrst í sambýli við móður Samúels og stjúpföður, [[Guðmundur Guðmundsson ( | Ungu hjónin bjuggu fyrst í sambýli við móður Samúels og stjúpföður, [[Guðmundur Guðmundsson (Vesturhúsum)|Guðmund Guðmundsson]], sem kenndur var við [[Jónshús|Ringstedshús]], sem var sama og [[Jónshús]] (síðar [[Hlíðarhús]]). Guðmundur var talinn hafa aðhyllzt mormónatrú en var þó aldrei skírður. Um Margréti konu hans, móður Samúels, er þess eigi getið, að hún hafi tekið trúna. <br> | ||
Guðmundur Guðmundsson var ættaður úr Sigluvíkursókn. Hann lézt 1865, 70 ára að aldri. Margrét kona hans lézt árið 1862, hálfsjötug. — þau bjuggu nokkur ár í [[Litlakot|Litlakoti (Lágakoti)]]. Við dauða Guðmundar, sem mun hafa verið drykkfelldur og allmikill fyrir sér í lífinu, gerðist atburður, sem í frásögur er færður. <br> | Guðmundur Guðmundsson var ættaður úr Sigluvíkursókn. Hann lézt 1865, 70 ára að aldri. Margrét kona hans lézt árið 1862, hálfsjötug. — þau bjuggu nokkur ár í [[Litlakot|Litlakoti (Lágakoti)]]. Við dauða Guðmundar, sem mun hafa verið drykkfelldur og allmikill fyrir sér í lífinu, gerðist atburður, sem í frásögur er færður. <br> | ||
Faðir Margrétar Gísladóttur, konu Samúels, en þær voru alnöfnur, hún og tengdamóðir hennar, var [[Gísli Andrésson í Görðum við Kirkjubæ|Gísli Andrésson]], er til Eyja fluttist frá Velli í Hvolhreppi 1824, ekkjumaður með ung börn. Hann hafði áður búið í Holtum, og þar var Margrét dóttir hans fædd (20. nóv. 1822). Móðir Andrésar, föður Gísla, var Néríður Andrésdóttir. Magnús Andrésson, klausturhaldari á Þykkvabæjarklaustri var faðir maddömu [[Þórdís Magnúsdóttir | Faðir Margrétar Gísladóttur, konu Samúels, en þær voru alnöfnur, hún og tengdamóðir hennar, var [[Gísli Andrésson í Görðum við Kirkjubæ|Gísli Andrésson]], er til Eyja fluttist frá Velli í Hvolhreppi 1824, ekkjumaður með ung börn. Hann hafði áður búið í Holtum, og þar var Margrét dóttir hans fædd (20. nóv. 1822). Móðir Andrésar, föður Gísla, var Néríður Andrésdóttir. Magnús Andrésson, klausturhaldari á Þykkvabæjarklaustri var faðir maddömu [[Þórdís Magnúsdóttir (Ofanleiti)|Þórdísar á Ofanleiti]], konu séra Jóns Austmanns. Gísli Andrésson þótti greindarmaður og fylginn sér. Hann var síðast bóndi á Kirkjubæ og færði bæinn sinn út úr bæjarþyrpingunni og byggði nýjan bæ í móunum suður af Kirkjubæ og nefndi hann [[Garðar við Kirkjubæ|Garða]]. Nú eru þau bæjarhús löngu rifin og allt jafnað við jörðu. <br> | ||
Talið er, að það hafi jafnvel bjargað frönskum skipbrotsmönnum, að bær var þarna. Þeir brutu skip sitt við Urðir og komust við illan leik í land, kaldir mjög og hraktir, og hittu af tilviljun einni í blindhríð og harðviðri um hánótt bæinn Garða. Ekki sást heim að Kirkjubæ og var því haldið, að þeir hefðu eins vel getað villzt suður á [[Haugar|Hauga]] og orðið úti, svo aðframkomnir sem þeir voru. <br> | Talið er, að það hafi jafnvel bjargað frönskum skipbrotsmönnum, að bær var þarna. Þeir brutu skip sitt við [[Urðir]] og komust við illan leik í land, kaldir mjög og hraktir, og hittu af tilviljun einni í blindhríð og harðviðri um hánótt bæinn Garða. Ekki sást heim að Kirkjubæ og var því haldið, að þeir hefðu eins vel getað villzt suður á [[Haugar|Hauga]] og orðið úti, svo aðframkomnir sem þeir voru. <br> | ||
Hjónin Samúel og Margrét hófu búskap með litlum efnum eins og flestir í þá daga, en þau voru bæði mestu dugnaðar- og myndarmanneskjur, sem farnaðist vel, enda var Samúel mikill forsjármaður og aflakló og lá ekki á liði sínu. Þóttu víst fáir honum fremri í fjallasókn og veiðiskap, jafnvígur til sjós og lands. | Hjónin Samúel og Margrét hófu búskap með litlum efnum eins og flestir í þá daga, en þau voru bæði mestu dugnaðar- og myndarmanneskjur, sem farnaðist vel, enda var Samúel mikill forsjármaður og aflakló og lá ekki á liði sínu. Þóttu víst fáir honum fremri í fjallasókn og veiðiskap, jafnvígur til sjós og lands. | ||
Hann hafði haldið sig vel og þau hjón, fjörmaður mikill og snyrtimenni. Sá ljóður var samt á ráði hans, að hann var vínhneigður nokkuð. Það ágerðist seinna og varð að ríkri ástríðu. En Samúel var hugsandi maður og greindur vel og barðist gegn drykkjuskaparhneigð sinni. Þá voru eigi til nein bindindisfélög. Því hefur verið haldið fram, að Samúel hafi gengið í mormónaflokkinn til að reyna með stuðningi hans að yfirstíga drykkjuskaparhneigð sína, með því að trúarbræður hans voru allir miklir hófsmenn. Sigur þessi féll Samúel í skaut, og sannar það vel, hve mikið var í hann spunnið. <br> | Hann hafði haldið sig vel og þau hjón, fjörmaður mikill og snyrtimenni. Sá ljóður var samt á ráði hans, að hann var vínhneigður nokkuð. Það ágerðist seinna og varð að ríkri ástríðu. En Samúel var hugsandi maður og greindur vel og barðist gegn drykkjuskaparhneigð sinni. Þá voru eigi til nein bindindisfélög. Því hefur verið haldið fram, að Samúel hafi gengið í mormónaflokkinn til að reyna með stuðningi hans að yfirstíga drykkjuskaparhneigð sína, með því að trúarbræður hans voru allir miklir hófsmenn. Sigur þessi féll Samúel í skaut, og sannar það vel, hve mikið var í hann spunnið. <br> | ||
Lína 33: | Lína 33: | ||
