Valgerður Sveinsdóttir (Áshamri)
Valgerður Sveinsdóttir húsfreyja, starfsmaður á hjúkrunarheimili fæddist 24. júlí 1951.
Foreldrar hennar voru Sveinn Þórarinn Sigurðsson bifreiðastjóri, f. 23. maí 1905 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 11. júní 1996, og kona hans Guðrún Helga Gísladóttir frá Lambhaga á Rangárvöllum, f. 28. desember 1915, d. 24. júní 2011.
Börn Helgu og Sveins:
1. Jónína Sigurbjörg Sveinsdóttir, f. 7. maí 1949 á Faxastíg 12.
2. Þóranna Sveinsdóttir, f. 22. júní 1950 á Hásteinsvegi 10.
3. Valgerður Sveinsdóttir, f. 24. júlí 1951 á Sj.
4. Sigurður Sveinsson, f. 31. janúar 1956 á Brekastíg 31.
Sonur Helgu og fóstursonur Sveins var
5. Gísli Leifur Skúlason, f. 20. desember 1944, fórst með vélbátnum Skuld 10. júlí 1980.
Valgerður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við fiskiðnað og á leikskólanum Kirkjugerði.
Valgerður eignaðist barn með Ólafi Sævari 1972.
Hún bjó á Brekastíg 31 með Helgu Björk við Gos.
Þau Björn giftu sig 1977, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Blokkinni við Hásteinsveg, byggðu Áshamar 42 og bjuggu þar meðan þau dvöldu í Eyjum, en fluttu til Lands 2001, búa í Andarhvarfi í Kópavogi.
I. Barnsfaðir Valgerðar var Ólafur Sævar Sigurgeirsson kennari, innkaupastjóri, f. 10. febrúar 1952 í Reykjavík, d. 2. febrúar 1995.
Barn þeirra:
1. Helga Björk Ólafsdóttir húsfreyja, leikskólastjóri, f. 18. apríl 1972. Sambýlisnaður hennar Sigursteinn Bjarni Leifsson.
II. Maður Valgerðar, (22. október 1977), er Björn Eyberg Ásbjörnsson trésmiður, múrarameistari, verkefnisstjóri, f. 5. október 1951.
Börn þeirra:
2. Bjarney Björnsdóttir leikskólastjóri, f. 6. janúar 1978. Maður hennar Þorkell Máni Pétursson.
3. Birna Björnsdóttir verslunarstjóri, f. 2. júní 1982. Fyrrum sambúðarmaður Ragnar Waage Pálmason. Maður hennar Jóhann Valdimarsson.
4. Ásbjörn Björnsson smiður, f. 27. mars 1993, ókvæntur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Valgerður.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.