Sigurður Sveinsson (rafvirkjameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Sveinsson.

Sigurður Sveinsson rafvirkjameistari fæddist 31. janúar 1956 á Brekastíg 31.
Foreldrar hans Sveinn Þórarinn Sigurðsson frá Efra-Hvoli við Brekastíg 7c, bifreiðastjóri, f. 23. nóvember 1905 á Steinum u. Eyjafjöllum, d. 11. júní 1996, og kona hans Guðrún Helga Gísladóttir frá Lambhaga á Rangárvöllum, húsfreyja, f. 28. desember 1915, d. 24. júní 2011.

Börn Helgu og Sveins:
1. Jónína Sigurbjörg Sveinsdóttir, f. 7. maí 1949 á Faxastíg 12.
2. Þóranna Sveinsdóttir, f. 22. júní 1950 á Hásteinsvegi 10.
3. Valgerður Sveinsdóttir, f. 24. júlí 1951 á Sj.
4. Sigurður Sveinsson, f. 31. janúar 1956 á Brekastíg 31.
Sonur Helgu og fóstursonur Sveins var
5. Gísli Leifur Skúlason, f. 20. desember 1944, fórst með vélbátnum Skuld 10. júlí 1980.

Sigurður var með foreldrum sínum.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Eyjum, lauk sveinsprófi 1980. Meistari var Sæmundur Vilhjálmsson. Hann fékk sveinsbréf í rafveituvirkjun 1992, löggildingu 1993, meistarabréf í rafveituvirkjun 1993. Hann varð raffræðingur (A+B), leyfi til að kalla sig rafvirkja- og rafveitumeistara með bréfi iðnaðarráðuneytisins 9. apríl 2019.
Hann vann hjá Rafveitu Vestmannaeyja 1974-1989, þegar rafveita, hitaveita og vatnsveita voru sameinuð í Bæjarveitu Vestmannaeyja. Hann var þar yfirverkstjóri rafmagnsdeildar. Við sameiningu við HS veitur 2004 varð hann deildarstjóri.
Þau Hrönn giftu sig 1983, eignuðust eitt barn og Sigurður fóstraði tvö börn Hrannar. Þau bjuggu við Áshamar, en búa nú við Túngötu.

I. Kona Sigurðar, (26. mars 1983), er Hrönn Ágústsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1954 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Guðrún Helga Sigurðardóttir starfsmaður leikskóla, f. 31. maí 1981.
Börn Hrannar og fósturbörn Sigurðar:
1. Ágúst Ingi Jónsson Baadermaður, f. 16. apríl 1973 í Reykjavík. Barnsmæður hans Katrín Ósk Pétursdóttir og Gerður Petra Ásgeirsdóttir. Kona hans Steinunn Ásta Hermannsdóttir.
2. Sigríður Jónsdóttir öryrki, vinnur smávegis afgreiðslustörf, f. 15. apríl 1975. Fyrrum sambúðarmaður Þórður Norðfjörð Jóhannsson. Maður hennar Elfar Freyr Kristinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Sigurður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.