Samúel mun hafa verið sjálfkjörinn foringi bænda í leigumálanum, bæði í fjalla- og úteyjasókn, og ekki er ólíklegt, að hann hefði komizt í röð heldri bænda í Eyjum og orðið hreppstjóri með tímanum, hefði allt gengið sinn vana gang. En hér fór á annan veg. Atburðirnir leiddu til þess, að Samúel varð sögufræg persóna, fyrsti íslenzki landnámsmaðurinn í Vesturheimi. <br> | Samúel mun hafa verið sjálfkjörinn foringi bænda í leigumálanum, bæði í fjalla- og úteyjasókn, og ekki er ólíklegt, að hann hefði komizt í röð heldri bænda í Eyjum og orðið hreppstjóri með tímanum, hefði allt gengið sinn vana gang. En hér fór á annan veg. Atburðirnir leiddu til þess, að Samúel varð sögufræg persóna, fyrsti íslenzki landnámsmaðurinn í Vesturheimi. <br> | ||
Þrátt fyrir dugnað sinn átti Samúel við fjárhagslega erfiðleika að stríða. Því olli ljóður sá, er var á ráði hans og áður getur. <br> | Þrátt fyrir dugnað sinn átti Samúel við fjárhagslega erfiðleika að stríða. Því olli ljóður sá, er var á ráði hans og áður getur. <br> | ||
Samúel gerðist mormóni og mun hafa hneigzt að þeirri trúarstefnu fljótt, eftir að þeir [[Þórarinn Hafliðason]] og [[Guðmundur Guðmundsson mormóni|Guðmundur Guðmundsson]] tóku að boða hana í Eyjum. Hann var einn af þeim fáu, sem ekki skrifaði undir mótmælaskjalið, en þeir, sem neituðu, voru álitnir mormónar, þó að svo væri ekki um þá alla. <br> | Samúel gerðist mormóni og mun hafa hneigzt að þeirri trúarstefnu fljótt, eftir að þeir [[Þórarinn Hafliðason]] og [[Guðmundur Guðmundsson (mormóni)|Guðmundur Guðmundsson]] tóku að boða hana í Eyjum. Hann var einn af þeim fáu, sem ekki skrifaði undir mótmælaskjalið, en þeir, sem neituðu, voru álitnir mormónar, þó að svo væri ekki um þá alla. <br> | ||
Sumarið 1853, er J.P. Lorentzen, danski trúboðinn, kom hingað, kom mikill skriður á mormónatrúboðið. Hjá honum hlaut Samúel skírn. Einnig gaf Lorentzen út köllunarbréf fyrir Samúel til þess að vera prestur mormóna í Eyjum. Bréfið hljóðaði svo samkv. afriti, er var í fórum séra Jóns Austmanns að Ofanleiti: <br> | Sumarið 1853, er J.P. Lorentzen, danski trúboðinn, kom hingað, kom mikill skriður á mormónatrúboðið. Hjá honum hlaut Samúel skírn. Einnig gaf Lorentzen út köllunarbréf fyrir Samúel til þess að vera prestur mormóna í Eyjum. Bréfið hljóðaði svo samkv. afriti, er var í fórum séra Jóns Austmanns að Ofanleiti: <br> | ||
„Herved bevidner vi: Samúel Bjarnason er blevet indviet til Præst í den Mormonske Gren Jesu Kristi Kirke af sidste Dages hellige paa Vestmannö. Den 19. Juni, overensstemmende med Kirkens Regler ved Haandspaalæggelse af J.P. Lorentzen, G. Guðmundsson, [[Loftur Jónsson | „Herved bevidner vi: Samúel Bjarnason er blevet indviet til Præst í den Mormonske Gren Jesu Kristi Kirke af sidste Dages hellige paa Vestmannö. Den 19. Juni, overensstemmende med Kirkens Regler ved Haandspaalæggelse af J.P. Lorentzen, [[Guðmundur Guðmundsson (mormóni)|G. Guðmundsson]], [[Loftur Jónsson (Þorlaugargerði)|Loftur Jónsson]] og [[Magnús Bjarnason (Helgahjalli)|Magnús Bjarnason]]. <br> | ||
Dagsett 19. júní 1853 og undirskrifað: <br> | Dagsett 19. júní 1853 og undirskrifað: <br> | ||
Lína 55: | Lína 55: | ||
Samúel Bjarnason og förunautar hans lögðu af stað frá Vestmannaeyjum vorið 1854 með kaupskipi, sennilega frá [[Godthaab]]sverzlun, til Kaupmannahafnar. Þar dvaldist fólk þetta alllengi. Sagan segir, að næsti áfangi hafi verið Hamborg. Þaðan svo farið með skipi til New-Orleans. Síðan með fljótabát til St. Louis, Missouri. Þaðan á hestvögnum til fylkisins Iowa. Þar höfðu mormónar reist trúboðsstöð í Council Bluffs. En ferðinni var heitið til Utah. Þangað var farið fótgangandi frá Iowa, og ferðin yfir slétturnar talin mjög hættuleg í þá daga, því að búast mátti við árásum Indíána. En þetta fólk komst klakklaust yfir og settist að í Spanish Fork, sem seinna var aðalaðsetursstaður Íslendinga í Utah, en í Spanish Fork höfðu danskir mormónar stofnað einskonar nýlendu. <br> | Samúel Bjarnason og förunautar hans lögðu af stað frá Vestmannaeyjum vorið 1854 með kaupskipi, sennilega frá [[Godthaab]]sverzlun, til Kaupmannahafnar. Þar dvaldist fólk þetta alllengi. Sagan segir, að næsti áfangi hafi verið Hamborg. Þaðan svo farið með skipi til New-Orleans. Síðan með fljótabát til St. Louis, Missouri. Þaðan á hestvögnum til fylkisins Iowa. Þar höfðu mormónar reist trúboðsstöð í Council Bluffs. En ferðinni var heitið til Utah. Þangað var farið fótgangandi frá Iowa, og ferðin yfir slétturnar talin mjög hættuleg í þá daga, því að búast mátti við árásum Indíána. En þetta fólk komst klakklaust yfir og settist að í Spanish Fork, sem seinna var aðalaðsetursstaður Íslendinga í Utah, en í Spanish Fork höfðu danskir mormónar stofnað einskonar nýlendu. <br> | ||
Með Samúel Bjarnasyni og konu hans Margréti Gísladóttur fóru vestur um haf frá Vestmannaeyjum í fyrstu landnámsferð Íslendinga til Ameríku: <br> | Með Samúel Bjarnasyni og konu hans Margréti Gísladóttur fóru vestur um haf frá Vestmannaeyjum í fyrstu landnámsferð Íslendinga til Ameríku: <br> | ||
