Ólafur Sævar Sigurgeirsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafur Sævar Sigurgeirsson innkaupastjóri fæddist 10. febrúar 1952 og lést 2. febrúar 1995.
Foreldrar hans voru Sigurgeir Jóhannsson matreiðslumeistari, f. 14. maí 1927, d. 11. júní 2018, og Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. ágúst 1931, d. 14. nóvember 2008.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, bjó með þeim að Boðaslóð 19 1972.
Hann varð stúdent, lauk kennaraprófi 1979.
Ólafur var stundakennari í Digranesskóla í Kópavogi 1974-1975, var kennari í Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans frá 1978-1986, varð innkaupastjóri hjá Borgarspítalanum og Landakoti.
Hann eignaðist barn með Valgerði 1972.
Þau Auður giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Ólafur Sævar lést 1995.

I. Barnsmóðir Ólafs Sævars er Valgerður Sveinsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, starfsmaður leikskóla, f. 24. júlí 1951.
Barn þeirra:
1. Helga Björk Ólafsdóttir leikskólastjóri, f. 18. apríl 1972. Sambýlismaður hennar Sigursteinn Bjarni Leifsson.

II. Kona Ólafs Sævars, (8. júlí 1974), var Auður Tryggvadóttir húsfreyja, leikskólakennari í Reykjavík, f. 25. ágúst 1953, d. 26. desember 2019. Foreldrar hennar eru Tryggvi Páll Kristjánsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 31. mars 1931 og kona hans Guðrún Bryndís Eggertsdóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1932.
Börn þeirra:
2. Arnar Ólafsson bankastarfsmaður, f. 2. ágúst 1979. Kona hans Ásbjörg Una Björnsdóttir.
3. Harpa Rún Ólafsdóttir kennari, myndlistarmaður, f. 4. janúar 1982. Sambýlismaður hennar James Weston.
4. Hlynur Ólafsson flugmaður, flugkennari, f. 1. febrúar 1988. Kona hans Elín Ósk Hjartardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.
  • Tröllatunguætt. Sæmundur Björnsson í samvinnu við Ættfræðistofu Þorsteins Jónssonar. Reykjavík 1991.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.