1. Guðmundur Guðmundsson, er verið hafði í Danmörku, en var nú til heimilis að [[Þorlaugargerði|Þórlaugargerði]] hjá Lofti Jónssyni. Guðmundur var frá Ártúni í Oddasókn á Rangárvöllum, sonur Guðmundar Benediktssonar og Guðrúnar Vigfúsdóttur. <br> | 1. [[Guðmundur Guðmundsson (mormóni)|Guðmundur Guðmundsson]], er verið hafði í Danmörku, en var nú til heimilis að [[Þorlaugargerði|Þórlaugargerði]] hjá Lofti Jónssyni. Guðmundur var frá Ártúni í Oddasókn á Rangárvöllum, sonur Guðmundar Benediktssonar og Guðrúnar Vigfúsdóttur. <br> | ||
Guðmundur Guðmundsson var annar fyrsti trúboði hér á landi, og boðaði hann trúna af miklum áhuga bæði á landi og í Eyjum. Um það vísast til þáttarins um Þórarinn Hafliðason, í [[Blik 1960|Bliki 1960]]. Þrjú systkini Guðmundar og systurdóttir fluttist til Vestmannaeyja. Ekkert af þessu fólki tók mormónatrú. <br> | Guðmundur Guðmundsson var annar fyrsti trúboði hér á landi, og boðaði hann trúna af miklum áhuga bæði á landi og í Eyjum. Um það vísast til þáttarins um Þórarinn Hafliðason, í [[Blik 1960|Bliki 1960]]. Þrjú systkini Guðmundar og systurdóttir fluttist til Vestmannaeyja. Ekkert af þessu fólki tók mormónatrú. <br> | ||
Guðmundur settist fyrst að í Spanish Fork, eftir að vestur kom, en fluttist litlu síðar til bæjar þess, er Lehi nefnist í Utah, og stundaði þar gullsmíðaiðn. Hann bjó þar, meðan ævin entist. Hann kvongaðist danskri konu. Þau eignuðust 3 sonu. Sagt er, að hann og fólk hans hafi ekki átt samleið með Íslendingum. Það bendir til þess, að Guðmundur hafi verið nokkuð sérsinna. <br> | Guðmundur settist fyrst að í Spanish Fork, eftir að vestur kom, en fluttist litlu síðar til bæjar þess, er Lehi nefnist í Utah, og stundaði þar gullsmíðaiðn. Hann bjó þar, meðan ævin entist. Hann kvongaðist danskri konu. Þau eignuðust 3 sonu. Sagt er, að hann og fólk hans hafi ekki átt samleið með Íslendingum. Það bendir til þess, að Guðmundur hafi verið nokkuð sérsinna. <br> | ||
2. [[Helga Jónsdóttir mormóni|Helga Jónsdóttir]] Hálfdánarsonar. Hún mun hafa flutzt til Eyja af landi rúmlega tvítug. Var hún lengi í [[Gvendarhús]]i, en hjónin þar munu hafa verið kunningjar foreldra hennar. Einnig var hún hjá dönsku fólki í Eyjum, t.d. í [[Frydendal]] hjá frú [[ | 2. [[Helga Jónsdóttir (mormóni)|Helga Jónsdóttir]] Hálfdánarsonar. Hún mun hafa flutzt til Eyja af landi rúmlega tvítug. Var hún lengi í [[Gvendarhús]]i, en hjónin þar munu hafa verið kunningjar foreldra hennar. Einnig var hún hjá dönsku fólki í Eyjum, t.d. í [[Frydendal]] hjá frú [[Madama Roed|Eriksen]], síðar veitingakonu, og hjá [[C. Lintrup]] verzlunarstjóra í [[Garðurinn|Garðinum]] og konu hans [[Björg Hallsdóttir (Garðinum)|Björgu Hallsdóttur]], er ættuð var úr Skagafirði. Hjá þessu danska fólki hefur Helga lært dönsku og fræðzt um margt varðandi umheiminn. Auk þess hefur hún gerzt vel að sér í hússtörfum, svo að hún þykist fær um að sjá sér farborða í framandi landi. Eigi er víst, að hún hafi ætlað sér lengra í fyrstu en til Danmerkur, þó að förin yrði lengri. Hún er fyrsta stúlkan, sem kunnugt er um að flutzt hafi að heiman til Ameríku til að setjast þar að. Helga var þá nær fertugu, roskin og reynd. Henni mun heldur ekki hafa verið fisjað saman. Að henni stóð | ||
greindar- og dugnaðarfólk. Helga var fædd 12. júlí 1814 og ólst upp hjá foreldrum sínum, er lengi bjuggu á Ytri-Klasbarða í Sigluvíkursókn í Stórólfshvolsprestakalli. Þeir voru Jón Hálfdánarson og kona hans Kristín Þorleifsdóttir. <br> | greindar- og dugnaðarfólk. Helga var fædd 12. júlí 1814 og ólst upp hjá foreldrum sínum, er lengi bjuggu á Ytri-Klasbarða í Sigluvíkursókn í Stórólfshvolsprestakalli. Þeir voru Jón Hálfdánarson og kona hans Kristín Þorleifsdóttir. <br> | ||
Frá Danmörku heldur Helga áfram ferðinni með hinum fámenna hópi landa sinna frá Vestmannaeyjum. Hún mun fljótt hafa aðhyllzt mormónatrúna, er hún var boðuð í Vestmannaeyjum, og sagt er, að hún hafi ekki talið eftir sér að hlaupa neðan úr Sandi upp fyrir Hraun að Þórlaugargerði, þar sem mormónar héldu samkomur sínar með nokkurri leynd hjá Lofti Jónssyni bónda. <br> | Frá Danmörku heldur Helga áfram ferðinni með hinum fámenna hópi landa sinna frá Vestmannaeyjum. Hún mun fljótt hafa aðhyllzt mormónatrúna, er hún var boðuð í Vestmannaeyjum, og sagt er, að hún hafi ekki talið eftir sér að hlaupa neðan úr Sandi upp fyrir Hraun að Þórlaugargerði, þar sem mormónar héldu samkomur sínar með nokkurri leynd hjá Lofti Jónssyni bónda. <br> | ||
Er Eyjafólkið kom til Utah, var Helga eftir í Salt Lake City, en hin héldu til Spanish Fork. Ekki löngu síðar kom [[Þórður Diðriksson | Er Eyjafólkið kom til Utah, var Helga eftir í Salt Lake City, en hin héldu til Spanish Fork. Ekki löngu síðar kom [[Þórður Diðriksson]] og seinna trúboði frá Íslandi til Utah og staðnæmdist í Salt Lake City. Helga Jónsdóttir og Þórður voru þá einu Íslendingarnir í þessari borg. Þau munu hafa þekkzt frá Vestmannaeyjum, og bæði voru þau alin upp í Landeyjum, hann í Austur, en hún í Vestur- eða Útlandeyjum. Þau giftust og bjuggu lengi góðu búi á stórri jörð í Spanish Fork og voru í miklum metum. Helga lifði Þórð mann sinn, varð 93 ára. Hún þótti greind og mikil tápkona. <br> | ||
Samúel Bjarnason, kona hans og áðurnefndir förunautar þeirra komu til Utah 1855. Því hefur verið haldið fram, að þau hafi farið frá Vestmannaeyjum það sama ár. En víst er, að þau hófu ferð sína frá Eyjum 1854. Sökum langrar viðdvalar í Danmörku náðu þau ekki fram til Utah fyrr en árið eftir. Förin yfir Ameríku tók afarlangan tíma, sem kunnugt er af bréfum frá Lofti Jónssyni og því fólki, er það fór til Utah, og einnig af ferðasögu Þórðar Diðrikssonar. <br> | Samúel Bjarnason, kona hans og áðurnefndir förunautar þeirra komu til Utah 1855. Því hefur verið haldið fram, að þau hafi farið frá Vestmannaeyjum það sama ár. En víst er, að þau hófu ferð sína frá Eyjum 1854. Sökum langrar viðdvalar í Danmörku náðu þau ekki fram til Utah fyrr en árið eftir. Förin yfir Ameríku tók afarlangan tíma, sem kunnugt er af bréfum frá Lofti Jónssyni og því fólki, er það fór til Utah, og einnig af ferðasögu Þórðar Diðrikssonar. <br> | ||
Samúel Bjarnason er fyrsti landnámsmaðurinn íslenzki í Vesturheimi, og Margrét Gísladóttir, kona hans, var fyrsta landnámshúsfreyjan. Þau komu til Salt Lake City, en var ráðlagt af sjálfum mormónaforsetanum Brigham Young að setjast að í Spanish Fork, en þar áttu danskir mormónar heima. <br> | Samúel Bjarnason er fyrsti landnámsmaðurinn íslenzki í Vesturheimi, og Margrét Gísladóttir, kona hans, var fyrsta landnámshúsfreyjan. Þau komu til Salt Lake City, en var ráðlagt af sjálfum mormónaforsetanum Brigham Young að setjast að í Spanish Fork, en þar áttu danskir mormónar heima. <br> | ||
Lína 71: | Lína 71: | ||
1890. Margrét kona hans lifði hann lengi og dó í hárri elli í Spanish Fork. <br> | 1890. Margrét kona hans lifði hann lengi og dó í hárri elli í Spanish Fork. <br> | ||
Fjölkvæni var leyfilegt meðal mormóna í fyrstu, en var aftekið síðar (1896). Samúel Bjarnason og fleiri af frumbyggjunum munu hafa átt fleiri en eina konu. <br> | Fjölkvæni var leyfilegt meðal mormóna í fyrstu, en var aftekið síðar (1896). Samúel Bjarnason og fleiri af frumbyggjunum munu hafa átt fleiri en eina konu. <br> | ||
Samúel og Margrét höfðu eignazt dóttur, meðan þau bjuggu í [[Hólshús]]i í Vestmannaeyjum. Hún var skírð | Samúel og Margrét höfðu eignazt dóttur, meðan þau bjuggu í [[Hólshús]]i í Vestmannaeyjum. Hún var skírð Sigríður, f. 14. júlí 1850. Dó ung. Annað barn misstu þau og voru barnlaus, þegar þau fóru til Ameríku. <br> | ||
Albróðir Margrétar Gísladóttur, konu Samúels, var Hannes Gíslason, tengdafaðir [[Hjálmar Ísaksson|Hjálmars Ísakssonar]] í [[Kuðungur|Kufung]] í Eyjum. Hálfsystir hennar var [[Þorgerður Gísladóttir]], fyrri kona [[Sigurður Sigurfinnsson|Sigurðar hreppstjóra Sigurfinnssonar]] og móðir [[Högni Sigurðsson|Högna Sigurðssonar]] í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]] í Eyjum. Þeim systrum, Margréti og Þorgerði, svipaði mjög saman, ef dæma má eftir mynd, er birt var í Almanaki Ö. Þorgeirssonar í Winnipeg af fyrstu íslenzku landnámshjónunum. Margrét mun hafa líkzt Gísla föður sínum. <br> | Albróðir Margrétar Gísladóttur, konu Samúels, var Hannes Gíslason, tengdafaðir [[Hjálmar Ísaksson (Kuðungi)|Hjálmars Ísakssonar]] í [[Kuðungur|Kufung]] í Eyjum. Hálfsystir hennar var [[Þorgerður Gísladóttir]], fyrri kona [[Sigurður Sigurfinnsson|Sigurðar hreppstjóra Sigurfinnssonar]] og móðir [[Högni Sigurðsson (Vatnsdal)|Högna Sigurðssonar]] í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]] í Eyjum. Þeim systrum, Margréti og Þorgerði, svipaði mjög saman, ef dæma má eftir mynd, er birt var í Almanaki Ö. Þorgeirssonar í Winnipeg af fyrstu íslenzku landnámshjónunum. Margrét mun hafa líkzt Gísla föður sínum. <br> | ||
Nöfn Samúels Bjarnasonar og Margrétar Gísladóttur konu hans eru fyrstu nöfnin á minnisvarðanum um fyrstu íslenzku landnemana í Utah, sem „dætur frumbyggjanna“ létu reisa og afhjúpaður var af tveim niðjum tveggja fyrstu landnemanna í beinan karllegg, þeirra Samúels Bjarnasonar og Þórðar Diðrikssonar. Á meðan söng söngflokkur ungra kvenna í íslenzkum þjóðbúningum: Utah, We love thee (Utah, við elskum þig). | Nöfn Samúels Bjarnasonar og Margrétar Gísladóttur konu hans eru fyrstu nöfnin á minnisvarðanum um fyrstu íslenzku landnemana í Utah, sem „dætur frumbyggjanna“ létu reisa og afhjúpaður var af tveim niðjum tveggja fyrstu landnemanna í beinan karllegg, þeirra Samúels Bjarnasonar og Þórðar Diðrikssonar. Á meðan söng söngflokkur ungra kvenna í íslenzkum þjóðbúningum: Utah, We love thee (Utah, við elskum þig). | ||
::::::::::::::::::::[[Sigfús M. Johnsen|''Sigfús M. Johnsen'']]<br> | ::::::::::::::::::::[[Sigfús M. Johnsen|''Sigfús M. Johnsen'']]<br> |
Núverandi breyting frá og með 3. febrúar 2016 kl. 17:26
Þau hétu Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir, búandi hjón í bæjarþorpinu Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Þau höfðu ábúð á 1/2 jörð þar, en Kirkjubæjarprestakall og prestssetur var búið að leggja niður fyrir allmörgum árum. Bæði voru þau hjón af landi, en fluttu ung til Eyja. Þangað fluttist einnig móðir hans og átti heima þar til æviloka.
Faðir Margrétar fluttist einnig til Eyja með fjölskyldu sína og bjó þar lengi.
Samúel Bjarnason var fæddur á Reyðarvatni á Rangárvöllum 22. apríl árið 1823, launsonur Bjarna Jónssonar á Reyðarvatni, síðar í Kvíhólmanum. Hann var af Víkingslækjarætt. Móðir Samúels var Margrét frá Hólshúsum í Höfnum, f. 6. maí 1797. Margrét kom með Samúel son sinn til Vestmannaeyja frá Teigi í Fljótshlíð. Hann var þá 12 ára. Þau mæðgin fóru þá að Miðhúsum til þeirra ágætishjóna Sigurðar Jónssonar, meðhjálpara og hreppstjóra, bónda þar, og Sesselju Helgadóttur, er ættuð var af Eyrarbakka og kom til Eyja með séra Snæbirni Björnssyni presti að Ofanleiti. Það var árið 1826. Samúel var hjá þeim hjónum, er hann var fermdur. Þar var einnig móðir hans. Nokkuð fram yfir fermingu er hann á Miðhúsum og nær þar ágætum þroska á þessu mæta heimili, er var eitt af beztu heimilum í Eyjum í þá daga, — efni góð og húsbændur valinkunnar manneskjur.
Samúel fékk góðan vitnisburð hjá sóknarpresti sínum fyrir kunnáttu sína og góðan skilning. Á Miðhúsum vandist hann við öll algeng störf, eins og þau gerðust hjá Eyjabændum, er stunduðu bæði landbúnað og sjávargagn. — Miðhúsin voru með beztu Eyjajörðum, og þar bjuggu jafnan bjargálnamenn. Hún var ein af Elliðaeyjarjörðunum svokölluðu, og hvergi meiri lundaveiði en þar. Varð Samúel frægur lundaveiðimaður, svo að fáir voru honum fremri.
Þessir góðu veiðimenn voru jafnan mikils metnir og mjög sótzt eftir að fá þá fyrir vinnumenn.
Eftir að Samúel fór frá Miðhúsum, var hann á nokkrum stöðum í Eyjum, unz hann festi ráð sitt og kvæntist heitmey sinni Margréti Gísladóttur bónda í Görðum á Kirkjubæ. Voru þau gefin saman í Landakirkju 10. nóv. 1848. Svaramenn voru:
Gísli Jónsson Hálfdánarsonar á Klasbarða, hreppstjóri í Presthúsum í Eyjum, og Chr. Abel kaupmaður í Godthaab. — Helmingafélag var með þeim hjónum samkvæmt norskulögum, og var morgungjöf rífleg á þeirra tíðar mælikvarða meðal alþýðufólks, 25 ríkisdalir silfurs.
Ungu hjónin bjuggu fyrst í sambýli við móður Samúels og stjúpföður, Guðmund Guðmundsson, sem kenndur var við Ringstedshús, sem var sama og Jónshús (síðar Hlíðarhús). Guðmundur var talinn hafa aðhyllzt mormónatrú en var þó aldrei skírður. Um Margréti konu hans, móður Samúels, er þess eigi getið, að hún hafi tekið trúna.
Guðmundur Guðmundsson var ættaður úr Sigluvíkursókn. Hann lézt 1865, 70 ára að aldri. Margrét kona hans lézt árið 1862, hálfsjötug. — þau bjuggu nokkur ár í Litlakoti (Lágakoti). Við dauða Guðmundar, sem mun hafa verið drykkfelldur og allmikill fyrir sér í lífinu, gerðist atburður, sem í frásögur er færður.
Faðir Margrétar Gísladóttur, konu Samúels, en þær voru alnöfnur, hún og tengdamóðir hennar, var Gísli Andrésson, er til Eyja fluttist frá Velli í Hvolhreppi 1824, ekkjumaður með ung börn. Hann hafði áður búið í Holtum, og þar var Margrét dóttir hans fædd (20. nóv. 1822). Móðir Andrésar, föður Gísla, var Néríður Andrésdóttir. Magnús Andrésson, klausturhaldari á Þykkvabæjarklaustri var faðir maddömu Þórdísar á Ofanleiti, konu séra Jóns Austmanns. Gísli Andrésson þótti greindarmaður og fylginn sér. Hann var síðast bóndi á Kirkjubæ og færði bæinn sinn út úr bæjarþyrpingunni og byggði nýjan bæ í móunum suður af Kirkjubæ og nefndi hann Garða. Nú eru þau bæjarhús löngu rifin og allt jafnað við jörðu.
Talið er, að það hafi jafnvel bjargað frönskum skipbrotsmönnum, að bær var þarna. Þeir brutu skip sitt við Urðir og komust við illan leik í land, kaldir mjög og hraktir, og hittu af tilviljun einni í blindhríð og harðviðri um hánótt bæinn Garða. Ekki sást heim að Kirkjubæ og var því haldið, að þeir hefðu eins vel getað villzt suður á Hauga og orðið úti, svo aðframkomnir sem þeir voru.
Hjónin Samúel og Margrét hófu búskap með litlum efnum eins og flestir í þá daga, en þau voru bæði mestu dugnaðar- og myndarmanneskjur, sem farnaðist vel, enda var Samúel mikill forsjármaður og aflakló og lá ekki á liði sínu. Þóttu víst fáir honum fremri í fjallasókn og veiðiskap, jafnvígur til sjós og lands.
Hann hafði haldið sig vel og þau hjón, fjörmaður mikill og snyrtimenni. Sá ljóður var samt á ráði hans, að hann var vínhneigður nokkuð. Það ágerðist seinna og varð að ríkri ástríðu. En Samúel var hugsandi maður og greindur vel og barðist gegn drykkjuskaparhneigð sinni. Þá voru eigi til nein bindindisfélög. Því hefur verið haldið fram, að Samúel hafi gengið í mormónaflokkinn til að reyna með stuðningi hans að yfirstíga drykkjuskaparhneigð sína, með því að trúarbræður hans voru allir miklir hófsmenn. Sigur þessi féll Samúel í skaut, og sannar það vel, hve mikið var í hann spunnið.
Eitt af áhugamálum ungra, dugandi manna í Eyjum var að komast að jörð, fá jörð til ábúðar. Það fannst mörgum sjálfstæðara og frjálsara líf. Það leiddi einnig til rýmri efnahagsafkomu að vera bóndi á jörð heldur en þurrabúðarmaður. Ekki þurftu jarðabændur, sem höfðu einhverjar skepnur og úteyjaafnot, að sækja allt til annarra. Fuglaveiðin þar og á Heimalandi var þeim drjúgt búsílag. Þeir voru ekki eins háðir í öllu kaupmönnunum.
Samúel Bjarnason fékk ábúð á einni Kirkjubæjarjörðinni og hefur hlotið, eins og aðrir, að greiða hátt festugjald eða tilgjöf á jörðina. Gjald þetta, sem rann í konungssjóð, mæddi þungt á, og þó greiddu sumir sinn síðasta skilding í festugjald til þess að geta öðlast ábúð jarðar.
Samúel mun hafa verið sjálfkjörinn foringi bænda í leigumálanum, bæði í fjalla- og úteyjasókn, og ekki er ólíklegt, að hann hefði komizt í röð heldri bænda í Eyjum og orðið hreppstjóri með tímanum, hefði allt gengið sinn vana gang. En hér fór á annan veg. Atburðirnir leiddu til þess, að Samúel varð sögufræg persóna, fyrsti íslenzki landnámsmaðurinn í Vesturheimi.
Þrátt fyrir dugnað sinn átti Samúel við fjárhagslega erfiðleika að stríða. Því olli ljóður sá, er var á ráði hans og áður getur.
Samúel gerðist mormóni og mun hafa hneigzt að þeirri trúarstefnu fljótt, eftir að þeir Þórarinn Hafliðason og Guðmundur Guðmundsson tóku að boða hana í Eyjum. Hann var einn af þeim fáu, sem ekki skrifaði undir mótmælaskjalið, en þeir, sem neituðu, voru álitnir mormónar, þó að svo væri ekki um þá alla.
Sumarið 1853, er J.P. Lorentzen, danski trúboðinn, kom hingað, kom mikill skriður á mormónatrúboðið. Hjá honum hlaut Samúel skírn. Einnig gaf Lorentzen út köllunarbréf fyrir Samúel til þess að vera prestur mormóna í Eyjum. Bréfið hljóðaði svo samkv. afriti, er var í fórum séra Jóns Austmanns að Ofanleiti:
„Herved bevidner vi: Samúel Bjarnason er blevet indviet til Præst í den Mormonske Gren Jesu Kristi Kirke af sidste Dages hellige paa Vestmannö. Den 19. Juni, overensstemmende med Kirkens Regler ved Haandspaalæggelse af J.P. Lorentzen, G. Guðmundsson, Loftur Jónsson og Magnús Bjarnason.
Dagsett 19. júní 1853 og undirskrifað:
Guðmundur Guðmundsson,
Grenens Præsident Johan P. Lorentzen.
Töluverður styrr stóð um Samúel, eftir að hann hafði tekið prestvígslu mormóna. Sjálfur skírði hann konu sína með aðstoð Lorentzens og Lofts Jónssonar í Þórlaugargerði, en bæði hann og Magnús Bjarnason voru allir greindir menn og mikilsmetnir í Eyjum og þótti, sem rétt var, að trúboðinu hefði miðað drjúgum áfram, með því að fá þá í söfnuðinn í Eyjum. Fréttin um þetta barst auðvitað til meginlandsins, og skrifaði prófasturinn í Rangárvallaprófastsdæmi, séra Jón Halldórsson á Breiðabólsstað, séra Brynjólfi Jónssyni, ábyrgum kapellan séra Jóns Austmanns, varðandi þessi mál, og er það bréf dags. 16. júlí 1853.
Hafði prófasti verið fundið það til foráttu af biskupi, áður en Guðmundur Guðmundsson boðaði mormónatrú í Rangárvallasýslu, að hann hefði sig ekki nóg í frammi gegn mormónum þar í sýslu og í Vestmannaeyjum. En svo er að sjá sem prófasti hafi ekki þótt dælt við að eiga, er þessi myrkursins börn í Vestmannaeyjum, eins og hann komst að orði í bréfinu til séra Brynjólfs, hafi sjálfsagt á nóttunni lagt sínar vígvélar í prófastsdæmi hans, en prestar hans hafi reist skorður við útbreiðslu mormónatrúarinnar. Er að sjá, sem prófasti hafi þótt á það skorta í Eyjum.
Guðmundur Guðmundsson var nú kominn aftur af landi út í Eyjar, en lifað hefur samt í kolunum, þó að leynt færi. Árangur af starfi Guðmundar kemur betur í ljós síðar, þegar ferðirnar hefjast til Utah aftur. Í bréfi sínu til séra Brynjólfs kveðst prófastur ekki hafa orðið var við nein afskipti hans af trúboðinu svo sem vænta mætti af manni, sem ber algjöra ábyrgð á prestakallinu gagnvart mormónskunni. Prófastur segist því finna fullkomið tilefni til að minna „yðar velæruverðugheit“ um að hafa í öllum greinum til orðréttrar eftirbreytni bréf háæruverðugs herra biskupsins, dags. 5. maí 1851, til prestsins séra Jóns Austmanns „af hverju hann hefur sent sér eftirrit, í hverju bréfi það er tekið fram, að ef mormónarnir gangi inn í prestleg embættisverk með því að skíra, þá beri presti tafarlaust að tilkynna það verzlegu yfirvaldi.“ Prófastur leggur fyrir prest, að hann hafi nákvæmar gætur á þvi, að engir sóknarmanna fari úr Eyjum til lands utan í snöggum erindum, nema þeir hafi nauðsynleg leiðarbréf frá hlutaðeigandi sýslumanni, og ekki nóg með það, heldur skyldi prestur einnig votta á leiðarbréfið, að hinn sami sé hinnar evangelisku trúar og þannig frjáls að kirkjunni. Samt hét það svo, að í landinu gilti fullkomið trúfrelsi.
Kærur á hendur Samúel og Guðmundi voru sendar sýslumanni að fyrirlagi prófasts, að því er líklegt er, en prófastur var þá nýlega kominn út til Eyja til að visitera Landakirkju. Séra Brynjólfur hafði áður skrifað sýslumanni um málið, en engin réttarhöld farið fram fyrr en eftir að prófastur kom til Eyja.
Hinir kærðu viðurkenndu að hafa prédikað evangelíið og framkvæmt skírnarathafnir í vitna viðurvist, og Guðmundur játaði að hafa eftir prédikun sína útdeilt kveldmáltíðarsakramentinu. Þeir kváðust eigi hafa vitað annað en að þetta væri fyllilega leyfilegt, ella hefðu þeir ekki framið þessi embættisverk fyrir trúbræður sína í mormónasöfnuðinum. Stöðugar aðvaranir frá prestunum, og svo áminningarnar, sem Þórarinn Hafliðason hafði hlotið hjá dómaranum, hafi þeir ekki látið á sig fá og talið markleysu úr því að slík embættisverk væru leyfð í Danmörku. Trúfrelsi hlyti einnig að gilda hér.
Dómarinn ítrekaði enn bann við því, að mormónarnir færu inn á verksvið prestanna. Lofaði Samúel þá að hætta að útbreiða trúna. Guðmundi var veitt áminning.
En ekki mun þetta hafa verið tekið alvarlega, enda engin lög fyrir slíku banni, þar sem trúarbragðafrelsi skyldi í heiðri haft. Sóknarpresturinn hér og aðstoðarmanni hans var það mikið kappsmál, að mormónatrúin breiddist ekki út í Eyjum. Sýslumaðurinn studdi þá dyggilega í þeim andblæstri. Hin kirkjulegu yfirvöld gerðu það ekki að sama skapi. Þannig leystu stiftyfirvöldin aðstoðarprestinn frá skyldunni, er prófastur hafði lagt honum á herðar, að sjá um að enginn færi til landsins úr Eyjum án þess að hafa vegabréf með áritun prests, því að það heyrði undir sýslumann einvörðungu.
Samúel Bjarnason hafði sagt skilið við preststarf sitt um stundarsakir hjá trúbræðrunum. Af því hefði hann orðið að láta hvort eð var, því að mormónar voru mjög strangir í ýmsum efnum og siðavandir. Nautn áfengis var gjörsamlega bönnuð. Samúel hafði gengið allt of langt í þeim efnum. Það sýnir vel, hvílíkur þrek- og vitmaður Samúel var, að hann tók sig nú á aftur að fullu, hætti allri vínneyzlu og gekk á ný inn í flokk sinn. Hann helgaði sig þar starfi sínu meðal trúbræðranna og tekur nú að búa sig undir Utahferðina. Ekki skorti hann kjark til að leggja upp í hana, þó að erfiðleikar miklir væru framundan. Lokkandi var sólskinslandið í vestri og þeim sigurinn vís, er þangað næði. Hins vegar mun Samúel og trúbræðrum hans hafa fundizt sér ekki vera lengur vært í Vestmannaeyjum.
Andreas Kohl, er nýlega var orðinn sýslumaður þar, hafði látið festa upp auglýsingu 18. des. 1853, þar sem bannað var með öllu, að menn sæktu samkomur mormóna, og þeir, sem óhlýðnuðust því, yrðu látnir sæta ákærum, með því að það væri á móti landslögum að útbreiða mormónskar kenningar. Í bréfi til prests segist sýslumaður ábyrgjast að sér verði hlýtt, „því að ég hygg,“ segir hann, ,,að mönnum sé það kunnugt, að ég skipa það eitt, sem ég hefi vald til, og læt á hinn bóginn og án manngreinarálits hlýða skipunum mínum, hvað sem það kostar.“ Kohl sýslumaður var vís til að efna það, svo röggsamlegt yfirvald, sem hann var og mikils metinn af Eyjabúum.
- ★
Samúel Bjarnason og förunautar hans lögðu af stað frá Vestmannaeyjum vorið 1854 með kaupskipi, sennilega frá Godthaabsverzlun, til Kaupmannahafnar. Þar dvaldist fólk þetta alllengi. Sagan segir, að næsti áfangi hafi verið Hamborg. Þaðan svo farið með skipi til New-Orleans. Síðan með fljótabát til St. Louis, Missouri. Þaðan á hestvögnum til fylkisins Iowa. Þar höfðu mormónar reist trúboðsstöð í Council Bluffs. En ferðinni var heitið til Utah. Þangað var farið fótgangandi frá Iowa, og ferðin yfir slétturnar talin mjög hættuleg í þá daga, því að búast mátti við árásum Indíána. En þetta fólk komst klakklaust yfir og settist að í Spanish Fork, sem seinna var aðalaðsetursstaður Íslendinga í Utah, en í Spanish Fork höfðu danskir mormónar stofnað einskonar nýlendu.
Með Samúel Bjarnasyni og konu hans Margréti Gísladóttur fóru vestur um haf frá Vestmannaeyjum í fyrstu landnámsferð Íslendinga til Ameríku:
1. Guðmundur Guðmundsson, er verið hafði í Danmörku, en var nú til heimilis að Þórlaugargerði hjá Lofti Jónssyni. Guðmundur var frá Ártúni í Oddasókn á Rangárvöllum, sonur Guðmundar Benediktssonar og Guðrúnar Vigfúsdóttur.
Guðmundur Guðmundsson var annar fyrsti trúboði hér á landi, og boðaði hann trúna af miklum áhuga bæði á landi og í Eyjum. Um það vísast til þáttarins um Þórarinn Hafliðason, í Bliki 1960. Þrjú systkini Guðmundar og systurdóttir fluttist til Vestmannaeyja. Ekkert af þessu fólki tók mormónatrú.
Guðmundur settist fyrst að í Spanish Fork, eftir að vestur kom, en fluttist litlu síðar til bæjar þess, er Lehi nefnist í Utah, og stundaði þar gullsmíðaiðn. Hann bjó þar, meðan ævin entist. Hann kvongaðist danskri konu. Þau eignuðust 3 sonu. Sagt er, að hann og fólk hans hafi ekki átt samleið með Íslendingum. Það bendir til þess, að Guðmundur hafi verið nokkuð sérsinna.
2. Helga Jónsdóttir Hálfdánarsonar. Hún mun hafa flutzt til Eyja af landi rúmlega tvítug. Var hún lengi í Gvendarhúsi, en hjónin þar munu hafa verið kunningjar foreldra hennar. Einnig var hún hjá dönsku fólki í Eyjum, t.d. í Frydendal hjá frú Eriksen, síðar veitingakonu, og hjá C. Lintrup verzlunarstjóra í Garðinum og konu hans Björgu Hallsdóttur, er ættuð var úr Skagafirði. Hjá þessu danska fólki hefur Helga lært dönsku og fræðzt um margt varðandi umheiminn. Auk þess hefur hún gerzt vel að sér í hússtörfum, svo að hún þykist fær um að sjá sér farborða í framandi landi. Eigi er víst, að hún hafi ætlað sér lengra í fyrstu en til Danmerkur, þó að förin yrði lengri. Hún er fyrsta stúlkan, sem kunnugt er um að flutzt hafi að heiman til Ameríku til að setjast þar að. Helga var þá nær fertugu, roskin og reynd. Henni mun heldur ekki hafa verið fisjað saman. Að henni stóð
greindar- og dugnaðarfólk. Helga var fædd 12. júlí 1814 og ólst upp hjá foreldrum sínum, er lengi bjuggu á Ytri-Klasbarða í Sigluvíkursókn í Stórólfshvolsprestakalli. Þeir voru Jón Hálfdánarson og kona hans Kristín Þorleifsdóttir.
Frá Danmörku heldur Helga áfram ferðinni með hinum fámenna hópi landa sinna frá Vestmannaeyjum. Hún mun fljótt hafa aðhyllzt mormónatrúna, er hún var boðuð í Vestmannaeyjum, og sagt er, að hún hafi ekki talið eftir sér að hlaupa neðan úr Sandi upp fyrir Hraun að Þórlaugargerði, þar sem mormónar héldu samkomur sínar með nokkurri leynd hjá Lofti Jónssyni bónda.
Er Eyjafólkið kom til Utah, var Helga eftir í Salt Lake City, en hin héldu til Spanish Fork. Ekki löngu síðar kom Þórður Diðriksson og seinna trúboði frá Íslandi til Utah og staðnæmdist í Salt Lake City. Helga Jónsdóttir og Þórður voru þá einu Íslendingarnir í þessari borg. Þau munu hafa þekkzt frá Vestmannaeyjum, og bæði voru þau alin upp í Landeyjum, hann í Austur, en hún í Vestur- eða Útlandeyjum. Þau giftust og bjuggu lengi góðu búi á stórri jörð í Spanish Fork og voru í miklum metum. Helga lifði Þórð mann sinn, varð 93 ára. Hún þótti greind og mikil tápkona.
Samúel Bjarnason, kona hans og áðurnefndir förunautar þeirra komu til Utah 1855. Því hefur verið haldið fram, að þau hafi farið frá Vestmannaeyjum það sama ár. En víst er, að þau hófu ferð sína frá Eyjum 1854. Sökum langrar viðdvalar í Danmörku náðu þau ekki fram til Utah fyrr en árið eftir. Förin yfir Ameríku tók afarlangan tíma, sem kunnugt er af bréfum frá Lofti Jónssyni og því fólki, er það fór til Utah, og einnig af ferðasögu Þórðar Diðrikssonar.
Samúel Bjarnason er fyrsti landnámsmaðurinn íslenzki í Vesturheimi, og Margrét Gísladóttir, kona hans, var fyrsta landnámshúsfreyjan. Þau komu til Salt Lake City, en var ráðlagt af sjálfum mormónaforsetanum Brigham Young að setjast að í Spanish Fork, en þar áttu danskir mormónar heima.
Samúel fékk sér úthlutað 160 ekrum lands í Spanish Fork og talinn fyrsti landnámsmaður þar. Gerðist hann mikill bóndi og bætti mjög miklu landi við sig. Hann átti mjög mikinn kvikfénað. Sagt er, að Margrét kona hans hafi staðið dyggilega við hlið bónda síns og sýnt mikinn dugnað á hinum erfiðu frumbýlingsárum þeirra í Utah. Þau hjón efnuðust vel á hinni miklu sauðfjárrækt sinni.
Tveir af sonum þeirra hjóna urðu einnig miklir fjárbændur.
Samúel var talinn dugnaðargarpur mikill, er hann bjó í Vestmannaeyjum, ágætur sjómaður og einhver allra duglegasti lundaveiðimaður þar með grefilinn að vopni. Fjallamaður var hann einnig ágætur. Það var mikils metið í Eyjum, er menn voru djarfsæknir og ótrauðir að afla sér bjargar í bú. Sjálfsagt hefur hann og verið vel íþróttum búinn, því að eigi hafði honum orðið mikið fyrir að stökkva hæð sína í loft upp, sögðu gamlir Vestmannaeyingar, og marka djúpt spor með hælnum, er verið var að grafa upp lundaholurnar.
Samúel bjó á jörð sinni í Spanish Fork unz hann andaðist. Hafði hann þá bætt við sig löndum og var talinn búhöldur mikill. Þessi stóra bújörð, sem fyrsti íslenzki landneminn ræktaði í Vesturheimi, er fyrir löngu bútuð niður í smærri jarðarskika.
Samúel Bjarnason komst til mannvirðinga hjá mormónum. Hann fór í trúboðserindum fyrir kirkju þeirra til Íslands árið 1874. Hann lézt í Spanish Fork
1890. Margrét kona hans lifði hann lengi og dó í hárri elli í Spanish Fork.
Fjölkvæni var leyfilegt meðal mormóna í fyrstu, en var aftekið síðar (1896). Samúel Bjarnason og fleiri af frumbyggjunum munu hafa átt fleiri en eina konu.
Samúel og Margrét höfðu eignazt dóttur, meðan þau bjuggu í Hólshúsi í Vestmannaeyjum. Hún var skírð Sigríður, f. 14. júlí 1850. Dó ung. Annað barn misstu þau og voru barnlaus, þegar þau fóru til Ameríku.
Albróðir Margrétar Gísladóttur, konu Samúels, var Hannes Gíslason, tengdafaðir Hjálmars Ísakssonar í Kufung í Eyjum. Hálfsystir hennar var Þorgerður Gísladóttir, fyrri kona Sigurðar hreppstjóra Sigurfinnssonar og móðir Högna Sigurðssonar í Vatnsdal í Eyjum. Þeim systrum, Margréti og Þorgerði, svipaði mjög saman, ef dæma má eftir mynd, er birt var í Almanaki Ö. Þorgeirssonar í Winnipeg af fyrstu íslenzku landnámshjónunum. Margrét mun hafa líkzt Gísla föður sínum.
Nöfn Samúels Bjarnasonar og Margrétar Gísladóttur konu hans eru fyrstu nöfnin á minnisvarðanum um fyrstu íslenzku landnemana í Utah, sem „dætur frumbyggjanna“ létu reisa og afhjúpaður var af tveim niðjum tveggja fyrstu landnemanna í beinan karllegg, þeirra Samúels Bjarnasonar og Þórðar Diðrikssonar. Á meðan söng söngflokkur ungra kvenna í íslenzkum þjóðbúningum: Utah, We love thee (Utah, við elskum þig).
- Sigfús M. Johnsen
- fyrrv. bæjarfógeti.
- Sigfús M. Johnsen